Fréttablaðið - 28.11.2014, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.11.2014, Blaðsíða 16
28. nóvember 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 16 EVRÓPUSAMBANDIÐ Stofnanir Evrópu sambandsins eru í vax- andi mæli farnar að skipta sér af starfsemi bandaríska netris- ans Google. Í gær samþykktu þingmenn Evrópuþingsins álykt- un um að leitarþjónusta Google verði aðskilin frá annarri þjón- ustu fyrirtækisins. Ályktunin er ekki bindandi, en var samþykkt með 384 atkvæðum gegn 174. Við atkvæðagreiðsluna í gær sátu 56 þingmenn hjá. Þá hefur rannsókn á Google verið í gangi í fjögur ár á vegum samkeppniseftirlits Evrópusam- bandsins, og snýst sú rannsókn um það hvort Google misnoti sér yfirburðastöðu sína sem helsta leitarvél á vefnum. Til dæmis gæti Google þess að önnur þjón- usta fyrirtækisins, eins og til dæmis kortavefur Google, lendi efst eða ofarlega á lista þegar fólk leitar að slíku. „Þegar fyrirtæki er nánast með einokunarstöðu þá þarf það hreinlega að sætta sig við að geta ekki boðið upp á allt í einu,“ segir þýski Evrópuþingmaðurinn Jan Philipp Albrecht, úr flokki Græn- ingja, í viðtali við þýska sjón- varpið ARD. Fyrr á árinu kvað Evrópudóm- stóllinn upp þann úrskurð að Google beri að verða við óskum um að niðrandi efni um einstak- linga á netinu „gleymist“ fari viðkomandi einstaklingar fram á það. Á miðvikudaginn lýsti svo persónuvernd Evrópusambands- ins því yfir að þessi „réttur til að gleymast“ eigi ekki einungis að gilda um efni á landsvefjum Google heldur einnig um efni á almenna vefnum Google.com. Bandarísk stjórnvöld hafa varað Evrópuþingið við af- skiptum af rekstri Google. Fasta- fulltrúar Bandaríkjanna sendu fyrr í vikunni frá sér yfirlýsingu, þar sem þeir segjast hafa áhyggj- ur af því að evrópskir stjórn- málamenn reyni að hafa áhrif á rannsókn samkeppniseftirlitsins. Þingmenn Evrópuþingsins hafa hins vegar sagt mikilvægt að leitar þjónusta Google verði óhlutdræg og gagnsæ. Neyt- endur eigi að fá aðgang að leitar- aðferðum Google, og reyndar annarra leitar véla einnig. Gæta verði þess að leitarvélar séu ekki í reynd auglýsingaþjónusta fyrir tilteknar vörur. Þessi afskipti stofnana Evrópu- sambandsins af starfsemi Google minna reyndar töluvert á afskipti Evrópusambandsins af tölvuris- anum Microsoft, sem á endanum neyddist til að aðskilja að mestu netvafra sinn, Internet Explorer, frá Windows-kerfinu. gudsteinn@frettabladid.is Þegar fyrirtæki er nánast með einokunar- stöðu þá þarf það hrein- lega að sætta sig við að geta ekki boðið upp á allt í einu. Evrópuþingmaðurinn Jan Philipp Albrecht www.siggaogtimo.is VIÐSKIPTI Danski fjárfestirinn Lars Grundtvig ætlar að kæra til Umboðsmanns Alþingis verklag tengt undanþágum frá gjaldeyris- höftum. Fram kemur í bréfi Grundtvigs til fjármálaráðherra undir lok október að hann furði sig á svari ráðuneyt- isins um að ekki sé hægt að kæra þangað ákvörðun Seðlabankans um að hafna umsókn hans um undan- þágu frá gjaldeyrishöftum. Áður hefur komið fram að Grundtvig seg- ist þurfa undanþágu vegna breyt- inga á erfðalögum í Danmörku. „Í þessari stöðu verður kvörtun send Umboðsmanni. Síðan kemur í ljós hvort þjóð þinni er stjórnað af lögum eður ei,“ segir Grundtvig í bréfi sínu til fjármálaráðherra. Hann bendir á að ekki sæmi þjóð- inni að „halda áfram að stela eign- um“ annarra. Það komi síðar í bakið á mönnum. „Land þitt gerir sitt ýtr- asta til að tapa vinum sínum.“ Þegar fimm mánuðir voru liðnir frá því að Grundtvig sótti um undan þágu, í janúar síðastliðnum, skrifaði hann Seðlabankastjóra bréf með samantekt á máli sínu. Þar seg- ist hann vonast eftir svörum fljót- lega. Hinn valkosturinn sé að leita svara í gegnum þingmann sinn á Evrópuþinginu. Það sé hins vegar neyðarúrræði. Morten Løkke- gaard, Evrópuþingmaður danska hægriflokksins Venstre, lagði fram fyrir spurn á þinginu 19. febrúar. Þá spurði hann framkvæmdastjórn ESB um áhrif gjaldeyrishaftanna á EES-samninginn og hvort hún hygðist gera breytingar á samningn- um vegna brota Íslands á ákvæði um frjálst flæði fjármagns. Eins spurði hann hvort framkvæmda- stjórnin teldi sig gæta hagsmuna fyrirtækja innan ESB sem hefðu þá verið föst með fé á Íslandi í hálfan áratug vegna haftanna. Í svari framkvæmda- stjórnarinnar í apríl eru höftin enn sögð samrýmast EES-samn- ingnum. Draga ætti úr þeim hægt og rólega. - óká MÁR GUÐMUNDSSON MORTEN LØKKEGAARD Danski fjárfestirinn Lars Grundtvig segir Íslendinga fæla frá sér vini sína með framkomu við erlenda fjárfesta: Vísar skorti á kæruferli til Umboðsmanns Alþingis LARS GRUNDTVIG Þrýstingur á Google vex Þingmenn á Evrópuþinginu samþykktu í gær ályktun um að netrisinn Google þurfi að aðgreina leitarþjónustu sína frá annarri þjónustu. Samkeppniseftirlit ESB er einnig að kanna hvort Google misnoti yfirburði sína. RAFLÍNUR Alþingi ræðir ný raforkulög. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KÓPVOGUR Fulltrúar minnihlut- ans í bæjarráði Kópavogs fá ekki áætlanir sem sviðsstjórar og for- svarsmenn stofnana lögðu fram við gerð fjárhagsáætlunar 2015. Fulltrúar meirihlutans segja áætlanir sviðsstjóranna koma fram í fjárhagsáætlun. „Þá er það ítrekað að bæjarfulltrúum hefur verið boðið að hitta sviðsstjóra og bæjarstjóra og fara yfir málin með frekari skýringum og er það áréttað hér.“ - gar Minnihlutinn í Kópavogi: Mega sjá gögn en ekki fá þau ORKUMÁL Skipulagsnefnd Akur- eyrar segir stöðu sveitarfélaga gagnvart skipulagi flutnings- kerfa raforku veikta með því að binda hendur þeirra í kerfis- áætlun. Þetta kemur fram í umsögn um frumvarp um breyt- ingar á raforkulögum. „Enginn sveigjanleiki er fyrir hendi í núverandi drögum gagn- vart sveitarfélögum varðandi samræmingu skipulagsáætlana vegna verkefna í staðfestri tíu ára kerfisáætlun. Það vekur upp spurningar um hversu réttlæt- anlegt það sé að gera sveitar- stjórnir fortakslaust skyldugar til að taka upp þau verkefni sem tilgreind eru í kerfisáætlun.“ - gar Akureyringar um frumvarp: Veikir stöðu sveitarfélaga YFIRBURÐASTAÐA Leitarvél Google mótar mjög netnotkun fjölda fólks. NORDICPHOTOS/AFP GRÆNLAND Sósíaldemókrataflokk- urinn Siumut hefur verið að vinna fylgi á síðustu dögum samkvæmt skoðanakönnunum, og virðist ætla að verða stærsti flokkurinn eftir kosningarnar í dag. Í skoðanakönnun frá því á mið- vikudag er honum spáð 36,7 pró- sentum atkvæða, sem að vísu er töluvert fylgistap frá síðustu kosn- ingum þegar flokkurinn fékk 43,2 prósent atkvæða. Siumut kæmist þar með aftur í lykilstöðu við stjórnarmyndun, þrátt fyrir að spillingarmál hafi valdið falli fráfarandi stjórnar flokksins. Vinstriflokkurinn Inuit Ataqatigi- it hefur að sama skapi dalað nokkuð í skoðanakosningum undanfarið og stendur nú á svipuðum stað og í síð- ustu kosningum, með 34,5 prósent atkvæða. Aðeins hálft annað ár er frá því Grænlendingar kusu sér síðast þing. Aleqa Hammond, forsætisráð- herra fráfarandi stjórnar og leið- togi Siumut, neyddist til að segja af sér í byrjun október. Hún hafði þá viðurkennt að hafa notað opin- bert fé til þess að greiða flugmiða og hótelgistingu fyrir sig og fjöl- skyldu sína. Efnahagsvandræði og efnahags- óvissa hafa hrjáð Grænlendinga undanfarin misseri. Horfin að stóru leyti er sú mikla bjartsýni, sem ríkti fyrir fáum árum, um að Grænlendingar gætu á skömmum tíma aflað sér nægilegra tekna til þess að standa sjálfir undir rekstri sjálfstæðs ríkis. Tekjurnar áttu að koma af námu- rekstri, með fjármögnun erlendra stórfyrirtækja. Þessu tengist eitt umdeildasta málið fyrir þessar kosningar, sem er bann við úran- námurekstri. Fráfarandi ríkisstjórn nam þetta bann úr gildi. - gb Grænlendingar kjósa sér þing í dag, aðeins hálfu öðru ári eftir síðustu kosningar: Siumut að ná sér á strik á lokasprettinum ALEQA HAMMOND Forsætisráðherra fráfarandi stjórnar sagði af sér vegna spill- ingarmáls. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.