Fréttablaðið - 28.11.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 28.11.2014, Blaðsíða 10
28. nóvember 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 SKATTUR „Það var ákveðið að taka af embætti skattrannsóknarstjóra eingreiðslu úr ríkissjóði síð- ustu tveggja til þriggja ára sem veitt var ár hvert þegar byrjað var að fara í frekari skattrann- sóknir. Ekki var lengur talin þörf á þessu viðbótarframlagi nú. En það er með þessa stofnun eins og margar aðrar að þær vilja halda í einskiptisgreiðslur sem þær hafa fengið.“ Þannig útskýrir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaga- nefndar Alþingis, 40 milljóna króna lækkun á fjárheimildum til skattrannsóknarstjóra á fjár- lögum næsta árs. Hún tekur það þó fram að fjár- lagavinnu sé ekki lokið þegar hún er spurð að því hvort það skjóti ekki skökku við að lækka fjár- heimildir til embættisins þegar settur hefur verið á laggirnar starfshópur á vegum fjármála- ráðuneytisins sem skoða á hvort lagalegar hindranir séu á kaup- um á gögnum úr skattaskjólum og hvort veita eigi sakaruppgjöf vegna skattaundanskota gegn því að menn gefi sig fram. Niður- stöður starfs- hópsins gætu leitt til þess að skattrannsókn- arstjóra bær- ust miklu fleiri gögn til rann- sóknar. Skattrann- sóknarstjóri, Bryndís Krist- jánsdóttir, lýsti í viðtali við Fréttablaðið í gær yfir áhyggj- um af því hvernig vinna ætti úr gögnum sem embættinu bærust lækkuðu fjárframlögin. Yrðu ekki breytingar á fjárheimild- unum blasti við uppsögn fimm til sex starfsmanna nú í desember. Bryndís tók jafnframt fram að ekki væri ljóst á hvaða verk efnum fækkunin kæmi niður. „Fjárlaganefnd hefur ekki tekið ákvörðun um hvort auka eigi greiðslur til skattrannsóknar- stjóra eða hvort þetta verði látið standa óbreytt samkvæmt frum- varpinu. Fjárlagavinnan stend- ur fram á þriðjudag. Ég vil að meirihlutinn taki sameiginlega ákvörðun um þetta mál og ætla þess vegna ekki að tjá mig um hvort það sé eðlilegt að embættið fái meira fé.“ - ibs Formaður fjárlaganefndar tjáir sig ekki um hvort skattrannsóknarstjóri fái óbreytta upphæð: Ákvörðun um auknar greiðslur til skoðunar SKATTASKJÓL Langflest skattaskjólsmál tengjast Lúxemborg. Skattrannsóknarstjóri hefur áhyggjur af því hvernig vinna á úr gögnum sem embættinu berast lækki fjár- framlög til þess. VIGDÍS HAUKSDÓTTIR SAMFÉLAG Vöfflur Bifhjólasam- taka lýðveldisins verða til sölu á morgun, laugardag, á jólabasar Hollvinasamtaka Grensásdeildar ásamt margvíslegu öðru góðgæti, jólaskrauti og handunnum vörum. Skrautfuglar setja sérstakan svip á basarinn í ár en þeir eru saumaðir úr skrautlegustu efnum sem fundust á hverju heimili Hollvina. Í fréttatilkynningu samtakanna segir að hætt sé við að sumir eiginmenn kannist við uppáhaldsbindið sitt í nýju hlut- verki. Basarinn verður í Grensás- kirkju kl. 13. - ibs Jólabasar Grensásdeildar: Bifhjólatöffarar baka vöfflur SKRAUTFUGL Bindi breyttust í skraut- fugla sem setja sérstakan svip á basar- inn í ár. MENNTAMÁL Reykjavíkurborg hyggst bæta nemendum tónlistar- skóla upp þann kennslutíma sem þeir fóru á mis við vegna verk- falls tónlistarkennara. Þessi áform eru í vinnslu í samvinnu við tónlistarskólana. Borgarráð samþykkti tillögu þessa efnis frá skóla- og frí- stundasviði um að framlög til skólanna verði óbreytt um næstu mánaðamót, þrátt fyrir verk- fallið. Samið verður sérstaklega við hvern tónlistarskóla um hvernig bæta megi nemendum upp þá kennslu sem þeir misstu af í verkfallinu. - shá Framlögin standa óbreytt: Nemendur fá verkfallið bætt GLEÐIGJAFI Nemendur fá kennslutím- ann bættan. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI STJÓRNSÝSLA Ólafur Ágúst Andrés son hefur fengið viður- kenningu utanríkisráðuneytisins sem kjörræðismaður Rússlands með ræðismannstign á Íslandi. „Hann hefur aðsetur að Birki- hlíð 1, Sauðárkróki,“ segir um málið í fundargerð byggðaráðs Skagafjarðar þar sem útnefn- ingin var á dagskrá í gær. Ólafur Ágúst er forstöðumaður kjötaf- urðastöðvar Kaupfélags Skag- firðinga, sem flytur afurðir sínar til Rússlands. - gar Útnefning utanríkisráðherra: Ræðismaður á Sauðárkróki ÓLAFUR ÁGÚST ANDRÉSSON Kjörræðismaður Rússlands á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.