Fréttablaðið - 28.11.2014, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 28.11.2014, Blaðsíða 12
28. nóvember 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 flugvallar á aðra flugvelli líkt og gert er í Noregi. „Gagnrýnin sem að okkur snýr er að Keflavíkur- flugvöllur er rekinn í hagnaðar- skyni og sá hagnaður er not aður þar til uppbyggingar en ekki á öðrum flugvöllum til að dreifa ferðamönnum og minnka álagið á SV-hornið.“ Arnheiður telur aðra flugvelli geta sinnt innanlandsflugi með Keflavík. „Aðrir flugvellir sem geta sinnt innanlandsflugi eru reknir samkvæmt þjónustusamn- ingi við ríkið sem veitir framlög til rekstrar. Í samræmi við önnur framlög hins opinbera eru þau í lágmarki og ekki nægjanleg til viðhalds á flugvöllum landsins og ekkert fjármagn fer í mark- aðssetningu annarra flugvalla en Keflavíkur.“ Arnheiður telur uppbyggingu annars flugvallar vera í takt við stefnu stjórnvalda. „Þetta er í takt við uppbyggingu starfa á landsbyggðinni og í takt við það að dreifa ferðamönnum um land- ið. Einnig að efla atvinnulíf um allt land.“ sveinn@frettabladid.is EINFALT AÐ SKILA EÐA SKIPTA Hagkaup býður upp á 50.000 vörutegundir og því er auðvelt að finna gjöf við allra hæfi. Munið að biðja um skilamiða. Sól sumar & skíði Alicante Frá kr. 14.990 Barcelona Frá kr. 14.900 Bodrum Frá kr. 29.990 Bologna Frá kr. 19.990 Krít Frá kr. 29.990 Las Palmas Frá kr. 24.900 Malaga Frá kr. 19.900 Mallorca Frá kr. 24.990 Salzburg Frá kr. 14.990 Tenerife Frá kr. 19.990 Flugsæti Aðra leið m/sköttum á primeraair.com REYKJAVÍK Sex borgarfull trúar í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur samþykktu á mið- vikudag að vísa umsókn Korpu- torgs ehf. um breytingar á deiliskipulagi lóðar verslunar- miðstöðvarinnar til borgarráðs. Breytingarnar tengjast áform- um bandarísku smásölu keðjunnar Costco um að opna fjölorkustöð og verslun við Korputorg. „Ráðið myndi fagna áætlun- um Costco um að koma fyrir 16 nýjum hraðhleðslustöðvum fyrir rafbíla og með tilkomu sinni auka heilbrigða samkeppni á markaði,“ segir á fréttaveitunni graenavik. tumblr.com sem borgarfull trúar meirihlutans í umhverfis- og skipulagsráði opnuðu nýverið. „Skilyrði fyrir samþykktinni er að allavega helmingur stöðv- arinnar sé fyrir endurnýjanlega orkugjafa,“ segir á fréttaveit- unni. - hg Fagna áformum um hleðslustöðvar fyrir rafbíla: Sendu umsókn vegna Costco til borgarráðs COSTCO Enn hafa engar ákvarðanir verið teknar um komu smásölu- keðjunnar til landsins. NORDICPHOTOS/AFP SAMGÖNGUR Framlög ríkisins til rekstrar og viðhalds innanlands- flugvalla hefur farið lækkandi að raunvirði. Uppreiknuð lækkun miðað við vísitölu nemur um 425 milljónum króna. Á sama tíma er framkvæmt fyrir yfir tíu millj- arða á Keflavíkurflugvelli síðustu ár og Isavia ohf., félag í eigu rík- isins sem annast rekstur og upp- byggingu allra flugvalla á Íslandi, skilaði 3,2 milljarða hagnaði á síð- asta ári. Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir það vera líkt og að bera saman epli og appelsínur, þegar Keflavíkurflugvöllur er borinn saman við aðra flugvelli. Hann segir heldur ekki hægt að taka hagnað af rekstri Isavia og nota hann í uppbyggingu flugvalla vítt og breitt um landið. „Það er enginn afgangur af rekstri Keflavíkur- flugvallar og hefur ekki verið á síðustu árum þegar tillit hefur verið tekið til fjárfestingar til að mæta síaukinni kröfu um þjónustu og aukinni umferð farþega um Keflavíkurflugvöll,“ segir Frið- þór. „Hagnaður Isavia á árinu 2013 verður að fara í það að búa í hag- inn fyrir stækkun og endurbætur á Keflavíkurflugvelli til að mæta þessari síauknu umferð.“ Framlag til viðhalds og stofn- kostnaðar innanlandsflugvalla var um 2 milljarðar árið 2008. Eftir hrun hafa fjárframlög lækk- að gríðarlega og eru aðeins um 300 milljónir árlega. Arnheiður Jóhannsdóttir, fram- kvæmda stjóri Markaðsstofu Norður lands, gagnrýnir þessa ráð- stöfun og telur hið opinbera þurfa að breyta skipulagi sínu til að hægt sé að færa hagnað Keflavíkur- Vantar 400 milljónir fyrir rekstur innanlandsflugvalla Rekstrarfé annarra flugvalla en Keflavíkur hefur dregist saman að raunvirði um 420 milljónir. Fé til viðhalds og stofnkostnaðar hefur lækkað um 90 prósent eftir hrun. Rúmlega þriggja milljarða hagnaður er á rekstri Isavia. EINN MILLILANDAFLUGVÖLLUR Isavia mætir auknum farþegafjölda til Íslands með því að stækka Leifsstöð. Ekki er hugað að því að færa hluta millilandaflugs annað. FRIÐÞÓR EYDAL ARNHEIÐUR JÓHANNSDÓTTIR NEYTENDUR Kredia ehf. og Smá- lán ehf. munu ekki breyta þjón- ustu sinni í kjölfar niðurstöðu áfrýjunarnefndar neytendamála. Staðfestur var úrskurður Neyt- endastofu þess efnis að gjald fyrir flýtiafgreiðslu lánshæfismats skyldi teljast til heildarlántöku- kostnaðar en ekki viðbótarkostn- aðar. Í samhljóða yfirlýsingum sem þau sendu frá sér segjast þau munu halda áfram að bjóða upp á þjónustuna þar til niðurstaða dómstóla liggi fyrir. Í tilkynningunni segir að fyrir- tækin telji niðurstöðu áfrýjunar- nefndarinnar í andstöðu við lög um neytendalán. Hingað til hafi verið boðið upp á þessa tegund lána sem séu eftirsótt af hópi fólks og henti vel við ákveðnar aðstæður. Fyrirtækin muni ekki bregðast þessum hópi fólks og ætla því að halda áfram að bjóða upp á þessi lán nema dómstólar dæmi þau ólögleg. Fyrirtækin bjóða upp á vaxta- laus smálán að loknu lánshæfis- mati sem taki rúma viku. Lán- taka stendur hins vegar til boða flýtiafgreiðsla á lánshæfismatinu en slík afgreiðsla tekur aðeins um klukkustund og er tæplega nífalt dýrari en venjulegt láns- hæfismat. Ekki er ljóst hve margir lántakar hafa nýtt sér flýtiafgreiðsluna en sé gjaldið ólöglegt gætu einhverj- ir átt rétt á endurgreiðslu. Ekki náðist í Leif A. Haraldsson, fram- kvæmdastjóra fyrirtækjanna, við vinnslu fréttarinnar. - joe Dómstóll sker úr um hvort gjald fyrir flýtiafgreiðslu lánshæfismats teljist til heildarlántökukostnaðar: Smálánafyrirtæki hyggjast áfrýja úrskurði SMÁLÁN Fyrirtækin vilja að flýtigjaldið teljist til viðbótarkostnaðar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FRAMLÖG HINS OPINBERA TIL REKSTURS INNANLANDSFLUGVALLA Framlög að nafnvirði hvers árs í m.kr. 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 Framlag til rekstrar 1.254,8 1.142,5 1.122,0 1.082,7 1.156,0 1.258,0 1.283,2 Framlag til viðhalds og stofnkostn. 2.091,8 323,1 323,1 287,0 382,0 300,0 149,0 Samtals 3.346,6 1.465,6 1.445,1 1.369,7 1.538,0 1.558,0 1.432,2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.