Fréttablaðið - 06.11.2014, Side 62

Fréttablaðið - 06.11.2014, Side 62
6. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ | 46 Óskarsakademían hefur tilkynnt um tuttugu teiknimyndir sem koma til greina þegar Óskars- verðlaunin verða afhent í 87. sinn á næsta ári. Myndirnar eru eftirtaldar: Big Hero 6, The Book of Life, The Boxtrolls, Cheatin, Giovanni’s Island, Henry and Me, The Hero of Color City, How to Train Your Dragon 2, Jack and the Cuckoo- Clock Heart, Legends of Oz: Dorothy’s Return, The Lego Movie, Minuscule – Valley of the Lost Ants, Mr. Peabody and Sherman, Penguins of Madagasc- ar, The Pirate Fairy, Planes: Fire and Rescue, Rio 2, Rocks in My Pockets, Song of the Sea og The Tale of the Princess Kaguya. Tilkynnt var um nítján teikni- myndir í fyrra. Samkvæmt reglum Óskarsakademíunnar verða þrjár teiknimyndir til- nefndar til verðlaunanna ef átta myndir koma til greina í byrjun en fimm tilnefndar ef sextán eða fleiri koma til greina, að því er Variety greindi frá. Tilkynnt verður um þær fimm teiknimyndir sem verða tilnefnd- ar til Óskarsins 15. janúar, á sama tíma og tilkynnt verður um aðrar Óskarstilnefningar. Þrjár teiknimyndir hafa feng- ið mesta aðsókn á þessu ári, eða How to Train Your Dragon 2, Rio 2 og The Lego Movie. Samanlagt hafa þær halað inn 1,5 milljarða Bandaríkjadala í miðasölunni á heimsvísu, eða rúma 180 millj- arða króna. Margir binda einnig miklar vonir við Big Hero 6 sem verður frumsýnd vestanhafs um helgina. Tuttugu myndir eiga möguleika Tuttugu teiknimyndir koma til greina þegar tilkynnt verður um Óskarstilnefningarnar á næsta ári. LEGO MOVIE Gæti hlotið Óskars- verðlaunin á næsta ári. BIG HERO 6 Teikni- myndin verður frumsýnd vestan- hafs um helgina. Nettur og góður hvíldarstóll með háu baki og stillanlegum hnakkapúða Margir litir í boði. Margar tegundir af rúmgöflum. Fáanleg sem rafmagnsrúm. Henson Design Glæsilegur og virkilega vandaður svefnsófi frá Ítalíu. Fallegur horn- og tungusófi með hvíldarstól í enda. Margir litir í boði. EzzyYuni Demetra svefnsófi BÍÓFRÉTTIRAFMÆLISBARN DAGSINS 26 ára Emma Stone, leikkona Þekktust fyrir: The Amazing Spider- Man Gæti leikið Jobs Michael Fassbender er nýjasti leikarinn sem er orðaður við hlut- verk Steve Jobs, stofnanda Apple, í væntanlegri kvikmynd Dannys Boyle um ævi hans. Áður hafði Christian Bale verið orðaður við hlutverkið. Hann hafði lýst yfir áhuga á því en fannst það á endanum ekki henta sér. Myndin er byggð á handriti Aarons Sorkin (The Social Network) og ævi- sögunni eftir Walter Isaacson sem kom út 2011. Hætt í Pirates Keira Knightley efast um að hún eigi eftir að snúa aftur í Pirates of the Caribbean-myndirnar en fimmta myndin, Dead Men Tell No Tales, er í undirbúningi. „Ég efast um það. Þetta var frábær tími í mínu lífi en þetta tók fimm ár. Þetta var æðislegt en ég sé mig ekki snúa aftur þangað,“ sagði hin 28 ára Knightley við Digital Spy. Hún varð heimsfræg fyrir að leika Elizabeth Swann í þessum vin- sæla kvikmyndabálki. FRUMSÝNINGAR Nightcrawler Spennumynd Aðalhlutverk: Jake Gyllenhaal, Bill Paxton og Rene Russo. 8,4/10 9,3/10 Interstellar Ævintýramynd Aðalhlutverk: Matthew McCon- aughey, Anne Hathaway og Jessica Chastain. Tímaflakksmyndin Inter- stellar eftir Christoph- er Nolan kom út á dög- unum og hefur fengið góða dóma. Myndin var að hluta til tekin upp á Íslandi, þar á meðal á Svínafellsjökli, en eins og alþjóð veit verður landið stöðugt vinsælli tökustað- ur meðal erlendra kvik- myndagerðarmanna. Í tilefni af því að Inter- stellar verður frumsýnd á morgun tók Frétta- blaðið saman nokkrar af bestu myndunum sem hafa verið teknar upp hérlendis á undanförn- um árum. Upptökur á Íslandi verða sífellt vinsælli Ísland verður sífellt vinsælli áfangastaður erlendra kvikmyndagerðarmanna eins og stórmyndin Interstellar ber vott um. Margar frægar myndir hafa verið teknar hér upp, þar á meðal Flags of Our Fathers og The Secret Life of Walter Mitty. FLAGS OF OUR FATHERS/LETTERS FROM IWO JIMA (2006) Á Reykjanesskaganum fann Clint Eastwood hið fullkomna landslag til að líkja eftir svörtum söndum Iwo Jima fyrir stríðsepíkina Flags of Our Fathers og Letters From Iwo Jima. THE SECRET LIFE OF WALTER MITTY (2013) The Secret Life of Walter Mitty eftir Ben Stiller var meðal annars tekin upp á Grundarfirði, Vatnajökli, Seyðisfirði, Höfn og í Stykkishólmi. BATMAN BEGINS (2005) Tekið var upp á Skaftafelli, Svínafellsjökli, Vatnajökli og í Öræfasveit fyrir fyrstu myndina í Batman-þrí- leik Christophers Nolan, Batman Begins. 8,3/10 7,1/10 7,4/10 PROMETHEUS (2012) Undir Heklu og Dettifossi fann leikstjórinn Ridley Scott rétta landslagið fyrir hina dularfullu plánetu í Prometheus. 7,1/10

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.