Fréttablaðið - 28.11.2014, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 28.11.2014, Blaðsíða 46
16 • LÍFIÐ 28. NÓVEMBER 2014 Þegar talað er um beinhimnu- bólgu er í raun verið að nota samheiti yfir þrjú mismun- andi einkenni. Algengast er að ástæða einkenna sé bólga og erting í himnunni sem um- lykur beinin á sköflungnum og aðliggjandi vöðvafesting- um. Áður en gert er ráð fyrir því að einkennin stafi af þessum orsökum er þó mikilvægt að útiloka það að um álagsbrot í sköflungnum eða um þrengsli í vöðvahólfum í fótleggnum sé að ræða. Beinhimnubólga getur stafað af mörgum mismunandi ástæðum. Algengt er að þeir sem hlaupa mikið og stunda íþróttir þar sem mikið er um hopp fái þessi einkenni sem og ef um of mikið æfingaálag eða miklar breytingar í æf- ingaálagi er að ræða. Rangur eða mikið slitinn skóbúnað- ur, röng staða fóta (þ.e. plattfótur), vöðvastífni í fótleggj- um, ósamræmi í vöðvastyrk fótleggja, ofþyngd og hart undirlag geta einnig verið áhættuþættir beinhimnubólgu. Einkenni beinhimnubólgu er verkur við neðri hluta sköflungs sem finnst við hreyfingu en hverfur við hvíld. Oft er hægt að finna fyrir og sjá bólgu yfir sköfl ungnum. Ef þessi einkenni gera vart við sig er mikilvægt að hefja strax aðgerðir til þess að minnka og koma í veg fyrir verkinn. Ef ekkert er gert í málinu getur verkurinn orðið einnig að þrálátum þreytuverk sem erfitt er að með- höndla. Meðferð við beinhimnubólgu er tiltölulega einföld. Hvíld er mjög mikilvæg og ekki skal æfa í gegnum sárs- aukann. Ef verkurinn gerir einungis vart við sig við ákveðnar æfingar skal breyta æfingaáætlun eða álagi. Forðast skal að hlaupa á mjög hörðu eða ósléttu undir- lagi. Ef verkurinn kemur fram við allar æfingar skal hvíla þar til verkurinn framkallast ekki við álag og eymsl- in yfir sköflungnum eru horfin. Mikilvægt er að velja skó- búnað sem hentar fótgerð hvers og eins. Hægt er að leita ráða með skógerðir hjá sérfræðingum í göngugreiningu. Gott er að vera með hita yfir sköflungnum á æfingum og þrýsti sokka eða legghlífar sem auka blóðflæðið í vöðv- unum. Einnig getur reynst hjálplegt að kæla sköflunginn strax eftir æfingu eða hita og kæla svæðið til skiptis. HVAÐ ER BEINHIMNUBÓLGA? Beinhimnubólga hrjáir marga þá sem stunda líkamsrækt af einhverju tagi. En af hverju fáum við hana og hvað er hægt að gera? Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur Mikilvægt er að nota réttan skóbúnað. Hægt er að minnka líkurnar á því að fá beinhimnubólgu með því að fara eftir eftirtöldum ráðum ● Mikilvægt er að hita vel upp fyrir allar æfingar. ● Auka æfingaá- lag jafnt og þétt og fara ekki of geyst af stað þegar byrjað er að hreyfa sig. ● Ef undirlag í æfing- um er breytilegt skal passa að breytingin eigi sér stað rólega og yfir einhvern tíma. ● Passa skal að nota réttan skóbúnað eftir æfingum, ekki hlaupa í æfinga- skóm heldur þar til gerðum hlaupa- skóm. ● Athuga skal með innlegg ef staða fóta er röng. 2 matskeiðar aloe vera-gel ½ þroskuð lárpera 1 matskeið fljótandi hunang 1 teskeið möndluolía 1½ matskeið haframjöl Stappið lárperuna niður með gaffli þangað til hún er án allra kekkja. Blandið hinum hráefnunum vel saman við með skeið. Berið á hreint and- lit og látið vera á í 15 mínútur. Hreinsið af með volgu vatni og þvottapoka. HEIMATILBÚINN MASKI FYRIR ÞURRA HÚÐ Þennan maska er einfalt að gera, lárperan er mjög rakagefandi og því er hann upplagður til þess að róa þurra húð yfir vetratímann. Hugsaðu vel um húðina yfir vetrartímann. JÓLA VERÐ- SPRENGJAN ER HAFIN! 50% Grensásvegi 8 - Sími 553 7300 Opið mán-fim 12–18, fös 12–19, lau 12–17 PEYSUR, BUXUR, BOLIR, LEGGINGS, TOPPAR, KJÓLAR, SKYRTUR, TÖSKUR, SKART OG FLEIRA AFSLÁTTUR AF ÖLLUM FATNAÐI GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ, GERÐU DÚNDUR KAUP FYRIR JÓLIN Heilsuvísir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.