Fréttablaðið - 08.12.2014, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 08.12.2014, Blaðsíða 45
MÁNUDAGUR 8. desember 2014 | LÍFIÐ | 25 „Myndin gerist öll á einni nóttu og er svolítið svona dramatískt augnablik í lífi mæðgna í Reykja- vík,“ segir Ása Helga Hjörleifs- dóttir handritshöfundur og leik- stjóri. Hún leitar nú að ungri leikkonu til þess að fara með eitt af aðal- hlutverkum stuttmyndar sem tekin verður upp í janúar á næsta ári. „Mig langaði að gera mynd sem væri hversdagsleg en í senn ævintýraleg og svolítið svona aftur í mína æsku þegar ég var á svip uðum aldri og dóttirin er,“ segir Ása þegar hún er spurð að því hvernig hugmyndin að stutt- myndinni hafi vaknað. Myndin segir söguna af einni nótt í lífi mæðgnanna Maríönnu og Védísar sem flækist inn í drama- tískt augnablik í lífi móður sinnar. Laufey Elíasdóttir fer með hlut- verk Maríönnu í myndinni en Ása leitar nú að ungri leikkonu á aldr- inum átta til ellefu ára til þess að leika Védísi en reynsla af leiklist ekki nauðsynleg. Framleiðendur myndarinnar eru Hlín Jóhannesdóttir og Birg- itta Björnsdóttir hjá Vintage Pict- ures en áhugasömum er bent á að hafa samband í gegnum netfangið castin.vetur@gmail.com. - gló Leitar að ungri leikkonu í nýja stuttmynd Ása Helga Hjörleifsdóttir, leikstjóri og handritshöfundur, gerir hversdagslega og ævintýralega mynd. Myndin gerist öll á einni nóttu og er svolítið svona dramatískt augnablik í lífi mæðgna í Reykjavík. ÁSA HELGA Leitar að ungri leikkonu fyrir stuttmynd sína. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Gerard Butler og innanhússarki- tektinn Morgan Brown eru farin að búa saman. Þau byrjuðu saman fyrr á þessu ári og segir heim- ildar maður að leikarinn sé yfir sig ástfanginn af dökkhærðu dísinni. Hann ku ætla að bera upp bón- orðið á næstunni eftir aðeins þriggja mánaða samband. „Gerard er einnar konu maður núna. Þau eru farin að búa saman og núna eru þau byrjuð að ræða hjóna- band,“ sagði heimildarmaðurinn. Hinn 45 ára Butler fór í meðferð árið 2012 vegna fíknar í verkjalyf en virðist vera á beinu brautinni núna. Butler býr með kærustunni GERARD BUTLER Leikarinn mun vera yfir sig ástfanginn af kærustu sinni til þriggja mánaða. Fjölskylduband Verð frá 34.000 kr. Metalsveitin sataníska Slayer sýndi á sér mjúku hliðina og bjargaði heimilislausum kett- lingi á dögunum. „Um kvöldið 3. desember fóru gítarleikari Slayer, Kerry King, og nokkrir aðrir með- limir hópsins út að borða á uppá- haldssteikhúsi Kings í Indianapol- is, St. Elmo‘s Steak House,“ segir í tilkynningu frá sveitinni. Eftir kvöldmatinn sá Jess Cor- tese, umboðsmaður sveitarinn- ar á tónleikaferðalaginu, heim- ilislausan mann á götunni sem bauð lítinn kettling til sölu fyrir einn dal. „Kisunni virtist vera ískalt þannig að Jess tók hana og svaf með henni í kojunni sinni í rútunni,“ segir í tilkynningunni en kisan endaði í höndum rótara sem langaði að eignast kisu. Hún var nefnd Gypsy eða Sígauni af hljómsveitinni. - þij Slayer bjargar kisu GYPSY Slayer bjargaði kisunni af götum Indianapolis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.