Fréttablaðið - 06.11.2014, Side 70
6. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 54
BAKÞANKAR
Kjartans Atla
Kjartanssonar
Fólk á Vesturlandi þarf nú að safna aftur fyrir sneiðmyndatæki, eftir að
það gamla bilaði. Gamla tækið var keypt
árið 2006 og söfnuðu einstaklingar, fyrir-
tæki og frjáls félagasamtök fyrir því,
eins og sagt var frá á Vísi í vikunni.
Á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Vestur-
lands (HVE) kemur fram að tækið hafi
verið mikið notað; alls sautján hundruð
sinnum á síðasta ári.
HVE á hollvinasamtök sem betur fer.
Hópur af fólki sem finnur fyrir sam-
félagslegri ábyrgð berst nú fyrir því
að safna fyrir nýju tæki. Fyrir tilvilj-
un áttu fulltrúar hollvinasamtakanna
bókaðan fund með heilbrigðisráðherra
skömmu eftir að sneiðmyndatækið bilaða
var tekið úr notkun. Þá var búið að safna
rúmlega helmingnum af þeim fjörutíu
milljónum sem nýtt tæki kostar.
Og ég skal viðurkenna að maður
bjóst við því að ríkið myndi
bara reiða fram tuttugu
milljónir og tryggja að íbúar
á Vesturlandi hefðu sitt eigið
sneiðmyndatæki til umráða
og þyrftu ekki að ferðast til
höfuðborgarinnar til að sækja þá þjónustu.
Það er eiginlega hægt að segja sér að ef
einhver þarf á sneiðmynd að halda er hún
eða hann líklega veik/ur og þá er væntan-
lega æskilegt að forðast löng ferðalög.
NEI, er svarið, ef þið voruð að velta fyrir
ykkur hvort ríkið ætlaði að borga helming-
inn í nýju sneiðmyndatæki, einhverju sem
er í öllum landshlutum og hlýtur að teljast
hluti af grunnþjónustunni. Ríkið „mun
styðja við endurnýjun tækisins með því
að tryggja fjármögnun hluta kaupanna“,
eins og segir í fréttatilkynningu hollvina-
samtakanna, sem safna enn peningum til
að kaupa tæki sem ætti að vera til. Til að
kaupa tækið aftur.
MAÐUR hefur fullan skilning á því að
það séu ekki alltaf til peningar. En maður
hlýtur samt að spyrja sig hver forgangs-
röðunin sé. Það liggur fyrir að ríkið ætlar
ekki að kaupa nýtt sneiðmyndatæki og
ætlar ekki einu sinni að borga helminginn
í því. Þá spyr maður sig hvort sú ákvörðun
sé til komin vegna þess að ríkið hafi ekki
efni á því, eða hvort ríkið hafi ekki áhuga
á því.
Að þurfa að safna fyrir sjálfsögðum hlut
Leikarinn Robert Downey Jr. og
eiginkona hans, Susan Downey,
eignuðust dóttur fyrir stuttu
samkvæmt heimildum tímarits-
ins People.
Fyrir á parið soninn Exton
Elias sem er tveggja og hálfs árs.
Hinn 49 ára Downey Jr. er hvað
þekktastur í síðari tíð fyrir að
leika Iron Man, eða Járnmann-
inn, og leikur hann hasarmynda-
hetjuna næst í myndinni Aven-
gers: Age of Ultron.
Downey Jr., sem átti fyrir son-
inn Indio, 21 árs, úr fyrra hjóna-
bandi, kynntist Susan árið 2003
og gengu þau í það heilaga tveim-
ur árum síðar.
Járnmaðurinn
eignaðist barn
EIGNUÐUST ANNAÐ BARN Robert
Downey Jr. og Susan Downey eignuðust
dóttur fyrir skömmu. NORDICPHOTOS/GETTY
Leikkonan Angelina Jolie segist
í viðtali við Vanity Fair ekki úti-
loka feril í stjórnmálum.
„Þegar þú vinnur við góð-
gerðarstarfsemi ertu meðvituð
um að það þurfi að gefa stjórn-
málum gaum,“ sagði Jolie. „Ef þú
vilt gera einhverjar öfgakenndar
breytingar þá berðu ábyrgð.“
Jolie sagðist ekki vita í hvaða
starfi hún gæti gefið meira af sér.
„Ég er meðvituð um það sem ég
geri,“ sagði hún.
Aðspurð um hvort hún sæi
fyrir sér að fara út í stjórnmál
eða utanríkisþjónustuna sagðist
Jolie vera opin fyrir ýmsu.
Útilokar ekki
stjórnmálin
ANGELINA JOLIE Góðgerðarstarfsemi
skiptir hana mjög miklu máli.
Tónlistarmaðurinn Justin Timber-
lake og leikkonan Jessica Biel eiga
von á sínu fyrsta barni samkvæmt
heimildum tímaritsins Us Weekly.
„Núna eru þau að njóta þessara
frétta. Þau vilja bara hamingju-
samt barn,“ segir heimildarmað-
ur tímaritsins.
Timberlake og Biel voru í eins
konar haltu mér-slepptu mér sam-
bandi í fimm ár áður en þau trúlof-
uðu sig í janúar árið 2012. Í októ-
ber sama ár gengu þau svo í það
heilaga.
Þau hafa haft í nægu að snúast
síðasta ár sem þýðir vonandi að
þau geti tekið sér frí þegar barnið
kemur í heiminn. Eins og Íslend-
ingar ættu að vita hefur Justin
Timberlake ferðast um heiminn
með tónleika sína en Biel hefur
verið dugleg að fara með ástmanni
sínum í tónleikaferðalög.
Í síðustu viku ýtti popparinn
undir orðróminn um óléttuna
þegar hann mætti einn á amfAR
Gala-viðburðinn í Los Angeles án
þess að Biel væri með í för.
Í ágúst var því haldið fram að
parið væri að reyna að eignast
barn eftir að Biel átti að hafa sagt
manni sínum að hún ætlaði að fara
til sérfræðings í frjósemisaðgerð-
um.
Timberlake og Biel voru í eins
konar haltu mér-slepptu mér sam-
bandi í fimm ár áður en þau trúlof-
uðu sig í janúar árið 2012.
Timberlake og Biel eiga von á fyrsta barninu
Popparinn Justin Timberlake og leikkonan Jessica Biel eiga von á barni. Þau gift u sig í október 2012.
SPENNT Parið er afar spennt fyrir komu erfingjans í heiminn. NORDICPHOTOS/GETTY
Á seinustu árum hefur orðið bylt-
ing í kokteilmenningu á Íslandi.
Nú er enginn bar með börum
nema boðið sé upp á dýrindis kok-
teila og barþjónninn sé jafnvígur
á barnum og kokkurinn er í eld-
húsinu.
Slippbarinn fékk í heimsókn
Bretann Tim Judge sem er stjarna
í barþjónaheiminum en þegar
blaðamann og ljósmyndara bar
að garði var hann að undirbúa
Master Class á barnum en það var
Ölgerðin sem fékk hann til lands-
ins. Judge er svokallaður „global
brand ambassador“ fyrir Bulleit-
viskí, Ron Zacapa-romm og fleiri
tegundir ásamt því að vera kenn-
ari í World Class Bartending, virt-
ustu barþjónakeppni heims.
„Ég kom frá Lundúnum á mánu-
daginn og hef síðan verið að vinna
með bestu barþjónum Íslands. Ég
hef verið að kynna þeim Bulleit-
búrbon og rúgviskí ásamt því að
tala um sögu amerísks viskís.
Það er mjög áhugavert af því að
það er ekki hægt að tala um sögu
amerísks viskís án þess að tala
um sögu Ameríku sjálfrar,“ segir
Judge. Hann sýndi okkur hvern-
ig á að gera hinn fullkomna mint
julep-kokteil. „Þetta er sígildur
drykkur og var vinsælasti kok-
teill Ameríku á 19. öld, rétt eins
og Martini var á 20. öldinni. Þetta
er einn umræddasti kokteill allra
tíma, gríðarlegt magn af prósa
og ljóðum hefur verið skrifað um
hann og hann hefur jafnvel komið
fyrir í The Simpsons,“ segir hann.
tordur@frettabladid.is
Kokteilmeistari sýnir listir sínar
Fréttablaðið kom við hjá barþjóninum Tim Judge, sem blandaði gæða-mint julep.
GULLFALLEGUR DRYKKUR
„Svo er auðvelt að vera frumlegur– þú
getur bætt við hvaða ferskum berjum
sem er, hvaða sterku áfengi sem er. Það
er hægt að krydda hann upp, breyta
bragðinu. Þetta er gullfallegur drykkur.“
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
LÍTIÐ MÁL
„Þetta er mjög einfaldur drykkur, það
eina sem þú þarft er viskí, minta, sykur
og mikið af muldum ís.
Þú drekkur hann með röri og
rekur nefið í mintulaufin, þannig að
drykkurinn er arómatískur, jafnvel
áður en þú færð þér sopa. Þetta er
frábær sumarkokteill, svo frískandi og
gómsætur.“
PENINGAPOKI
„Fyrst setjum við ísinn í svokallaðan
Lewis-poka, sem er einfaldlega pen-
ingapoki úr bankanum. frábær leið til
að mylja ísinn. Fáðu þér stóran hamar
og taktu út reiðina. Pokinn sýgur í sig
rakann úr bráðnandi ísnum af því að
hann er úr vefnaði þannig að við fáum
svona góðan og þurran ís í staðinn fyrir
blautan ís. Það kemur í veg fyrir að
drykkurinn vatnsblandist of fljótt.“
ÁLFABAKKA
AKUREYRI
EGILSHÖLL
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
„BESTA SVEPPAMYNDIN TIL ÞESSA“
H.J. FRÉTTATÍMINN
T.V. - BÍÓVEFURINN.IS
-V.J.V, SVARTHOFDI.IS -G.D.Ó, MBL
-V.G., DV
GRAFIR OG BEIN KL. 8 - 10.15
FURY KL. 9
HEMMA KL. 5.45
BORGRÍKI KL. 8 - 10.10
GONE GIRL KL. 5.45 - 9
BOYHOOD KL. 5.30
PARÍS NORÐURSINS KL. 5.45
GRAFIR OG BEIN KL. 5.30 - 8 - 10.15
GRAFIR OG BEIN LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.15
FURY KL 5 - 8 - 10.45
BORGRÍKI KL 8 - 10.10
GONE GIRL KL. 8
THE MAZE RUNNER KL. 5.30
SS ÖKA ATR LLIN ÍSL TAL2D KL. 3.30 - 5.45
SMÁHEIMAR 2D KL. 3.30
8, 10:10(P)
6, 8
10:10
5:50, 8, 10:10
5:50