Fréttablaðið - 06.11.2014, Síða 66
6. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 50
Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista
Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2 og K100,5.
Auk þess er tekið mið af sölu og spilun á Tónlist.is og spilun á Spotify. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymundsson,
12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, Samkaup, Kaupfélag Skagfirðinga, Lucky Records, Vefverslun Record Records, N1 og tonlist.is
LAGALISTINN TÓNLISTINN
30.10.2014 ➜ 5.11.2014
1 Meghan Trainor All About That Bass
2 Taylor Swift Shake It Off
3 Kaleo All The Pretty Girls
4 Ásgeir Trausti Stormurinn
5 Tove Lo Habits (Stay High)
6 Sam Smith I’m Not The Only One
7 George Ezra Blame It On Me
8 Nýdönsk Nýr maður
9 Hozier Take Me To Church
10 Prins Póló París norðursins
1 Skálmöld Með vættum
2 Ýmsir Pottþétt jól (2014)
3 Raggi Bjarna 80 ára
4 Páll Rósinkranz 25 ár
5 Hjálmar Skýjaborgin
6 Valdimar Batnar útsýnið
7 Ýmsir SG jólalögin
8 Ragga Gröndal Svefnljóð
9 Sólstafir Ótta
10 Dúndurfréttir The Wall
„Það er ekki mjög indælt veður
hérna í Bretlandi,“ segir Hugh
Cornwell, best þekktur sem fyrr-
verandi leiðtogi pönksveitarinnar
The Stranglers. Hann mun troða
upp á Gamla Gauknum 13. des-
ember. „Það er mjög grátt og kalt
en þetta undirbýr mig vel fyrir
Ísland.“
Cornwell hætti í The Stranglers
í byrjun tíunda áratugsins en hann
var einn af upprunalegum meðlim-
um sveitarinnar. Stranglers spiluðu
á Íslandi árið 1978 og höfðu gríðar-
leg áhrif á íslenska tónlist, enda
var hugtakið „pönk“ algjört nýyrði
á þessum tíma.
„Þetta voru ótrúlegir tónleikar en
það var ansi stór prósenta af íbúum
eyjunnar á þessum tónleikum, eitt
eða þrjú prósent,“ segir Cornwell.
„Þetta voru alveg ógleymanleg-
ir tónleikar. Allir trylltust og ég
skemmti mér mætavel.“ Að sögn
Cornwells fékk hann lopapeysu að
gjöf frá þáverandi borgarstjóra,
Agli Skúla Ingibergssyni. „Ég á
hana ennþá þó hún sé smá götótt.
Þetta er eins og listaverk og hefur
haldið á mér hita í mjög langan
tíma. Kannski get ég hitt nýja borg-
arstjórann í þetta skiptið,“ segir
Cornwell í léttum dúr.
Á tónleikunum mun Cornwell og
sveit hans spila lög af nýrri plötu
hans, Totem and Taboo, í bland
við eldra sólóefni og Stranglers-
lög. Hann segist ekki fá leið á því
að spila gömlu lögin þar sem hann
hafi viljandi sleppt því að nota
hljómborð, sem var eitt af sér-
kennum Stranglers. „Við þurfum
Geymdi lopapeysuna
frá Agli Skúla í 36 ár
Hugh Cornwell, fyrrverandi söngvari og gítarleikari The Stranglers, snýr aft ur til
Íslands í desember. Hann fékk lopapeysu að gjöf frá borgarstjóra árið 1978.
KYRKJARINN Hugh Cornwell spilaði hér árið 1978 þegar pönk var nýyrði.
MYND/ÚR EINKASAFNI
The Stranglers voru ein vinsælasta hljómsveitin sem kom út úr bresku
pönksenunni. Þó að pönkstimpillinn hafi alltaf fylgt sveitinni hefur hún
spilað margar mismunandi stefnur svo sem nýbylgju, lista- og gotarokk
og fágað popp. Fræg lög með The Stranglers eru til dæmis Golden Brown,
Peaches, No More Heroes og Walk On By, sem hefur verið kallað eitt besta
koverlag allra tíma.
Kyrkjararnir gömlu
STRANGLERS
Á Keflavíkur-
flugvelli árið
1978.
MYND/TIMARIT.IS
„Þetta var bara yndislegt,“ segir
tónlistarmaðurinn Júníus Mey-
vant sem spilaði fyrstu utandag-
skrár-tónleikana á Iceland Air-
waves-hátíðinni í gær, sem fóru
fram á elliheimilinu Grund. „Þetta
voru svaka góðir áhorfendur og það
var mjög vel tekið í þetta.“
Júníus segist vera afskaplega til
í að spila aftur á Grund en þá muni
hann kannski taka fleiri íslensk lög.
„Það er alltaf gaman fyrir fólkið að
syngja slagara frá sinni tíð en auð-
vitað alltaf gaman að heyra eitthvað
nýtt líka,“ segir hann. - þij
Yndislegt að spila fyrir gamla fólkið
Júníus Meyvant spilaði á elliheimilinu Grund á fyrstu tónleikum Airwaves.
að vera frumlegir og spila hljóm-
borðsstefin á önnur hljóðfæri,
þannig að við erum að blása nýju
lífi í þessi gömlu lög.“
Cornwell vann nýju plötuna
með Steve Albini, einum virtasta
upptökustjóra tónlistarheimsins.
„Hann er ótrúlegur og það var
sönn ánægja að vinna með honum.
Mér var sagt í byrjun að það væri
erfitt að vinna með honum en ég
skil bara alls ekki hvað var verið
að tala um. Hann var herramaður,
mjög skemmtilegur og skilnings-
ríkur. Hann vann mjög hratt en
við gerðum plötuna á tíu dögum.
Hann var líka ánægður því að við
vissum hvað við vildum gera og
það þýddi að hann þyrfti ekki að
taka mikið af ákvörðunum,“ segir
Cornwell. „Hann er góður í að láta
allt hljóma rétt, í því felst snilli-
gáfa hans.“
Cornwell vinnur nú að sinni
þriðju skáldsögu ásamt því að
gera stuttmyndir upp úr hverju og
einu lagi á Totem and Taboo. „Ég
fattaði að enginn annar hafði gert
þetta, að ég held, þannig að ég er
að framleiða stuttmynd samhliða
hverju og einu lagi á plötunni.“
thorduringi@frettabladid.is
SÁTTUR Áhorfendur tóku
vel í tónlist Júníusar.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Töfrahurð auglýsir eftir söng- og leikelskum
stelpum á aldrinum 10-12 ára til að taka þátt í
nýjum söngleik fyrir börn, „Björt í sumarhúsi“ eftir
Elínu Gunnlaugsdóttur við texta Þórarins Eldjárns.
Hlutverk söngleiksins eru fjögur, afi (Jón Svavar Jósepsson) og
amma (Valgerður Guðnadóttir), hlaupagikkur (Gissur Páll Gissurar-
son) og stúlkan Björt. Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir. Söngleikurinn
verður frumsýndur á Myrkum músíkdögum í Hörpu þann 1. febrúar
2015 og fara æfingar fram í janúar.
Efnt verður til prufusöngs sunnudaginn 23. nóvember. Þær stelpur
sem hafa áhuga á að taka þátt sendi umsókn með upplýsingum um
sig, tónlistarnám og eða þátttöku í kór/leikstarfi á netfangið
tofrahurd@tofrahurd.is. Þeir þátttakendur úr hópi umsækjenda
sem verða valdir til að koma í prufusöng fá sendar nótur að tveimur
lögum sem þeir verða beðnir að flytja í prufusöngnum.
Umsóknarfrestur er til og með 17. nóvember.
Vilt þú taka þátt
í söngleik?
Save the Children á Íslandi