Fréttablaðið - 28.11.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.11.2014, Blaðsíða 8
28. nóvember 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 www.rekstrarland.is Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 1 4 42 70 Grillflötur 790x470 mm 4 brennarar Grillflötur 44 cm í þvermál 1 brennari CHAR-BROIL GASGRILL CHAR-BROIL BISTRO 240 100% JAFN HITIBETRI STJÓRN Á HITA 0:00 STYTTRI ELDUNARTÍMI Í ALLRI VEÐRÁTTU MINNI GASNOTKUN ENGAR ELDTUNGUR SAFARÍKARI MATUR Verð áður 49.900 kr. Verð áður 159.900 kr. Ósamsett 34.930 kr. Ósamsett 111.930 kr. Grillflötur 670x470 mm 3 brennarar CHAR-BROIL GASGRILL Grillflötur 470x470 mm 2 brennarar Verð áður 79.900 kr. Verð áður 129.900 kr. CHAR-BROIL GASGRILL Ósamsett 55.930 kr. Ósamsett 90.930 kr. Grillað allt árið! Verðlaunagrillin frá Char-Broil eru nú á sérstökum aðventuafslætti. 20% afsláttur af samsettum grillum sem eru send heim* og 30% afsláttur af ósamsettum grillum. Grillin frá Char-Broil eru með TRU-Infrared tækni sem gerir þér kleift að grilla í hvaða veðráttu sem er, líka á veturna. Þú færð gæðagasgrill frá Char-Broil í Rekstrarlandi og í völdum afgreiðslustöðum Olís um allt land. FÆST Í ÚTIBÚUM REKSTRARLANDS OG OLÍS: Ólafsvík, Njarðvík, Akureyri, Reyðarfirði, Selfossi, Stykkishólmi, Siglufirði. *Heimkeyrsla innan höfuðborgarsvæðisins á virkum dögum milli kl. 9–18. Boðið er upp á léttgreiðslur í allt að 6 mánuði. 20% AFSLÁTTUR AF SAMSETTUM GRILLUM 30% AFSLÁTTUR AF ÓSAMSETTUM GRILLUM STJÓRNSÝSLA Embætti sérstaks saksóknara hefur varið rúmlega 640 milljónum króna í greiðslur til verktaka frá árinu 2009. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráð- herra við fyrirspurn Össurar Skarp- héðinssonar, þingmanns Samfylk- ingarinnar, um verktakakostnað embættisins. Í svarinu kemur fram að árið 2009 námu verktaka greiðsl- urnar 40,4 milljónum króna, 162,1 milljónum árið 2010, 140,6 milljón- um árið 2011, 165,9 milljónum árið 2012, 108,5 milljónum árið 2013 en 23,2 milljónum fyrstu níu mánuði þessa árs. Á meðal þeirra sem hlotið hafa greiðslur frá embættinu er Jón H. B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Hann hefur á þessu tímabili fengið greiðslur sem nema rúmum 18 milljónum króna. Á sama tíma var Jón í fullu starfi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í samtali við Viðskiptablaðið segir Jón að ekkert hafi verið óeðlilegt við störf hans fyrir Embætti sér- staks saksóknara. Hann hafi sinnt störfum sínum ýmist hjá embætt- inu, heima hjá sér eða hjá lögreglu- stjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafi hann sinnt þessum störfum utan vinnutíma hjá lögreglunni, á kvöldin og um helgar. Þetta hafi komið niður á vinnu hans hjá lög- reglunni en þá hafi vinnutími hans þar lengst á móti. Sigurður Tómas Magnússon, laga- prófessor við Háskólann í Reykja- vík, fékk af einstaklingum hæstu verktakagreiðslurnar eða 51,4 millj- ónir króna fyrir lögfræðiráðgjöf. Sigurður var einnig í fullu starfi samhliða vinnu sinni fyrir Sérstak- an saksóknara. Í samtali við Fréttablaðið segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, að hann telji að þessar greiðslur hefðu verið hærri hefðu þessir menn, ásamt fleirum, verið á launaskrá. Ólafur segir fyrirkomulagið hafa verið með þeim hætti að verktak- arnir skili til embættisins tíma- skýrslum. „Þannig að við stað- reynum þá vinnu sem þeir vinna fyrir okkur.“ Aðspurður hvernig menn geti sinnt svona mikilli vinnu samhliða 100 prósent störf- um annars staðar fyrir ríkið segist hann ekki getað svarað fyrir aðra. Ólafur segir verktakana hafa fengið aðstöðu hjá embættinu til að sinna verkefnum sínum og spurð- ur hvenær þeim hafi verið sinnt, á kvöldin, um helgar eða á dag- vinnutíma segir Ólafur: „Þetta er blanda af öllu saman, bæði á dag- inn og kvöldin. Þetta verða oft miklar tarnir og þá er unnið flesta tíma sólarhringsins.“ Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttar- lögmaður velti því fyrir sér á Facebook-síðu sinni hvernig opinberir starfs- menn sem fá launagreiðslur frá ríkinu geti verið verktakar hjá annarri opinberri stofnun. Í samtali við Fréttablaðið segir hann þessa framkvæmd vera svokallaða „gerviverktöku“. „Miðað við þá reynslu sem ég hef af meðferð skattamála þá hefur Ríkisskattstjóri gengið mjög hart fram í því að ef starfsmenn hafa aðstöðu hjá vinnuveitanda, tölvur, aðgang að kaffistofu og svo framvegis þá hafa þeir verið taldir starfsmenn. Ég sé engan mun á Jóni H. B. Snorrasyni, Sig- urði Tómasi Magnússyni og öðrum í því samhengi,“ segir Sigurður. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra er hins vegar ekkert að þessari framkvæmd í skattalegu tilliti. Þannig séu mörg fordæmi fyrir því að menn séu í launuðum störfum og taki að sér svipuð störf þótt það sé gert í verk- töku. Hæstu verktakagreiðslur sem Embætti sérstaks saksóknara innti af hendi voru til félagsins Scisco ehf. sem sér um endurskoðun, eða alls um 128,8 milljónir króna frá árinu 2011. Þá fékk Eva Joly, þing- maður á Evr ópuþing inu, 10,9 millj- ónir fyrir sérfræðiráðgjöf á árinu 2010. Tugir milljóna í verktakagreiðslur en í 100% starfi annars staðar á sama tíma Sérstakur saksóknari greiddi tveimur verktökum tæplega 70 milljónir króna á fimm árum. Mennirnir tveir voru í fullu starfi hjá ríkinu á sama tíma. Hæstaréttarlögmaður segir þetta gerviverktöku. Embætti ríkisskattstjóra segir ekkert vera athugavert við framkvæmdina. 100 MILLJÓNIR Á ÁRI Embætti sérstaks saksóknara hefur varið rúmlega 640 millj- ónum í verktakagreiðslur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÓLAFUR ÞÓR HAUKSSON ● Scisco 128,8 milljónir (fyrir endurskoðun) ● Lynx Advokatfirma AS 81,3 milljónir (lögfræði og endur- skoðun) ● Sigurður Tómas Magnússon 51,4 milljónir (lögfræðiráðgjöf) ● Opin kerfi 48,3 milljónir (hug- búnaðarþjónusta) ● HSNO 40,2 milljónir (endur- skoðun) ● Krogerus Attorneys 30,3 milljónir (lögfræðiráðgjöf) ● Frank A. Attwood 24,4 milljónir (endurskoðun) ● Jón H. B. Snorrason 18,3 milljónir (lögfræðiráðgjöf) ● Ernst & Young 18,2 milljónir (endurskoðun) ● VSÓ Ráðgjöf 17,1 milljónir (verkefnisstjórnun) ● Nortek 16,4 milljónir (öryggis- kerfi) ● Cofisys– Conseil finance systèmes 13,8 milljónir (sérfræðiaðstoð og endurskoðun) ● Eva Joly 10,9 milljónir (sér- fræðiráðgjöf) Hæstu greiðslurnar Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.