Fréttablaðið - 08.12.2014, Side 44

Fréttablaðið - 08.12.2014, Side 44
8. desember 2014 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 24 Hvolpurinn Þór vakti athygli á samfélagsmiðlum fyrir skömmu þegar hann lagðist í ferðalag frá Þórshöfn til Reykjavíkur. Dýrahjálp Íslands deildi mynd- um af ferðalagi Þórs en hann er í leit að framtíðarheimili. Hvolpurinn er sem stendur í fóstri hjá Þórunni Tryggvadóttur sem starfar sem sjálfboðaliði hjá Dýra- hjálp og hefur þar umsjón með fósturheimilum. „Hann vantaði heimili og ég ákvað að fara í málið,“ segir Þórunn sem er fyrir með tvær Golden Retriv er-tíkur á heimilinu. „Hann var alveg pollrólegur í flug- inu, ótrúleg hetja.“ Þór verður þriggja mánaða gam- all tólfta desember næstkomandi. „Hann er alveg ofboðslega ljúfur og góður hvolpkjáni.“ Dýrahjálp Íslands er sjálfboða- liðafélag sem finnur samastað fyrir heimilislaus dýr og rekur jafnframt athvarf sem tekur við dýrum í leit að heimili. „Fyrir okkur er mikilvægast að velja heimili sem hentar dýr- inu vel. Það eru mörg heimili sem eru mjög góð en kannski eitt sem hentar best fyrir þetta dýr.“ Þórunn segir að yfirleitt gangi vel að finna dýrunum athvarf. „Það gengur alltaf mjög hratt fyrir sig þegar maður er með ung dýr, hvolpa eða kettlinga.“ Hægt er að skrá sig sem sjálf- boðaliða á heimasíðu Dýra hjálpar. Meðal annars er hægt að vera með fósturheimili fyrir dýr sem eru á milli heimila. „Ég var fóstra í fyrsta skipti í fyrra en sá hundur fór reyndar aldrei frá mér,“ segir Þórunn sem tók ástfóstri við tíkina Þyrlu og veitti henni framtíðar- heimili. Ferðalag Þórs vakti athygli á Facebook og Twitter og hafa þegar borist nokkrar fyrir spurnir um hvolpinn. „Það voru margir sem vildu hjálpa, nokkrir búnir að leggja pening inn á reikning fyrir Þór. Við tökum gjald fyrir heilsufarsskoðun, geldingu og svoleiðis og við erum búnar að safna fyrir því.“ Þór er blanda af íslenskum fjárhundi, Labra- dor og Pointer. „Hann er alveg með Labrador-útlitið og er alveg svartur með hvítt á bringunni,“ segir Þórunn en hún verður með Þór í fóstri þar til framtíðar- heimili finnst fyrir hvolpinn. Áhugasamir geta skoðað þau dýr sem eru í leit að framtíðarheim- ili á heimasíðu Dýrahjálpar, dyra- hjalp.is. gydaloa@frettabladid.is Hvolpurinn Þór tók fl ugið frá Þórshöfn Ferðalagið vakti athygli á samfélagsmiðlum og leitar Þór nú að framtíðarheimili. LJÚFUR Þórunn segir Þór afskaplega ljúfan og góðan. MYND/SUNNA SIGRÍÐUR „Í rauninni byrjaði þetta þegar ég átti eldri dóttur mína árið 2011, þá fór ég að gera hárböndin,“ segir Hilda Björg Stefánsdóttir, graf- ískur hönnuður, sem nýverið hóf sölu á hárböndum fyrir börn undir nafninu AMIE. „Svo átti ég yngri dóttur mína árið 2013 og fór að gera hár böndin þá líka. Ég fékk alveg mikið af „kommentum“ á böndin þegar við fórum á ballettæfingar og svona.“ Í kjölfarið ákvað Hilda að gera eitthvað meira með hárböndin. „Ég fór svona að hugsa að það væri kannski gaman að gefa þetta í gjafir og gera eitthvað meira með þetta.“ Hárböndin fást í þremur mis- munandi litum. Á böndunum eru marglitar þæfðar ullarkúlur og mögulegt er að óska eftir sér- stökum litum og samsetningum. Hugmyndin kviknaði þegar Hilda skoðaði gömul myndaalbúm. Þar rakst hún á myndir af frænku sinni. „Ég man eftir að frænka mín var rosalega mikið með svipuð bönd, hún er orðin 24 ára í dag,“ segir Hilda og bætir við að það skipti líka máli að hárböndin séu þægileg. „Maður fer líka bara að hugsa þegar hárið er allt úti um allt hjá börn- unum. þetta er mjúk teygja og þær geta verið með þetta allan daginn.“ Hárböndin selur Hilda á Facebook/ amie.rvk en mun á næstunni opna vefverslun Amie-rvk.com. - gló Grafískur hönnuður gerir barnahárbönd Hilda Björg Stefánsdóttir gerir hárbönd með þæfðum ullarkúlum fyrir börn. Byrjaði árið 2011. FÍNAR Hilda með dætrum sínum og lítilli vinkonu sem allar eru með hárböndin. MYND/BÍG - ÞORSKUR „ÞESSI SJÚKLEGA GÓÐI“ FRÁ STYKKISHÓLMI EKTA HVALUR „SÁ EINI SANNI“ LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.