Fréttablaðið - 08.12.2014, Page 10
8. desember 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 10
HEYRNARSTÖ‹IN
Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð)
með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum.
UMHVERFISMÁL „Það er ekki komin
niðurstaða en menn eru með á því
að við þessu þarf að gera eitthvað,“
segir Björn Ingimarsson, bæj-
arstjóri Fljótsdalshéraðs, sem rætt
hefur við útvarpsstjóra um miklar
ljóstruflanir frá langbylgjumastr-
inu á Eiðum.
Héraðsbúar hafa kvartað undan
miklum styrkleika og krampa-
kenndu blikki
flugöryggis-
ljósanna í lang-
bylgju mastrinu
nánast frá því
það var form-
lega tekið í
notkun fyrir
fimmtán árum.
Bæjar yfirvöld
hafa fengið fjöl-
margar kvart-
anir í áranna rás og tekið undir
þær allar en úrbætur hafa látið á
sér standa.
Fyrir nítján mánuðum óskuðu
bæjaryfirvöld eftir að útvarps-
stjóri kæmi austur til fundar. Af
því varð aldrei en fyrir tíu dögum
hitti Björn bæjarstjóri loks Magn-
ús Geir Þórðarson útvarpsstjóra í
Reykjavík.
„Það er ákveðin krafa um
hvernig þessi ljós þurfi að vera og
það sem við erum að kanna núna
er hvort það er hægt að fá flug-
málayfirvöld til að samþykkja ein-
hverja mildari útfærslu. Þeir eru
allir af vilja gerðir að bregðast við
því,“ segir Björn sem kveður fund-
inn með útvarpsstjóra hafa verið
ágætan. „Það er verið að skoða
hvort við finnum ekki leið sem
gæti orðið ásættanleg.“
Björn segist einnig hafa rætt
við starfsmann Isavia um að finna
lausn. „Ljós sem lýsir einfald-
lega stöðugt væri betri kostur en
þetta,“ segir bæjarstjórinn.
Sem fyrr segir er vandamálið
ekki nýtt af nálinni. „Ljósin eru
iðulega ekki í takti og auk trufl-
unar við fólk er þetta ástand
óþolandi ljósmengun,“ bókaði
umhverfis ráð Austur-Héraðs árið
2004 eftir árangurslausar ábend-
ingar til RÚV árin á undan.
Sagt var frá því í DV í mars 2004
að gluggar á fjósum væru byrgðir
svo að kýr mjólkuðu. „Þetta er
eins og diskótek,“ lýsti Sigurður
Ragnarsson, þáverandi formaður
umhverfisráðs sveitarfélagsins.
„Þetta er bara eins og hjá vit-
leysingum,“ sagði Þórhallur Páls-
son, arkitekt á Eiðum, sem sendi
kvörtunarbréf til útvarpsstjóra
fyrir þremur árum. Ljósin væru
hreinlega stórfurðuleg í sínum
krampakennda takti.
Í framhaldi af samtali við Þór-
hall í Fréttablaðinu var rætt við
Kristján Benediktsson, verkfræð-
ing hjá Ríkisútvarpinu. Hann
sagði ljósin vera frá bandarísku
fyrirtæki og að í þeim væri hönn-
unargalli. „Ameríkani sem hjálp-
aði okkur að læra á ljósin og gera
við þau sagði að fyrirtækið hefði
takmarkaðan áhuga á því að búa til
betri ljós því það væru svo góð við-
skipti í kringum viðhaldið,“ sagði
Kristján við Fréttablaðið 1. des-
ember 2011. gar@frettabladid.is
Eiðamastursleiftrin
á borð útvarpsstjóra
Bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs hitti loks útvarpsstjóra til að ræða áralangt ónæði af
bilanagjörnum öryggisljósum á langbylgjumastrinu á Eiðum. Íbúar eru uppgefnir
á blikkljósum sem iðulega tapa takti og senda krampakennd leiftur yfir Héraðið.
Í MASTRINU Ekki er hlaupið að því að gera við öryggisljós sem vara eiga flugmenn
við hinu 220 metra háa langbylgjumastri á Eiðum.
MAGNÚS GEIR
ÞÓRÐARSON
KASAKSTAN, AP Francois Hollande, forseti Frakklands, fékk góðar
móttökur þegar hann var boðinn velkominn til Astana, höfuðborgar
Kasakstans, fyrir helgi.
Hollande er hér ásamt Nursultan Nazarbayev, forseta Kasakstans.
Kasakskur hermaður býður forsetana velkomna með glæsibrag og
virðist sem Hollande kunni vel að meta viðtökurnar.
Hollande, sem er þriðji forseti Frakklands til að heimsækja
Kasakstan, var í tveggja daga heimsókn í landinu. - glp
Hermaður býður forsetana velkomna með glæsibrag:
Forseti Frakklands heillaður
VELKOMINN Francois Hollande er í tveggja daga heimsókn í Kasakstan. NORDICPHOTOS/AFP
EFNAHAGSMÁL Fjármálaeftirlitið
og Seðlabankinn endurnýjuðu í
byrjun mánaðarins samstarfs-
samning sinn og gengu um leið
frá samkomulagi um framkvæmd
lausafjáreftirlits lánastofnana.
„Markmið samstarfssamn-
ingsins er að formbinda sam-
vinnu og upplýsingaskipti stofn-
ananna og samhæfa viðbrögð
við kerfisáhættu á vettvangi
fjármálastöðugleikaráðs,“ segir
í tilkynningu stofnananna.
- óká
FME og SÍ starfa saman:
Lagi komið á
samvinnuna
VIÐSKIPTI Starfsmenn í fullu
starfi hjá IKEA í Svíþjóð fá í ár
27 þúsund sænskar krónur eða
tæplega hálfa milljón íslenskra
króna í bónus sem greiddur verð-
ur þegar þeir fara á eftirlaun.
Starfsmenn IKEA í Garða-
bæ fá ekki þessar greiðslur því
verslunin tilheyrir ekki IKEA-
keðjunni. Að sögn framkvæmda-
stjóra rekstrarfélags IKEA fengu
þeir hins vegar 5 prósenta kaup-
hækkun 1. nóvember.
- ibs
Lífeyrisgreiðslur IKEA:
Hálf milljón í
eftirlaunabónus
Ljós sem
lýsir einfald-
lega stöðugt
væri betri
kostur en
þetta.
Björn Ingimarsson,
bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs.
SAMFÉLAGSMÁL Í gær voru ljósin
tendruð á staðgengli Óslóartrés-
ins á Austurvelli en upprunalega
tréð skaddaðist í óveðri því er
gekk yfir landið fyrir rúmri viku.
Ljósin eru ekki eina skrautið sem
prýðir tréð en að auki má þar sjá
jólaóróa Styrktarfélags lamaðra
og fatlaðra (SLF).
Órói þessa árs hefur fengið
nafnið Giljagaur og er sá níundi
í röð styrktarfélagsins. Að þessu
sinni var það Linda Björg Árna-
dóttir sem hannaði óróann og
Bubbi Morthens samdi kvæði sem
flutt var við athöfnina af Matthíasi
Löve, nemanda í Hagaskóla.
Sala á Giljagaur hófst á föstu-
dag og stendur yfir í tvær vikur.
Upplýsingar um söluaðila um allt
land má finna á heimasíðunni
jolaoroinn.is en jafnframt er hægt
að kaupa óróann á skrifstofu SLF
að Háaleitisbraut 13. Þar er einnig
hægt að nálgast óróa fyrri ára.
Allur ágóði af sölu óróans renn-
ur til verkefna í þágu fatlaðra
barna og ungmenna. - jóe
Líkt og fyrri ár prýðir jólaórói Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Óslóartréð:
Giljagaur er jólaórói ársins 2014
HÖNNUÐUR OG SKÁLD Linda og
Bubbi lögðu hönd á plóg. MYND/SLF
MENNING Jólasýning Árbæjarsafns var opnuð í gær en hún verður
opin fram að jólum. Á sýningunni er undirbúningur jólanna sýndur
eins og hann var hér áður fyrr. Sýningin hefur farið fram í aldarfjórð-
ung og er ómissandi í jólaundirbúningi margra.
Meðal þess sem boðið er upp á er að skera laufabrauð, búa til tólgar-
kerti á gamla mátann og jólasveinar verða á vappi. Hangikjöt og skata
eru á boðstólum sem og aðrar jólalegar veitingar. - jóe
Jólasýningin hófst í gær og verður opin á aðventunni til jóla:
Jólahald fyrri ára á Árbæjarsafni
FRÉTTABLAÐ
IÐ
/VILH
ELM
GRÝLUSONUR Líklegt
er að jólasveinn þessi,
eða bræður hans,
verði á vegi gesta
árlegrar jólasýningar
Árbæjarsafns.