Fréttablaðið - 28.11.2014, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 28.11.2014, Blaðsíða 60
28. nóvember 2014 FÖSTUDAGUR| MENNING | 36 TÓNLIST ★★★ ★★ Secretos. Spanish Music For Voice, Violin and Guitar. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Roncesvalles Duo ABU RECORDS Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzó- sópran hefur verið búsett á Spáni um árabil og þekkir spænska tón- list betur en aðrir söngvarar hér á landi. Hún hefur auðgað íslenskt menningarlíf svo um munar með slíkri tónlist, sem er annars aldrei á dagskránni á tónleikum, nema þegar gítarleikarar stíga á svið. Á geisladiskinum sem hér um ræðir er að finna spænska tónlist frá ýmsum áttum. Eitt verkið, Nav- arra Lullaby, er að vísu eftir breskt tónskáld, John Barber, en það er þó í spænskum anda. Eiginmaður Guðrúnar er gítar- leikari, Francisco Javier Jáuregui. Hann leikur með henni og ekki bara það, hann útsetur líka nokkur lög. Útsetningarnar eru flottar, lit- ríkar og líflegar. Gítarleikurinn er jafnframt kraftmikill, safaríkur og grípandi, akkúrat eins og spænsk tónlist á að hljóma. Söngur Guð- rúnar er sömuleiðis hrífandi fagur, einlægur og fullur af skáldskap. Tónlistin er heillandi í meðförum hennar. Aðra sögu er að segja um fiðlu- leik Elenu Jáuregui. Hann er býsna varfærnislegur og stífur. Það er engin ástríða í honum. Sem betur fer er fiðluleikarinn ekki í stóru hlutverki, en engu að síður lýtir hann heildarsvipinn á geisladisk- inum. Það er synd, því allt hitt er svo gott og hefði vel getað slegið í gegn. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Ef fiðluleikurinn væri betri væri þetta frábær geisladiskur. Hrífandi söngur, grár fiðluleikur GUÐRÚN JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR „Söngur Guðrúnar er sömuleiðis hrífandi fagur, einlægur og fullur af skáldskap,“ segir Jónas Sen. Hefð hefur skapast fyrir því á Gljúfrasteini að bjóða rithöfundum og þýðendum að lesa upp úr nýút- komnum verkum sínum á safninu í aðdraganda jóla. Nú á sunnudag- inn, 30. nóvember, ríða þeir fyrstu á vaðið þetta árið og hefst lesturinn klukkan 16, stundvíslega. Guðbergur Bergsson, Guðrún Guðlaugsdóttir, Hjörtur Marteins- son og Sigurbjörg Þrastardóttir hafa öll sent frá sér ný skáldverk á árinu, Guðbergur skáldsöguna Þrír sneru aftur, Guðrún glæpasöguna Beinahúsið, Hjörtur ljóðabókina Alzheimer tilbrigðin og Sigurbjörg ljóðabókina Kátt skinn (og gloría). Sextán höfundar og þýðendur koma fram á Gljúfrasteini á þess- ari aðventu í allt og lesa upp úr verkum af ýmsum toga; ljóðum, skáldsögum, smáprósum og þýdd- um verkum. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir meðan hús- rúm leyfir. Fjögur skáld lesa úr verkum sínum á Gljúfrasteini EITT AF SKÁLDUNUM Guðbergur ætlar að lesa úr bókinni Þrír sneru aftur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Þetta verður mjög skemmtilegt og flott, ég get alveg lofað því. Heil- mikill söngur,“ segir Þorbjörn Rúnarsson tenór um tvenna stór- tónleika á Austurlandi á sunnudag- inn. Þá flytja hátt í 60 manns þrjár kantötur úr Jólaóratoríu J.S. Bach, fyrst í Egilsstaðakirkju og síðan á Eskifirði. Það eru Kammerkór- og Kór Egilsstaðakirkju ásamt einsöngv- urunum Þorbirni, Andreu Kissne Revfalvi sópran, Erlu Dóru Vogler mezzósópran og József Gabrieli- Kiss bassa sem sjá um flutning- inn, með hljómsveit. Stjórnandi er Torvald Gjerde. Þorbjörn bjó á Egilsstöðum í 18 ár og söng með Kammerkór Egils- staðakirkju frá stofnun hans. Hann býst við að syngja með kórnum núna líka, auk einsöngsins þar sem hann verður í hlutverki guðspjalla- mannsins eins og nokkrum sinnum áður, bæði meðan hann bjó á Egils- stöðum, í Langholtskirkju og í Fær- eyjum. „Þetta er ekkert boldangs tenórhlutverk í ítölskum stíl, held- ur létt og lágstemmt þó að tónarnir séu háir,“ lýsir hann. Tónleikarnir verða klukkan 16 á sunnudag í Egilsstaðakirkju og klukkan 20 í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði. - gun Létt og lágstemmt þó að tónarnir séu háir Kammerkór og kór Egilsstaðakirkju ásamt einsöngv- urum og hljómsveit fl ytja kantötur úr Jólaóratoríu Bach á sunnudaginn í Egilsstaðakirkju og á Eskifi rði. FLYTJENDUR Kammerkór Egilsstaðakirkju er á meðal þeirra sem sjá um flutninginn. MYND/SKARPHÉÐINN ÞÓRISSON BÆKUR ★★★★ ★ Síðasti galdrameistarinn Ármann Jakobsson JPV Ármann Jakobsson hefur nú sent frá sér sína fyrstu barnabók, sem ber titilinn Síðasti galdra- meistarinn. Ármann er prófessor við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, en sérsvið hans eru miðaldabókmenntir. Hann sækir enda í n or - rænan sagnaarf við ritun sög- unnar sem hér um ræðir. Sagan segir frá Kára nokkr- um, sem óvænt neyðist til að taka við sem opinber galdrameistari ríkisins. Það kemur bæði til vegna misskilnings og lyga ættingja hans, en síðasti galdrameistarinn, frændi Kára, lést í bardaga við dreka. Ástæðuna má rekja til eigin hégóma, en hann var hættur að ganga með gleraugu til að ganga í augun á kvenþjóðinni. Þetta er gott dæmi um undirliggjandi húmor í bókinni, en bókin er virkilega fyndin – og á svo yndislega lúmsk- an hátt. En aftur að Kára. Hann neyð- ist sem sagt til að taka við sem galdrameistari – en það er sérstak- lega óheppilegt í ljósi þess að hann kann alls ekki að galdra. Upphefst þá skondin saga af því hvernig hann reynir að blekkja konunginn og hirðina alla og kom- ast hjá því að viðurkenna að hann kann alls ekki að galdra. Sögu- sviðið er Skandinavía og sögutím- inn er snemma á miðöldum. Ármann er sem fyrr segir pró- fessor við íslensku- og menningar- deild Háskóla Íslands enda er mál- far áberandi gott. Þetta er bók sem ætti að hvetja börn til að lesa því hún ætti að auka orðaforðann til muna. Ég ætla að lesa hana aftur bara með það í huga að læra af henni málfarslega séð. Sagan minnir á þjóðsögu, Kári þarf að leysa þrjár þrautir og stór hluti bókarinnar fjallar um það ævintýri. Undirliggjandi umfjöll- unarefni er þó samfélagið og fjallar höfundur um ýmiss konar misrétti þess, til dæmis kynjamis- rétti, fordóma og misskiptingu auðs í samfélaginu. Persónusköpun er góð og þrátt fyrir að bæði aðalpersónan og aðstoðarmaður hans séu strákar þá kemur sterk kvenpersóna fljót- lega fram sem hefur mikil áhrif á framvindu sögunnar. Drengirnir tveir eru raunar mjög hissa á þess- ari stúlku og tala mikið um hvað hún sé óvenjuleg stelpa, sem bæði pirrar femínískar taugar lesand- ans og vekur hann til umhugsunar um leið, sérstaklega þegar stúlk- an segir að yfirleitt hafi það verið sagt um hana í neikvæðum tón. Það er margt undirliggjandi í sög- unni um Kára sem hugsanlega er hulið yngstu lesendunum en mætti nýta sem umræðuefni. Halla Þórlaug Óskarsdóttir NIÐURSTAÐA: Bráðfyndin saga sem byggir á norrænum sagnaarfi en fjallar ekki síður um nútímasamfélag. Spaugsemi úr norrænum sagnaarfi ÁRMANN JAKOBSSON „Þetta er bók sem ætti að hvetja börn til að lesa því hún ætti að auka orðaforðann til muna,“ segir Halla Þórlaug. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sunnudagsleiðsögn verður um sýn- inguna Valin verk í eigu Listasafns Íslands á sunnudaginn klukkan 14 þar sem þrír gestir ræða valin verk. Gestirnir eru Sigurður Péturs- son, lektor emeritus, sem mun fjalla um Ganýmedes, högg- mynd Bert els Thorvaldsen, Mar- grét Eggertsdóttir, rannsóknar- prófessor við Árnastofnun, sem fjallar um myndskreytingar Bar- böru Árnason við Passíusálma Hallgríms Péturssonar, en tvær þeirra eru nú til sýnis í safninu, og Tinna Gunnlaugsdóttir þjóð- leikhússtjóri, sem mun fjalla um gjöf Listasafnsfélagsins á verkinu Málverk eftir Auguste Herbin til Listasafns Íslands, sem einnig er til sýnis í safninu. Einnig verður gengið um sýn- inguna og sagt stuttlega frá safn- eign Listasafns Íslands. - fsb Sunnudagsleiðsögn um valin verk Þrír góðir gestir sækja Listasafn Íslands heim klukkan 14 á sunnudaginn og fræða gesti um verk á sýningunni Valin verk úr safneign Listasafnsins. GANÝMEDES Eitt þeirra verka sem fjallað verður um er Ganýmedes eftir Bertel Thorvaldsen. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.