Fréttablaðið - 06.11.2014, Page 54

Fréttablaðið - 06.11.2014, Page 54
6. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38 Sveitin fær reyndar engin ósköp að gera– það eru helst einhverjar árásir á grey einleikar- ann. Þeir eru staddir í Hörpunni, Sveinn Lúðvík Björnsson tónskáld og Einar Jóhannesson klarínettuleik- ari. Mikið stendur til. Einar er að fara að spila nýjan konsert eftir Svein með sinfóníunni. Sveinn hefur ekki fylgst með æfingum en kveðst engar áhyggjur hafa. „Ég veit þetta verður allt í fína,“ segir hann. „Held þetta sé alveg heiðarlegt stykki og hlakka mikið til.“ Þegar ég bið þá félaga að lýsa aðeins verkinu verður Einar fyrst fyrir svörum: „Sveinn Lúðvík skrifar mjög persónulega músík, bara frá hjart- anu. Þetta er tveggja heima verk, mjög dularfullt, ólíkt öðrum kons- ertum sem samdir hafa verið. Þegar ég byrjaði að æfa hann fannst mér ég kominn inn í ann- ars manns draum og varð nánast feiminn. En svo gerði ég þennan draum að mínum og fann leið til að koma honum til skila.“ „Ég treysti Einari fullkomlega,“ segir Sveinn Lúðvík. „Hef líka alltaf verið heppinn með flytjend- ur að mínum verkum, þeir hafa haft áhuga fyrir að gera vel og taka áhættuna með mér.“ Hann segir Caput-hópinn hafa haldið honum uppteknum, líka Kammer- sveit Reykjavíkur og ýmsa sólóista. „Þetta nýja verk er fyrir stærri hljómsveit en ég hef skrifað fyrir áður – sveitin fær reyndar engin ósköp að gera – það eru helst ein- hverjar árásir á grey einleikar- ann!“ Þeir Einar hlæja báðir. „Já, Tveggja heima verk, ólíkt öðrum konsertum sem samdir hafa verið Meðal atriða á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu í kvöld er klarínettukonsert eft ir Svein Lúðvík Björnsson tónskáld. Hann samdi verkið sérstaklega fyrir Einar Jóhannesson klarínettuleikara, það er persónulegt og skrifað frá hjartanu að sögn fl ytjandans. TÓNSKÁLDIÐ OG FLYTJANDINN „Ég held þetta sé alveg heiðarlegt stykki og hlakka mikið til,“ segir Sveinn og Einar kveðst hafa hitt á fallega æð í honum þegar hann stakk upp á að hann skrifaði klarínettu- konsert. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is ég sagði áðan að þetta væri eins og draumur en auðvitað er það meira eins og martröð hvernig hljóm- sveitin fer með mig,“ segir klarín- ettuleikarinn. Sveinn Lúðvík hefur alla tíð haft dapra sjón en segir það engin áhrif hafa á tónlistarstörf sín. „Það er ópraktískt að vera sjónskertur en það kemur tónlistinni ekkert við. Ég get skrifað hana með stækkun- arforriti í tölvunni.“ Upphaflega lærði hann söng og píanóleik, aðal- hljóðfærið varð samt gítar en hann var alveg að fara að svissa yfir í lútu þegar hann ákvað að snúa sér að tónsmíðanámi hjá Atla Heimi Sveinssyni. Atli Heimir hefur kallað hann „ljóðskáldið í hópi tónskálda“ vegna hnitmiðaðra vinnubragða. Einar kveðst hafa kynnst Sveini Lúðvík fyrir nokkrum árum. „Þá var hann í þeim hugleiðingum að skrifa óperu og ég átti kannski að fá þar eitthvert lítið sönghlutverk. Þetta var mikið drama og mjög spennandi en af ýmsum ástæð- um valt það útaf borðinu,“ botn- ar Sveinn Lúðvík. Einar segist þá hafa spurt Svein Lúðvík í hálfkær- ingi af hverju hann skrifaði ekki klarínettukonsert. „Ég hitti svona á fallega æð í honum. Nú er komið að frumflutningnum þannig að ég fæ sönghlutverkið gegnum klarín- ettið!“ „Allra sálna messa er helguð minn- ingu látinna og efnisskráin er í takt við það. Við ætlum að syngja Ave Maríur, messu og önnur trúarleg verk eftir mörg af þekktustu tón- skáldum sögunnar. Þar má nefna Bach, Mozart og Schubert,“ segir Hallveig Andrésdóttir, ein hinna tónvissu kvenna í Vox feminae sem syngja í Fella-og Hólakirkju í kvöld undir stjórn Margrétar Pálmadótt- ur. Guðný Einarsdóttir organisti leikur á píanó og orgel og Victoria Tsar evskaia á selló. Hallveig segir stærsta verkið á dagskránni vera messu op. 187 eftir Josef Rheinberger. „Við höfum ekki sungið þessa messu fyrr, að undan- skildum einum kafla,“ segir hún og hvetur fólk til að koma að hlýða á fagra tóna, kveikja á minningar- kerti og minnast látinna ástvina. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og miðaverð er 2.000 krónur. - gun Syngja Ave Maríur og önnur trúarleg verk Kvennakórinn Vox feminae heldur tónleika í tilefni allra sálna messu í Fella- og Hólakirkju í kvöld. VOX FEMINAE Kórinn hefur víða sungið í helgidómum erlendis. Þessi mynd er tekin fyrir réttu ári í Notre Dame-kirkjunni í París. „Ég vil frekar að listaverkin tali sínu máli en að ég sé að lýsa þeim í orðum. Allir einstaklingar eiga sitt abstrakt DNA og þetta er mitt,“ segir Búi Kristjánsson myndlistarmaður, þegar hann er spurður út í sýninguna sem hann opnar í Smiðjunni listhúsi í Ármúla 36 í kvöld klukkan 20. Hann kveðst ekki sækja myndefnið í umhverfið eða annað sem auga hans nemi held- ur leiti hann inn á við, í undirmeðvitundina. „Því skíri ég ekki myndirnar heldur gef þeim númer eftir því hvenær hugmyndirnar koma til mín. Þannig verða þær í sjálfu sér að einu kons- eptverki sem á sér upphaf og ég er ekki farinn að sjá fyrir endann á því,“ útskýrir hann. Búi hóf myndlistarnám á listasviði FB og hefur síðan lokið námi við Myndlista-og hand- íðaskólann, Tækniskólann og Háskólann í Reykjavík. Hann hélt tvær sýningar í New York og eina í London á síðustu 18 mánuðum. - gun Þetta er mitt abstrakt-DNA Búi Kristjánsson opnar sýningu í kvöld í Smiðjunni listhúsi í Ármúla 36. Hann leyfi r myndlistinni að koma til sín óþvingaðri úr hugskotinu. LISTAMAÐURINN Búi leitar inn á við eftir myndefninu. Bryndís Kondrup opnar sýningu í Ketilhúsinu á Akureyri á laugar- daginn klukkan 15. Hún nefnir hana Af jörðu – De Terrae og fjallar þar um holdgervingu og hverfulleika. Bryndís kveðst á síðustu árum hafa sökkt sér ofan í pælingar um lífið og nú haldi hún áfram veg- ferðinni um lendur tilverunnar. Sýningin er opin þriðjudaga til sunnudaga frá 12 til 17. Aðgangur er ókeypis. - gun Táknrænt mál landakorta LISTAMAÐURINN Hverfulleikinn er henni hugstæður. MENNING

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.