Fréttablaðið - 06.11.2014, Side 58
6. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 42
FIMMTUDAGUR
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
6. NÓVEMBER
Tónleikar
12.00 Grúska Babúska treður upp í
Árbæjarsafni á meðan sýningin Neyzlan–
Reykjavík á 20. öld stendur yfir.
15.00 Off Venue-dagskrá á Jör í tilefni
Iceland Airwaves. Í dag troða upp Prins
Póló, Hermigervill, Uni Stefson, Young
Karin, Barónsbræður og Gísli Pálmi.
15.00 Myndlistardeild Listaháskóla
Íslands efnir til tónlistarveislu í til-
efni Iceland Airwaves á Kaffistofunni
Nemendagalleríi við Hverfisgötu 44. Í dag
koma fram Sigga, Nuke Dukem, Ósk, IBM,
Hljómsveitin Eva, Reil Young og Óskar.
16.00 Off Venue-tónleikar Bedroom
Community á Kaffibarnum hefjast í dag.
Fram koma Stara Rzeka, Óbó, Samaris og
Katla Choir.
16.15 Stelpur rokka! ætla að taka þátt í
Iceland Airwaves í ár með glæsilegri Off
Venue-dagskrá á Loft Hostel í Banka-
stræti í dag. Fram koma hljómsveitir og
tónlistarkonur sem allar hafa komið að
starfi Stelpur rokka! á einhvern hátt, auk
tónlistarkonu frá Skotlandi. Þetta eru
Kælan Mikla, Rachel Sermanni, Adda,
Margrét Arnar og Boogie Trouble.
17.30 Tónlistarskóli Seltjarnarness fær
gítarkennarann Gunnlaug Björnsson til
liðs við sig fyrir tónleikaröðina Tónstafi í
Bókasafni Seltjarnarness. Á efnisskránni
eru verk eftir Bach, Ginastera og Gunn-
laug sjálfan.
19.30 Klarinettleikarinn Einar Jóhanns-
son frumflytur Clarinet Concerto eftir
Svein Lúðvík Björnsson. Rumon Gamba
er hljómsveitarstjóri. Miðaverð frá 2.400
til 6.900 króna.
20.30 Tónleikar í Fella- og Hólakirkju í
kvöld. Stjórnandi er Margrét J. Pálma-
dóttir. Guðný Einarsdóttir leikur á píanó
og orgel og Victoria Tsarevskaia leikur á
selló.
21.00 Páll Rósinkranz og Margrét Eir
troða upp á Gamla Kaupfélaginu í tilefni
af útgáfunni á plötu þeirra If I Needed
You.
21.00 Svavar Knútur hefur unnið með
Óskarsverðlaunahafanum Markéta Irglová
frá Tékklandi á nýjustu plötu sinni Öldu-
slóð. Hann treður upp á Café Rosenberg
í kvöld.
22.00 Magnús R. Einarsson heldur tón-
leika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da í kvöld.
Hönnun
16.00 Sýningin Handverk og hönnun
í Ráðhúsi Reykjavíkur hefst í dag og
að þessu sinni taka rúmlega fimmtíu
aðilar þátt. Sem fyrr er gróskan og fjöl-
breytnin mikil og meðal þess sem hægt
er að skoða á sýningunni í nóvember er
handspunnið band, munir úr hornum og
beinum, skartgripir, barnaföt, trémunir,
keramik, leðurvörur, skór, fatnaður og
fleira. Á sýningunni verða einnig afhent
Skúlaverðlaunin– verðlaun fyrir besta
nýja hlutinn á sýningunni.
Ljósmyndasýningar
09.00 Stephan Stephensen eða President
Bongo úr GusGus heldur ljósmyndasýn-
ingu á Mokka Kaffi.
Tónlist
21.00 Robot Disco og Electronix teiti á
Paloma Bar í kvöld. Fram koma plötu-
snúðarnir 90210, Jammin Jack og Enzo
Magestic.
21.00 Afrobeat tónar á Dolly í kvöld.
Yamaho, King Lucky og Skeng verða
plötusnúðar kvöldsins. Á meðan birgðir
endast verður boðið upp á Ballantine’s
Brasil.
21.00 Trúbadorinn Biggi treður upp á
English Pub í kvöld.
Bækur
17.00 Í dag verður útgáfu skáldsögunnar
Hálfsnert stúlka fagnað í Eymundsson
Skólavörðustíg. Léttar veitingar í boði.
Fyrirlestrar
16.30 Í dag verða fluttir tveir fyrirlestrar
í stofu 101 í Odda í fyrirlestraröð Mið-
aldastofu Háskóla Íslands um Landnám
Íslands. Kristján Árnason, prófessor í
íslenskri málfræði, ræðir um um tungu-
tak landnámsmanna. Hvaða tungumál
eða mállýskur voru talaðar hér á landi
fyrst eftir landnám? Nikola Trbojevic,
doktorsnemi í fornleifafræði, ræðir um
þá geysihröðu skógareyðingu sem átti sér
stað á landnámsöld en landnámsmenn
ruddu land til ræktunar og eins þörfnuð-
ust þeir viðar til eldiviðar og bygginga.
Myndlist
17.00 Erla Þórarinsdóttir opnar sýn-
inguna Single Lines í SÍM í Hafnarstræti
í dag.
17.00 Í dag verður opnuð sýning á
verkum myndlistarmannanna Auðar Ingu
Ingvarsdóttur og Hafdísar Brands í Artó-
teki. Sýningin nefnist Fígúrur og form og
er á 1. hæð Borgarbókasafns Reykjavíkur.
Sýningin er samstarfsverkefni þeirra
Auðar Ingu og Hafdísar sem sýna lista-
verk unnin í leir.
20.00 Oddsteinn Örn Björnsson frá Mör-
tungu á Síðu mun sýna myndir af lands-
lagi, fossum, bæjum, húsum, kirkjum,
göngum og réttum frá ýmsum stöðum í
Skaftfellingabúð. Eftir kaffi mun Svavar
M. Sigurjónsson frá Hofi sýna myndir
úr smalamennskum í Breiðarmerkur-
fjalli, Ingólfshöfða og víðar í Öræfum.
Aðgangseyrir er 1.000 krónur, innifalið
kaffi og kruðerí.
Umræður
20.00 Fjórða Höfundakvöld Gunnarshúss
verður í kvöld. Þá mæta þau Ófeigur
Sigurðsson og Heiðrún Ólafsdóttir og
lesa upp og svara spurningum Páls Vals-
sonar um bækur sínar, Öræfi og Leið.
Allir velkomnir á meðan stólar leyfa,
aðgangur 500 kr.
20.00 Í kvöld talar Svana Einars-
dóttir á opnu húsi í baháí-miðstöðinni
að Öldugötu 2, Reykjavík. Erindið heitir
Frá Völuspá til baháí rita. Fjallað verður
um hvernig sagt er fyrir um baháí trúna í
Völuspá og öðrum eldri ritum.
Samkoma
19.00 Unglingadeild Öxarfjarðarskóla
býður upp á mat og skemmtiatriði í
Lundi í kvöld. Í ár verður þemað tengt
grískri goðafræði. Miðaverð er 2.500 kr.
fyrir fullorðna, 1.500 fyrir börn á grunn-
skólaaldri, ókeypis fyrir og yngri en 6 ára.
Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@
frettabladid.is
„Öll lögin eiga það sameiginlegt
að vera með sterka frásögn sem
heillar okkur,“ segir Margrét Eir
Hönnudóttir söngkona en tónleika-
ferðalag hennar og Páls Rósin-
kranz hefst í kvöld í Gamla kaup-
félaginu á Akranesi. Ferðalagið
er í tilefni plötunnar If I Needed
You, þrettán laga plötu sem kafar
djúpt í rætur amerískrar þjóðlaga-
hefðar.
„Það er kannski hægt að setja
þetta undir smá bluegrass, smá
kántrí, aðallega þessa sagnahefð
og þessar mannlegu sögur sem við
öll þekkjum en þarna eru höfundar
sem hafa eitthvert einstakt lag á að
orða hlutina,“ segir Margrét. „Höf-
undar eins og Bob Dylan og Townes
Van Zandt en elsta lagið á plötunni
er frá 1857 á meðan það yngsta er
frá 2008.“
Það er hljómsveitin Thin Jim
sem sér um undirspilið. Thin Jim
eru þeir Jökull Jörgensen á bassa,
Andrés Þór Gunnlaugsson og Davíð
Sigurgeirsson á gítar og Kjartan
Guðnason á trommum. - þij
Kafað í ameríska þjóðlagahefð
Margrét Eir og Páll Rósinkranz hefj a tónleikaferðalag sitt í kvöld.
MANNLEGAR SÖGUR öll lögin á
plötunni eru með einhverri frásögn.
MYND/STEVE LORENZ
– RÖP, Mbl.
Fimmstjörnu-kvöld í Íslensku óperunni.
Hver stórsöngvarinn toppar annan í
glæsilegri og þaulunninni sviðsetningu.
Kristinn rís bókstaflega í
shakespearskar hæðir í nístandi og
hrollvekjandi túlkun sinni …
– Jón Viðar Jónsson
Glæsileg uppfærsla
– Jónas Sen, Fbl.
Aukasýning 15. nóvember kl. 20
ALLRA SÍÐASTA SÝNING
Miðasala í Hörpu og á harpa.is
Miðasölusími 528 5050
Íslenskt handverk síðan 1940
Jólarjúpur og laufabrauð
í Rammagerðinni
Hugrún Ívarsdóttir, hönnuður, tekur á móti viðskiptavinum
í Rammagerðinni 6.-10. nóvember og kynnir nýja vöru
6.-10. nóvember
Hafnarstræti 19 - Reykjavík | rammagerdin.is