Fréttablaðið - 28.11.2014, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 28.11.2014, Blaðsíða 30
FÓLK|HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kkolbeins@365.is, s. 512 5447 MARKAÐUR Jólamarkaður net- verslana verð- ur haldinn í Ferða- félagssalnum í Mörkinni í Reykja- vík. Opið verður á sunnudag frá kl. 12-18 og á mánu- dag og þriðjudag frá kl. 17-21. Nán- ari upplýsingar má finna á Facebook undir Jólamarkaður netverslana. Jólamarkaður netverslana verður haldinn í þriðja sinn um helgina og með öðru sniði en venjulega þar sem hann stendur nú yfir í þrjá daga, frá sunnudegi fram til þriðjudags. Fimm netverslanir kynna og selja þar fjöl- breytt úrval af vörum og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi að sögn Rak- elar Hlínar Bergsdóttir, eins skipuleggj- anda markaðarins. „Jólamarkaðurinn í ár verður nokkurs konar „pop-up“-búð þar sem fólki gefst tækifæri á að skoða og kaupa vörur frá okkur. Við munum bjóða upp á fjölbreytt úrval vara fyrir heimilið og börn auk snyrtivara. Við leggjum mikið upp úr jólalegri stemn- ingu enda hefst markaðurinn á fyrsta sunnudegi í aðventu.“ Netverslanirnar fimm eru Petit.is, Nola.is, Snúran.is, Esjadekor.is og Krúnk Living. Viðtökur almennings við fyrri mörk- uðum fóru fram úr björtustu vonum skipuleggjenda. „Við finnum svo vel hvað fólk hefur gaman af því að sækja svona markaði og sjá vörurnar með eigin augum. Það er augljóst að margir hafa legið yfir netsíðunum okkar og vita alveg nákvæm- lega hvað þeir ætla að skoða. Svo er líka svo gaman að hitta viðskiptavini okkar auglitis til auglitis.“ Rakel segir að alltaf séu einhverjir sem treysti sér ekki til að panta vörur á netinu án þess að hafa séð þær. „Þannig eru svona markaðir frábært tækifæri til að koma og skoða vörur og tala við okkur um leið. Við finnum líka að þegar fólk hefur komið og séð vöruna þá verslar það næst á netinu.“ Hún segir markaðinn einnig gott tækifæri fyrir þá sem vilja vera snemma í jólainnkaupunum og njóta þess að slaka á með fjölskyldunni yfir að- ventuna. „Það eru ekki allir sem gera skyndikaup heldur þurfa umhugs- unarfrest. Þannig eru netverslanir okkar góður kostur en þær bjóða allar upp á frábæra þjónustu með af- hendingu samdægurs ef fólk sækir vöruna. Annars fær það vöruna senda heim innan tveggja daga.“ Til að auka enn frekar jóla- stemninguna verða Te & kaffi, Miriam Candles og Hafliði Ragnarsson frá Mosfellsbakaríi á staðnum. „Hægt verður að kaupa jóla- kaffi og smakka og kaupa gómsætt konfekt frá Hafliða. Svo er það rúsínan í pylsuendanum; happadrætti þar sem hver verslun gefur vinninga að verð- mæti 10.000 kr.“ SKEMMTILEGUR JÓLAMARKAÐUR VERSLAÐ FYRIR JÓLIN Nokkrar netverslanir halda sameiginlegan jólamark- að um helgina í Reykjavík. Þar verður boðið upp á fjölbreytt úrval vara fyrir heimili og börn auk snyrtivara. Markaðurinn stendur yfir í þrjá daga. PRINSESSUR OG GEIMFARAR Virkilega skemmtileg rúmföt fyrir börnin með skemmtilegum myndum. FYRIR HEIMILIÐ Fallegir munir fyrir heimilið fást á jólamarkað- inum, þar á meðal þessir fallegu vasar og kertastjakar.BARNASKÓR Litfagrir barnaskór í mörgum litum. GESTGJAFARNIR Hópurinn sem stendur á bak við netversl- anirnar fimm sem halda jólamarkað um helgina. MYND/VILHELM LITFAGURT Búsáhöld og falleg hönnun fyrir eldhúsið. Fæst í apótekum og heilsubúðum Góð melting styrkir ónæmiskerfið Stjórnaðu bakteríu- flórunni með OptiBac P R E N T U N .IS Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.