Fréttablaðið - 28.11.2014, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 28.11.2014, Blaðsíða 34
4 • LÍFIÐ 28. NÓVEMBER 2014 Þ egar ég var korteri frá kyn-þroskaskeiðinu þá var ég hrifin af Macaulay Culkin. Það væri varla í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hann var stór Hollywood-stjarna og ég var nemandi í grunnskóla í Keflavík. Mín helsta von til þess að hitta hann væri ef hann væri í Disney-garðinum í næsta fjöl- skyldufríinu mínu eða ef hann þyrfti að heimsækja hernaðar- svæði Bandaríkjamanna í Kefla- vík. Þetta rifjast allt saman upp fyrir mér árlega er jólin nálgast og ég á heilaga stund alein heima, með honum, Hr. Aleinn heima. Ég var gersamlega fallin. Ég krotaði nafn hans á dulmáli á handarbakið (ég átti reyndar erfitt með að stafa það rétt svo ég kall- aði hann bara Kevin) og klippti út myndir af honum í Æskunni og límdi við rúmið mitt. Einu sinni hvíslaði besta vinkona mín að mér að bekkjarbróðir okkar væri skotin í mér og spurði mig hvort ég vildi byrja með honum í næstu frímín- útum. (Munið þið ekki eftir þessu boðberakerfi í upphafi sambanda?) Ég horfði á hana með blöndu af hryllingi og hneykslan. „Þú veist að ég er að spara mig fyrir Kevin, hann gæti komið til Keflavíkur og þá ætla ég ekki að eiga kærasta.“ Ekki nóg með að ég væri sannfærð um að hann myndi koma til Kefla- víkur heldur var ég viss um að okkur væri ætlað að vera saman. Hann myndi liggja kylliflatur fyrir mér þegar hann sæi mig. Alveg eins og í bíómyndunum þá myndi sólin falla á mitt venjulega andlit og gerbreyta því í töfrandi prinsessu sem hann gæti ekki annað en … faðmað. Ég var ekki komin lengra en svo í kynferðis- legri útfærslu. Þegar við værum orðin par þá ætlaði ég að kynna hann fyrir öllum vinum mínum og svo myndum við fá okkur franskar og sjeik. Árin liðu en aldrei kom Kevin til Keflavíkur. Nema þá bara á skjá- inn þar sem hann æpti svo eftir- minnilega. Það var svo í brúð- kaupsferðalaginu mínu um Kali- forníu sem leiðir okkar lágu loksins saman. Þvílík tímasetning! Við hjónin sátum á þekktum veit- ingastað og maðurinn minn kippti í mig og spurði hvort strákarnir á næsta borði væru ekki eitthvað kunnuglegir. Ég trúði ekki mínum eigin augum. Þarna var hann, út- úrsjúskaður ofvaxinn Kevin sem hafði bara ekkert elst vel. Hjart- að tók ekki lengur aukaslag fyrir hann. Svona var þá í pottinn búið, hjartað hafði elst og smekkur þess breyst. Kevin var ekki lengur til. Ætli ég hafi ekki litið út eins og sturlaður aðdáandi er ég reyndi að segja honum þetta allt með augna- ráðinu einu saman en það verður að hafa það, barnshjartað þurfti að fá sína kveðjustund. Við munum þó alltaf eiga okkar einhliða róm- ans í nóvember og desember á ári hverju. Hér eru sjö matartegundir sem að þú ættir að leggja í vana þinn að borða meira af viljir þú fá skín- andi fallega og hraustlega húð. Feitur fiskur Feitur fiskur, eins og bleikja, lax eða ferskur túnfiskur, er ríkur af bíótíni sem hjálpar til við fram- leiðslu keratíns sem er aðalbygg- ingarefni húðarinnar og líka nagla og hárs. Fiskurinn inni- heldur einnig ómega 3-fitu sýrur sem draga úr bólgum í líkaman- um. Chia-fræ Chia-fræin eru rík af ómega 3-fitusýrum sem draga úr bólg- um í líkamanum eins og fyrr segir. Ómega 3-fitusýrurnar eru líka „góð fita“ og halda húðinni mjúkri. Fræin eru líka rík af E- vítamíni og sinki, en þau nær- ingar efni hjálpa til við að halda unglegu útliti húðarinnar. Sætar kartöflur Sætar kartöflur innihalda margfalt meira C-vítamín en appelsínur. C-vítamín styrkir frumur og berst á móti bakteríum. Í sætum kartöflum er líka mikið magn af karótíni sem styrkir húð- ina gegn baráttunni við öldrunar- einkenni. Möndlur Möndlur eru stútfullar af trefjum og E-vítamíni. E-vítamín vinnur gegn öldrunareinkennum og er talið vinna gegn skemmdum af völdum sólbruna. Trefjar styrkja meltingarkerfi líkamanns og hjálpa til við að hreinsa út eitur- efni og lækka blóðfitu í líkam- anum og hjálpa þannig til við að styrkja húðina. Sólblómafræ Þessi litlu bragðgóðu fræ inni- halda E-vítamín eins og möndl- urnar. E-vítamín hjálpar einnig til við baráttuna gegn sindur- efnum og þar af leiðandi fínum línum. Þau eru líka rík af magn- esíum og sinki en þau steinefni koma jafnvægi á olíuframleiðslu húðarinnar. Hér má finna upp- skrift af snakki með sólblóma- fræjum. Flókin kolvetni Mikið unnin matvæli svo sem hvítur sykur og hveiti geta aukið bólgumyndun í líkamanum og valdið bólum. Venjið ykkur á að borða flóknari kolvetni eins og baunir, hýðisgrjón og grófari hveititegundir. Ferskur appelsínusafi Nýkreistur appelsínusafi er stút- fullur af C-vítamíni sem vinnur gegn öldrun húðarinnar og styrk- ir ónæmiskerfið. Hann hjálpar einnig við myndun kollagens sem eru ensím og aðaluppbyggingar- efni líkamans. Streitumeðvitund Jólakransa gerð HOLLRÁÐ HELGARINNAR Hefurðu búið til þinn eigin jóla- krans? Eða er það árlegur við- burður? Á sunnudaginn er fyrsti í aðventu og þá er kveikt á spá- dómskertinu. Það er fátt jólalegra en heimatilbúinn jólakrans úr ekta greni. Hann myndi liggja kylliflatur fyrir mér þegar hann sæi mig. Alveg eins og í bíómyndunum þá myndi sólin falla á mitt venjulega andlit og gerbreyta því í töfrandi prinsessu. Ef þú hefur spurningu um kynlíf þá getur þú sent Siggu Dögg póst og spurningin þín gæti birst í Fréttablaðinu. sigga@siggadogg.is VILTU SPYRJA UM KYNLÍF? HR. ALEINN HEIMA Þeir sem eru meðvitaðir um nei- kvæð áhrif hennar og hugleiða betur varnir gegn neikvæðri streitu eru líklegri til að skapa sér betri lífsstíl og finna hamingjuna. Heimild: www.stress.is STREITURÁÐ VIKUNNAR Falleg húð er óháð aldri. ANDLITIÐ ENDURSPEGLAR INNRA HEILBRIGÐI Þó svo að hormónar og umhverfisáhrif spili einn stærsta þáttinn í útliti húðarinnar hafa mataræði og líkamsrækt mikil áhrif. Allt snýst þetta um að halda góðu jafnvægi á milli þessara þátta. JÓL ÁN AUKAKÍLÓA - Frábær árangur -CC Flax Frábært fyrir konur á öllum aldri stuðlar að hormónajafnvægi og þyngdartapi Mulin lignans hörfræ - sérræktuð Trönuberjafræ Haf-kalkþörungar Omega 3 Frábær árangur við tilfinningasveiflum, pirringi, hita- og svitakófi, svefnvanda og húðþurrk. Til að grennast og halda kjörþyngd. Vinnur fljótt á bjúg og vökvasöfnun, styrking gegn þvagfærasýkingu.* Ríkt af Omega-3 - ALA og trefjum. Rannsóknir sýna 8,5 kg minni fitumassa Rannsóknir hafa sýnt að konur sem hafa mikið lignans í blóðinu eru að meðaltali með 8,5 kg minni fitumassa en þær konur sem skortir eða hafa lítið lignans.** Rannsóknir sýna að asíukonur hafa yfirleitt mikið lignans í blóðinu, gott hormónatengt heilbrigði og offita þekkist vart. * Howel AB Journal of the American Medical Associaton june 2002 287:3082 ** British Journal of Nutrition(2009), 102: 195-200 Cambridge University. 1 kúfuð teskeið á dag - 40 daga skammtur Fæst í apótekum, heilsubúðum og helstu stórmörkuðum. www.celsus.is Heilsuvísir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.