Fréttablaðið - 28.11.2014, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 28.11.2014, Blaðsíða 24
28. nóvember 2014 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 24 Ég fór í síðdegiskaffi til frænku minnar um dag- inn. Hún er af gamla skól- anum og heimilið hennar ber vott um ráðvendni og nægjusemi. Dánarfregnir og jarðar- farir glumdu úr útvarpinu sem var hátt stillt. Það var heitt í íbúðinni og heitt kaffið kældi ekki beint. Á veggnum á móti mér hékk eftirprentun af frægri mynd. Hún sýndi eldri mann með trausta andlitsdrætti, munnurinn ein- beittur og augun blá eins og him- inninn og hafið. Hann var í sjó- galla með sjóhatt á höfði. Þetta var hetja hafsins, hinn íslenski sjómaður. Úrræðagóður á ögurstund, sterkur og fagur. Faðir okkar allra. Hann, ásamt íslenska bónd- anum, hefur séð þjóðinni fyrir lífs- björginni um aldir. Íslendingum er það nauðsyn eins og öðrum þjóðum að eiga sínar alþýðuhetjur. Hjá okkur voru það náttúrulega fornhetjurnar og svo nær í tíma sjómennirnir, far sælir bændur og verkalýðshetjur sem börðust fyrir rétti láglaunafólks. En nú er öldin önnur. Við höfum ekki tíma fyrir svona gamaldags hetjur, enda ná bændur og sjómenn engan veginn að halda í við þær kröfur sem við setjum sem búsetuskilyrði í þessu landi. Verkalýðshetjan er löngu útdautt fyrirbæri. Nýjar hetjur Við getum þó glaðst yfir því að í stað gömlu lummulegu alþýðu- hetjanna eru komnar nýjar hetjur fram á sjónarsviðið. Ein þeirra er ung og smart og á peninga, mikla peninga. Þeir vinna oft í banka- geiranum við að passa og ávaxta sparnað fólksins! Svo eru það slóttugir athafnamenn sem með athöfnum sínum skilja eftir sig sviðna jörð í gjaldþrotum og afskriftum sem þýðir að þeir láta þjóð- ina borga skuldir sínar. Þar sem við Íslend ingar erum gráðugir, nýjungagjarnir og slakir í prinsippum er upplagt að líta svo á að bankastrákar og athafna glæpamenn geti leitt þjóð- ina til meiri vegsemda. Við snobbum fyrir svikulu viðskiptamódeli jöfranna Orðið „útrás“ er kallmerki þjóðar- innar. Öll erum við að ráðast út. Við leggjum undir okkur önnur lönd, við kaupum allt og erum frek og hávaðasöm rétt eins og víking- arnir, forfeður okkar. Hinar nýju frelsishetjur, hið nýja afl ráðskast með stjórn- málamennina og jafnvel hið háa Alþingi. Hornsteininn, klettinn, sem þjóðin á að geta treyst. Við stöndum opinmynnt í undir- okaðri forheimskun og dáumst að peningamönnunum. Dagblöð og slúðurblöð keppast við að birta lífsreynsluviðtöl sem reynast heldur bragðlítil enda við- mælendurnir vart búnir að slíta barnsskónum. Þeir eru svo ótrúverðugir að fólk finnur til ógleði yfir öllu saman. Það versta við nýríkidæmi Íslendinga er að okkur skortir alla hefð fyrir ríkidæmi. Við högum okkur þess vegna eins og ofdekraðir krakkar með fulla vasa af sælgæti. Félags- hyggja og náungakærleikur eru tabú. Allir berjast um á hæl og hnakka við að komast að kjötkötl- unum og skiptir þá engu hverjir troðast undir í þeim hildarleik. Að sama skapi slitnar tenging milljarðamæringanna við fólkið sem byggir landið. Pen ingum fylgir vald eins og allir vita og þess vegna ráða nýju frelsis- hetjurnar gífurlega miklu um það hvernig hinn hefðbundni Íslend- ingur lifir. Stærstur hluti hinnar svokölluðu millistéttar er að hverfa eða samsama sig lágstétt- inni. Eftir stendur yfirstétt sem hefur allt; peninga og völd. Lágstéttin er valdalaus og algjörlega ofurseld valdhroka hinna. Mér varð litið á dagblað sem lá á eldhúsborðinu hjá frænku minni. Við mér blasti glottandi banka- strákur um þrítugt á forsíðunni. Hann hafði eignast nokkra millj- arða. Hann eignaðist þá á nokkr- um dögum af því að hann var svo duglegur í vinnunni sinni. Frænka mín hefur þrælað alla sína daga og hefur nú aðeins elli- lífeyrinn sinn sem skammtar naumt. Enginn talar um að hún hafi verið dugleg! Alþýðuhetjan Ég var átta ára þegar ég heyrði Helenu Eyjólfs fyrst syngja í útvarpinu. Ég stóð upp við útvarp- ið og grét af hrifningu. Ég man líka eftir frétta- tímum í sveitinni á sumr- in þegar ég var barn. Þá varð að ríkja þögn. Á kvöldin var þar sérstak- lega hlustað á sögu legan fróðleik. Þannig ólst ég upp við virðingu fyrir útvarpinu og fann mikilvægi þess. Ríkisútvarpið skiptir mig enn þá miklu máli. Á síðasta vori ákvað ég að hætta í föstu starfi. Ákvörðunin var afgerandi en ég hugsaði lítið út í hvað þetta skref hefði í för með sér. Breytingin hefur komið skemmtilega á óvart. Ég get verið meira ein með sjálfri mér en áður og get valið hvað ég geri og geri ekki. Þvílíkt frelsi; ég get sinnt sjálfboðastarfi, skrifað, haldið fyrirlestra, hlustað á erindi, sótt menningarviðburði, gengið og synt en staldra núna við það sem hefur gefið mér sérstaklega mikla ánægju síðustu mánuði. Útvarp allra landsmanna Með morgunkaffinu renni ég yfir dagskrá RÚV, Rás 1 og punkta hjá mér á hvað ég vil hlusta þann dag- inn. Ég vil hlusta á viðræðuþætti um líf fólks vegna þeirra marg- víslegu sjónarmiða sem fram koma. Þátturinn hennar Sigur- laugar Jónasdóttur, „Segðu mér“, er dæmi um slíkan þátt. Ýmsir aðrir viðræðuþættir um málefni líðandi stundar geta aukið skiln- ing og jafnvel umburðarlyndi. Bókmenntaþættirnir hennar Jór- unnar Sigurðardóttur eru óborg- anlegir svo ég tali ekki um þættina Samfélagið og Víðsjá þar sem umfjöll- unarefnin virðast óþrjót- andi. Ekki kemur til greina að missa af sögulegum fróðleik Ill- uga Jökulssonar þar sem hann geysist víða. Inn á milli er hvað eftir annað boðið upp á bráð- merkilegt efni eins og gagn rýnin umfjöllun Hjalta Hugasonar um trú, menningu og samfélag bar merki um fyrir stuttu. Þvílík dag- skrá, þvílíkt val. Ég hef áhuga á þjóðlegum fróðleik og val mitt á útvarpsefni litast af því. Þess vegna hlustaði ég oft á „Sagna- slóð“, en hvað varð um þáttinn? Á hátíðarstundum er talað um að Ríkisútvarpið sé útvarp allra landsmanna. Þannig á það líka að vera. Samtímis er stór hluti þjóðar- innar að hlusta á út varpið; bænd- ur um land allt, sjómenn á hafi úti, fólk í borg, bæjum og þorpum, ungir sem aldnir. Í gegnum þennan sterka miðil getur fólk fengið til- finningu fyrir því að það sé hluti af heild. Það er ekki lítill ávinn- ingur. Þess vegna er einnig nauð- synlegt að muna eftir fólkinu um allt land við dagskrárgerðina. Á því hefur verið nokkur meinbugur eftir að svæðisstöðvarnar nánast hurfu. Það er ljóst í mínum huga að Ríkis útvarpið hefur gríðar lega miklu hlutverki að gegna og það hlutverk þarf að vernda. Útvarpið okkar RÚV Kristín Aðalsteinsdóttir fv. prófessor ➜ Í gegnum þennan sterka miðil getur fólk fengið tilfi nningu fyrir því að það sé hluti af heild. Það er ekki lítill ávinningur. SAMFÉLAG Jökull Jörgensen tónlistarmaður ➜ Þetta var hetja hafsins, hinn íslenski sjómaður. Úrræðagóður á ögurstund, sterkur og fagur. Faðir okkar allra. Hann, ásamt íslenska bónd- anum, hefur séð þjóðinni fyrir lífsbjörginni um aldir. OPIÐ ALLA LAUGARDAGA 10 - 15 STÆRÐ 24/30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.