Fréttablaðið - 08.12.2014, Side 45
MÁNUDAGUR 8. desember 2014 | LÍFIÐ | 25
„Myndin gerist öll á einni nóttu
og er svolítið svona dramatískt
augnablik í lífi mæðgna í Reykja-
vík,“ segir Ása Helga Hjörleifs-
dóttir handritshöfundur og leik-
stjóri.
Hún leitar nú að ungri leikkonu
til þess að fara með eitt af aðal-
hlutverkum stuttmyndar sem
tekin verður upp í janúar á næsta
ári.
„Mig langaði að gera mynd
sem væri hversdagsleg en í senn
ævintýraleg og svolítið svona
aftur í mína æsku þegar ég var
á svip uðum aldri og dóttirin er,“
segir Ása þegar hún er spurð að
því hvernig hugmyndin að stutt-
myndinni hafi vaknað.
Myndin segir söguna af einni
nótt í lífi mæðgnanna Maríönnu og
Védísar sem flækist inn í drama-
tískt augnablik í lífi móður sinnar.
Laufey Elíasdóttir fer með hlut-
verk Maríönnu í myndinni en Ása
leitar nú að ungri leikkonu á aldr-
inum átta til ellefu ára til þess að
leika Védísi en reynsla af leiklist
ekki nauðsynleg.
Framleiðendur myndarinnar
eru Hlín Jóhannesdóttir og Birg-
itta Björnsdóttir hjá Vintage Pict-
ures en áhugasömum er bent á að
hafa samband í gegnum netfangið
castin.vetur@gmail.com. - gló
Leitar að ungri leikkonu í nýja stuttmynd
Ása Helga Hjörleifsdóttir, leikstjóri og handritshöfundur, gerir hversdagslega og ævintýralega mynd.
Myndin gerist
öll á einni nóttu
og er svolítið svona
dramatískt augnablik
í lífi mæðgna
í Reykjavík.
ÁSA HELGA Leitar að ungri leikkonu
fyrir stuttmynd sína. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Gerard Butler og innanhússarki-
tektinn Morgan Brown eru farin
að búa saman. Þau byrjuðu saman
fyrr á þessu ári og segir heim-
ildar maður að leikarinn sé yfir sig
ástfanginn af dökkhærðu dísinni.
Hann ku ætla að bera upp bón-
orðið á næstunni eftir aðeins
þriggja mánaða samband. „Gerard
er einnar konu maður núna. Þau
eru farin að búa saman og núna
eru þau byrjuð að ræða hjóna-
band,“ sagði heimildarmaðurinn.
Hinn 45 ára Butler fór í meðferð
árið 2012 vegna fíknar í verkjalyf
en virðist vera á beinu brautinni
núna.
Butler býr með
kærustunni
GERARD BUTLER Leikarinn mun vera
yfir sig ástfanginn af kærustu sinni til
þriggja mánaða.
Fjölskylduband
Verð frá 34.000 kr.
Metalsveitin sataníska Slayer
sýndi á sér mjúku hliðina og
bjargaði heimilislausum kett-
lingi á dögunum. „Um kvöldið 3.
desember fóru gítarleikari Slayer,
Kerry King, og nokkrir aðrir með-
limir hópsins út að borða á uppá-
haldssteikhúsi Kings í Indianapol-
is, St. Elmo‘s Steak House,“ segir í
tilkynningu frá sveitinni.
Eftir kvöldmatinn sá Jess Cor-
tese, umboðsmaður sveitarinn-
ar á tónleikaferðalaginu, heim-
ilislausan mann á götunni sem
bauð lítinn kettling til sölu fyrir
einn dal. „Kisunni virtist vera
ískalt þannig að Jess tók hana og
svaf með henni í kojunni sinni í
rútunni,“ segir í tilkynningunni
en kisan endaði í höndum rótara
sem langaði að eignast kisu. Hún
var nefnd Gypsy eða Sígauni af
hljómsveitinni. - þij
Slayer bjargar kisu
GYPSY Slayer bjargaði kisunni af götum
Indianapolis.