Fréttablaðið - 28.11.2014, Side 10

Fréttablaðið - 28.11.2014, Side 10
28. nóvember 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 SKATTUR „Það var ákveðið að taka af embætti skattrannsóknarstjóra eingreiðslu úr ríkissjóði síð- ustu tveggja til þriggja ára sem veitt var ár hvert þegar byrjað var að fara í frekari skattrann- sóknir. Ekki var lengur talin þörf á þessu viðbótarframlagi nú. En það er með þessa stofnun eins og margar aðrar að þær vilja halda í einskiptisgreiðslur sem þær hafa fengið.“ Þannig útskýrir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaga- nefndar Alþingis, 40 milljóna króna lækkun á fjárheimildum til skattrannsóknarstjóra á fjár- lögum næsta árs. Hún tekur það þó fram að fjár- lagavinnu sé ekki lokið þegar hún er spurð að því hvort það skjóti ekki skökku við að lækka fjár- heimildir til embættisins þegar settur hefur verið á laggirnar starfshópur á vegum fjármála- ráðuneytisins sem skoða á hvort lagalegar hindranir séu á kaup- um á gögnum úr skattaskjólum og hvort veita eigi sakaruppgjöf vegna skattaundanskota gegn því að menn gefi sig fram. Niður- stöður starfs- hópsins gætu leitt til þess að skattrannsókn- arstjóra bær- ust miklu fleiri gögn til rann- sóknar. Skattrann- sóknarstjóri, Bryndís Krist- jánsdóttir, lýsti í viðtali við Fréttablaðið í gær yfir áhyggj- um af því hvernig vinna ætti úr gögnum sem embættinu bærust lækkuðu fjárframlögin. Yrðu ekki breytingar á fjárheimild- unum blasti við uppsögn fimm til sex starfsmanna nú í desember. Bryndís tók jafnframt fram að ekki væri ljóst á hvaða verk efnum fækkunin kæmi niður. „Fjárlaganefnd hefur ekki tekið ákvörðun um hvort auka eigi greiðslur til skattrannsóknar- stjóra eða hvort þetta verði látið standa óbreytt samkvæmt frum- varpinu. Fjárlagavinnan stend- ur fram á þriðjudag. Ég vil að meirihlutinn taki sameiginlega ákvörðun um þetta mál og ætla þess vegna ekki að tjá mig um hvort það sé eðlilegt að embættið fái meira fé.“ - ibs Formaður fjárlaganefndar tjáir sig ekki um hvort skattrannsóknarstjóri fái óbreytta upphæð: Ákvörðun um auknar greiðslur til skoðunar SKATTASKJÓL Langflest skattaskjólsmál tengjast Lúxemborg. Skattrannsóknarstjóri hefur áhyggjur af því hvernig vinna á úr gögnum sem embættinu berast lækki fjár- framlög til þess. VIGDÍS HAUKSDÓTTIR SAMFÉLAG Vöfflur Bifhjólasam- taka lýðveldisins verða til sölu á morgun, laugardag, á jólabasar Hollvinasamtaka Grensásdeildar ásamt margvíslegu öðru góðgæti, jólaskrauti og handunnum vörum. Skrautfuglar setja sérstakan svip á basarinn í ár en þeir eru saumaðir úr skrautlegustu efnum sem fundust á hverju heimili Hollvina. Í fréttatilkynningu samtakanna segir að hætt sé við að sumir eiginmenn kannist við uppáhaldsbindið sitt í nýju hlut- verki. Basarinn verður í Grensás- kirkju kl. 13. - ibs Jólabasar Grensásdeildar: Bifhjólatöffarar baka vöfflur SKRAUTFUGL Bindi breyttust í skraut- fugla sem setja sérstakan svip á basar- inn í ár. MENNTAMÁL Reykjavíkurborg hyggst bæta nemendum tónlistar- skóla upp þann kennslutíma sem þeir fóru á mis við vegna verk- falls tónlistarkennara. Þessi áform eru í vinnslu í samvinnu við tónlistarskólana. Borgarráð samþykkti tillögu þessa efnis frá skóla- og frí- stundasviði um að framlög til skólanna verði óbreytt um næstu mánaðamót, þrátt fyrir verk- fallið. Samið verður sérstaklega við hvern tónlistarskóla um hvernig bæta megi nemendum upp þá kennslu sem þeir misstu af í verkfallinu. - shá Framlögin standa óbreytt: Nemendur fá verkfallið bætt GLEÐIGJAFI Nemendur fá kennslutím- ann bættan. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI STJÓRNSÝSLA Ólafur Ágúst Andrés son hefur fengið viður- kenningu utanríkisráðuneytisins sem kjörræðismaður Rússlands með ræðismannstign á Íslandi. „Hann hefur aðsetur að Birki- hlíð 1, Sauðárkróki,“ segir um málið í fundargerð byggðaráðs Skagafjarðar þar sem útnefn- ingin var á dagskrá í gær. Ólafur Ágúst er forstöðumaður kjötaf- urðastöðvar Kaupfélags Skag- firðinga, sem flytur afurðir sínar til Rússlands. - gar Útnefning utanríkisráðherra: Ræðismaður á Sauðárkróki ÓLAFUR ÁGÚST ANDRÉSSON Kjörræðismaður Rússlands á Íslandi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.