Fréttablaðið - 08.12.2014, Page 42
8. desember 2014 MÁNUDAGUR| MENNING | 22
www.postur.is
PAKKINN ÞINN
Komdu jólapökkunum til okkar og við komum
þeim í réttar hendur hratt og örugglega.
er í traustum höndum
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/ S
ÍA
–
1
4
–
2
4
9
8
BÆKUR ★★★★ ★
Leitin að Blóðey
Guðni Líndal Benediktsson
VAKA-HELGAFELL
Leitin að Blóðey er fyrsta bók
Guðna Líndal Benediktssonar, en
hún hreppti íslensku barnabóka-
verðlaunin í ár. Undirrituð var
ekki viss um í hvers konar ferða-
lag hún var að leggja þegar hún
hóf lestur þessar-
ar bókar en fljót-
lega kom í ljós
að það var mikil
skemmtiför.
Bókin er saga í
sögu. Hún hefst
á því að hinn
sjö ára gamli
K r istjá n er
sendur í hátt-
inn og hann
er alls kost-
ar óánægður
m e ð þ a ð .
Fljótlega
stingur afi
höfðinu inn
u m h e r -
bergisdyrn-
ar og býðst
til að segja
honum
sögu. Afi
lætur
Krist-
ján lofa
að segja
ekki nokkrum
manni frá því sem hann ætlar
að trúa honum fyrir, en sagan
fjallar um ævintýrin sem afi
sjálfur lenti í þegar hann þurfti
að bjarga ömmu frá afskap-
lega ljótum og leiðinlegum seið-
skratta. Afi er mikil hetja í sög-
unni og þarf að berjast við alls
kyns óvættir en það gengur ágæt-
lega, enda hreystimenni mikið.
Sagan er vel skrifuð og fyrst
og fremst brjálæðislega fyndin.
Ég hló margoft upphátt – dátt og
lengi. Persónusköpun er til fyrir-
myndar, bæði sú sem er í höndum
afa – en hann segir frá alls konar
furðuverum sem hann mætir
á ferðum sínum – og svo er afi
sjálfur frábær karakter.
Sagan er lipurlega framsett og
augljóst er að höfundur hefur afar
gaman að því að skrifa hana, það
skín í gegn og sagnagleðin smitar
lesandann. Hún er þétt og heild-
stæð, þótt sögumaður komi sífellt
inn alls kyns útúrdúr-
um sem
eru hver
öðrum
fyndnari.
Ivan
Cappelli
gerði
myndirnar
sem prýða
kápuna
og upphaf
hvers kafla.
Ljóst er að
hann hafði
jafngaman af
teiknistarfinu
og höfundur
af sagnagerð-
inni og leyf-
ir ímyndunar-
aflinu að leiða
sig áfram.
Ég vona að við
fáum að heyra
fleiri sögur af
honum afa, en ef
ekki þá er þetta
a l l avega b ók
sem mun klár-
lega verða lesin margoft á hverju
heimili. Vel heppnuð frumraun
hjá Guðna.
Halla Þórlaug Óskarsdóttir
NIÐURSTAÐA: Bráðfyndin saga
með frábærum persónum sem ætti
að höfða bæði til barna og foreldra
þeirra.
Svakalega fyndið
ímyndunarafl
TÓNLIST ★★★ ★★
Jólaóratóría Bachs
Kór Neskirkju
FLUTT Í NESKIRKJU
FÖSTUDAGINN 5. DESEMBER
EINSÖNGVARAR HALLVEIG RÚNARS-
DÓTTIR, ÞORBJÖRN RÚNARSSON,
JÓHANNA HALLDÓRSDÓTTIR OG
HRÓLFUR SÆMUNDSSON.
STJÓRNANDI STEINGRÍMUR ÞÓRHALLSSON
Á mörkunum var að hin smágerða
Neskirkja hentaði fyrir stórtónleika
á föstudagskvöldið, það var svo loft-
laust. Á dagskránni var stytt útgáfa
Jólaóratóríunnar eftir Bach. Langa
útgáfan, sem er í sex hlutum, tekur
um þrjá klukkutíma í flutningi, en
hér var sleppt fjórða og fimmta
hluta.
Það var eins gott. Loftið var orðið
býsna þungt í kirkjunni undir það
síðasta og ósennilegt er að nokk-
ur hefði lifað af einn klukkutíma
í viðbót. Ég sá fyrir mér forsíðu-
frétt Fréttablaðsins: „Létust vegna
súrefnisskorts á tónleikum í Nes-
kirkju.“ Huga verður betur að loft-
ræstingu á svona löngum tónleik-
um þarna. Kannski þarf einhver að
opna útidyrnar af og til á meðan á
tónleikunum stendur.
Hljómburðurinn í Neskirkju er
líka ekki sérlega góður. Hann er
dálítið þurr, sem var e.t.v. orsök
þess að kór kirkjunnar var ansi
hvellur fyrst framan af. Kvenradd-
irnar voru hvassar, og enn hvassari
fyrir þær sakir að það vantaði nokk-
uð upp á að botninn væri ásættan-
legur. Ekki heyrðist nægilega vel
í körlunum og tenórarnir voru allt
að því aumkunarverðir þegar þeir
voru í aðalhlutverki. Þeir voru svo
mjóróma. Almennt lagaðist heildar-
hljómurinn þó eftir því sem á leið og
kórnum til hróss verður að segjast
að hann kunni hlutverk sitt og söng
af öryggi og mikilli tilfinningu.
Hljómsveitin var ekki gallalaus.
Fiðlurnar voru oft ekki hreinar og
tréblásturinn var væskilslegur. En
pákur og orgel var flott og trompet-
arnir voru framúrskarandi. Það eru
einmitt trompetarnir sem skipta svo
miklu máli í Jólaóratóríunni. Lúðra-
blásturinn í upphafi setur tóninn
fyrir allt verkið. Svo maður gat
verið þakklátur fyrir að trompet-
leikararnir klikkuðu ekki.
Einsöngvararnir stóðu sig flest-
ir ágætlega. Altsöngkonan Jóhanna
Halldórsdóttir átti erfitt með sína
rullu, hver svo sem ástæðan var.
Feilnóturnar voru einfaldlega of
margar, söngurinn var frekar flökt-
andi. En Þorbjörn Rúnarsson tenór
var glæsilegur í hlutverki guð-
spjallamannsins sem segir frá því
sem gerist. Hrólfur Sæmundsson
var líka magnaður í bassahlutverk-
inu og Hallveig Rúnarsdóttir sópr-
an söng afar fallega. Söngurinn var
svo skær að það var nánast eins og
hún væri með helíumfyllta blöðru
við höndina.
Þrátt fyrir þá vankanta sem
hér hafa verið tíundaðir voru tón-
leikarnir oft skemmtilegir. Stein-
grímur Þórhallsson stjórnaði af
röggsemi og gríðarlegri innlifun,
hann greinilega hreif flytjendurna
með sér. Fyrir bragðið einkenndist
flutningurinn af gleði og einlægni,
sem var smitandi.
Jónas Sen
NIÐURSTAÐA: Ekki fullkomnir
tónleikar, en sönggleðin var grípandi.
Ekki gallalaus Jólaóratóría
STJÓRNANDINN „Steingrímur Þórhallsson stjórnaði af röggsemi og gríðarlegri
innlifun, hann greinilega hreif flytjendurna með sér.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Árlegir aðventutónleikar Kvenna-
kórs Garðabæjar verða í Digra-
neskirkju í Kópavogi á miðviku-
dagskvöldið, 10. desember, og
hefjast klukkan 20. Efnisskrá tón-
leikanna verður að vanda hátíð-
leg og margar sígildar jólaperlur
munu hljóma.
Leikkonan Katla Margrét Þor-
geirsdóttir verður sér stakur
gestur á þessum aðventutón-
leikum. Kórstjóri Kvennakórs
Garðabæjar og listrænn stjórn-
andi er Ingibjörg Guðjónsdóttir
sópransöngkona og píanóleikari
kórsins er Sólveig Anna Jóns-
dóttir.
Aðventutónleikarnir eru einn
af hápunktum starfsársins en ár
hvert stendur kórinn fyrir öflugri
menningardagskrá. Þar ber hæst,
auk aðventutónleikanna, vortón-
leika kórsins auk Haustvöku eða
Góugleði. Kórinn syngur einnig
við margvísleg tækifæri árið um
kring. Í tilefni af tíu ára afmæli
kórsins árið 2010 kom út geisla-
diskurinn Jólasöngur sem inni-
heldur sextán íslensk og erlend
jólalög.
Sígildar jólaperlur
í Digraneskirkju
Kvennakór Garðabæjar heldur aðventutónleika
sína í Digraneskirkju á miðvikudagskvöldið.
KVENNAKÓR GARÐABÆJAR Aðventutónleikarnir eru einn af hápunktum starfs-
ársins.
MENNING