Fréttablaðið - 28.11.2014, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 28.11.2014, Blaðsíða 36
6 • LÍFIÐ 28. NÓVEMBER 2014 Aðalheiður Sigurðardóttir er móðir Malínar, 10 ára stelpu sem við fyrstu sýn sker sig ekki úr staðalímynd annarra stúlkna á sama aldri. Hún er falleg og lífs- glöð. Hugarheimur hennar og fötlun er öðrum ósýnileg og oft og tíðum óskiljanleg. „Malín var oft aðeins öðruvísi en jafn aldrar hennar og passaði ekki alltaf inn í formið sem samfélagið okkar hefur búið til. Hún var þriggja ára þegar ég fyrst leitaði mér upplýsinga um einhverfu á net- inu. Við höfðum þá tekið þátt í þjóðhátíðarhöldum á Akranesi og eins og svo oft áður hafði Malín forðast að vera í kringum hina krakkana og útbúið sinn eigin leik í einu horninu þar sem hún lék sér alsæl. En á netinu birtist mér staðalímynd einhverf unnar af drengnum sem m.a. á erfitt með tjáskipti, sýnir ekki augn- samband og vill ekki snertingu. Mér fannst litla stúlkan mín ekki falla undir þessa lýsingu. Hún sem elskaði svo mikið, lék sér svo fjölbreytt og af miklum innileika, talaði án afláts og elskaði að knús ast. Ég vissi bara ekki betur, ég vissi ekki hversu víðfeðmt einhverfurófið í rauninni er og fyrsta lit á internetið gaf það ekki nægilega vel til kynna. Þó vissi ég alltaf að hún væri öðruvísi og reyndi með öllum hætti að skilja erfiða hegðun hennar á stundum og félagsfælni,“ segir Aðalheiður. Upplifði sorg og gleði Í desember 2012 þegar Malín var átta ára gömul fékk fjöl- skyldan loksins staðfestingu á því sem þau hafði grunað, Malín var greind á einhverfurófinu eftir áralangt greiningarferli. „Við upplifðum sorg að fá þessar frétt- ir, allir foreldrar gera sér vænt- ingar og vonir um framtíð barns- ins. Maður óskar þess að þeim líði vel og þau þurfi ekki að kljást við erfiðleika. En á sama tíma var það gríðarlegur léttir að fá svör við öllum þeim spurningum sem við höfðum velt fyrir okkur síðastliðin ár. Við vorum komin með útgangspunkt sem hægt var að vinna út frá og það var mjög góð tilfinning,“ segir hún. Í kjölfar greiningarinnar áttu einhverfuheilkennin hug og hjarta Aðalheiðar og ákvað hún að taka sér frí frá vinnu til þess að einbeita sér að því að kynnast heimi einhverfunnar. „Ég er menntaður viðskipta- fræðingur, kláraði meistara- nám í alþjóðaviðskiptum og vann við markaðsmál og stjórnun en eftir að Malín greindist ákvað ég að taka mér frí til þess að kynna mér þann heim sem dóttir mín lifir í. Ég drakk í mig fróð- leik bæði úr bókum og á ýmiss konar námskeiðum sem í boði voru og smám saman öðlaðist ég aukna innsýn í hennar áskoranir og reyndi eftir fremsta megni að miðla því til fólksins í kringum okkur svo hún fengi þann skiln- ing sem hún þarfnast til þess að dafna og líða vel í eigin skinni.“ Út frá þessari fræðslu sem Aðal- heiður hafði sótt og sankað að sér ákvað hún að skrifa bók þar sem hún útskýrir hugarheim Malínar svo að aðrir fái tækifæri til þess að kynnast dóttur hennar betur. „Á hverri síðu er fjallað um eina áskorun, hún útskýrð og leiðbeint um hvernig lesandinn geti mögu- lega hjálpað til. Það að bókin hafi verið fljótlesin, skrifuð á manna- máli og útskýrði akkúrat hana, hefur hjálpað okkar nærumhverfi ótrúlega mikið í að skilja og sýna þolinmæði og samkennd,“ segir Aðalheiður. Ég er Unik Bókin fékk góðan hljómgrunn og í framhaldinu sá Aðal heiður þörfina fyrir fleiri, jafnt börn sem fullorðna, að fá sína útgáfu af slíkri bók. Það var þá sem hugmyndin að heimasíðunni Ég er Unik kom fram. „Vefsíðan Ég er Unik mun gera einhverfum sjálfum og að- standendum einhverfra barna kleift að skrá sig inn, velja úr safni forskrifaðra áskorana og styrkleikum og búa til sitt pers- ónulega fræðsluefni sem þau geta svo miðlað til þeirra sem skipta einstaklinginn máli,“ segir Aðalheiður og bætir við að með því að opna umræðuna um þá ósýnilegu fötlun sem ein- hverfan er þá öðlast fólk í kring- um einstaklinginn þekkinguna sem það þarf til þess að taka til- lit, skilja og leiðbeina viðkom- andi. „Það krefst mikillar helg unar að fara yfir fræðsluefni um ein- hverfu og finna þau atriði sem eiga við um barnið þitt eða þig sjálfan. Foreldrar vinna þá vinnu og sjá oftar en ekki um að fræða fólkið í kringum sig og við einfaldlega verðum þreytt á að útskýra hlutina aftur og aftur. Einhverfir sjálfir eiga oft erfitt með að tjá sig og því væri tilval- in lausn fyrir þá að geta afhent persónulegt fræðsluefni þeim sem þeir óska skilnings frá,“ segir Aðalheiður og bætir við að vefsíðan sé ekki einungis fyrir þá sem eru með einhverfu, held- ur alla þá sem upplifa að þeir hafi annars konar áskoranir sem þeir vilja útskýra, fá skilning fyrir og ekki síst viðurkenningu. Til þess að vefsíðan Ég er Unik verði að veruleika hefur Aðalheiður hafið söfnun á Kar- olinafund til þess að greiða fyrir gerð heimasíðunnar. Áhuga- samir geta farið inn á vefsíðuna www.karolinafund.com, fundið verkefnið Ég er Unik og lagt því lið. Þar má jafnframt sjá kynn- ingarmyndband um verkefnið. Friðrika Hjördís Geirsdóttir Umsjónarkona Lífsins EINHVERFIR ERU EINSTAKIR Dóttir AÐALHEIÐAR SIGURÐARDÓTTUR greindist með einhverfu fyrir tveimur árum, þá átta ára gömul. Eftir að hafa sökkt sér í heim einhverfra miðlar hún nú dýrmætri reynslu til þeirra sem á þurfa að halda með því að opna vefsvæði með fræðsluefni. Mæðgurnar Aðalheiður Sigurðardóttir og Malín. Við upplifðum sorg að fá þessar fréttir, allir foreldrar gera sér væntingar og vonir um framtíð barnsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.