Fréttablaðið - 20.12.2014, Side 18

Fréttablaðið - 20.12.2014, Side 18
20. desember 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 18 ÁSTRALÍA, AP Átta látin börn og illa særð móðir sjö þeirra fundust á heimili í borginni Cairns í Queens- land-ríki Ástralíu. Yngsta barnið var 18 mánaða gamalt en hið elsta fimmtán ára. Áttunda barnið var skyldmenni þeirra. Það var tvítugur bróðir systkin- anna sjö sem kom að þeim. Móðir- in var sögð þungt haldin af stungu- sárum en lögreglan lét ekkert uppi um það hvernig dauða barnanna hefði borið að höndum. Móðirin var flutt á sjúkrahús og var ástand hennar sagt stöðugt. Síðdegis í gær var hún orðin nógu hress til að geta aðstoðað lögregl- una við að varpa ljósi á málið. Lögreglan vildi heldur ekkert gefa upp um það hver væri grun- aður um voðaverkið. Samt tók lög- reglan skýrt fram að nágrannar eða aðrir í Ástralíu þyrftu ekki að hafa neinar áhyggjur af því að morðinginn léki lausum hala. Eng- inn væri í hættu staddur. „Sem stendur er engin ástæða fyrir almenning til að hafa áhyggj- ur af þessu, fyrir utan þá stað- reynd að þetta er afar sorglegur atburður,“ hafði AP-fréttastofan eftir Bruno Asnicar rannsóknar- lögreglumanni. Það var Lisa Thaydai, skyld- menni fjölskyldunnar, sem skýrði fjölmiðlum frá því að það hefði verið tvítugi bróðirinn sem kom að börnunum látnum og móður sinni með veiku lífsmarki. „Ég ætla að fara að tala við hann núna, hann þarf á hughreystingu að halda,“ sagði hún. „Við erum stór fjölskylda. Ég trúi þessu bara ekki.“ Tugir lögreglumanna unnu að rannsókn málsins á heimili fjöl- skyldunnar fram eftir degi í gær. Fjöldi nágranna stóð við lokunar- borða lögreglunnar, sem strengdir voru yfir götuna, og fylgdist með því sem fram fór. Margir voru með tárin í augunum. „Þessir atburðir hafa vitaskuld skelfileg áhrif á alla og lögreglu- menn eru þar ekkert undanskildir – við erum mannlegir líka,“ sagði Ascinar. Þessi harmleikur verður örfáum dögum eftir að vopnaður maður tók átján kaffihúsagesti í gíslingu í Sydney og hélt þeim þar flestum í sextán klukkustundir. Tveir gísl- anna létu lífið og gíslatökumaður- inn sömuleiðis. „Fréttirnar frá Cairns eru átakan legar,“ sagði Tony Abbott forsætisráðherra í yfirlýsingu. „Þetta er ólýsanlegur glæpur. Þetta eru erfiðir dagar fyrir land- ið okkar.“ gudsteinn@frettabladid.is Hópur barna var myrtur Aðkoman á heimili í Ástralíu er ein sú hrikalegasta sem lögreglan þar hefur kynnst. Tvítugur piltur kom að systkinum sínum og einu öðru barni látnu. SVÆÐIÐ AFGIRT Lögreglan lokaði svæðið af og hafði mikinn viðbúnað. BLÓMVENDIR Nálægt húsinu var fólk byrjað að skilja eftir blómvendi til minningar um börnin. NORDICPHOTOS/FP SAMKEPPNISMÁL Samkeppniseftir- litið hefur komist að þeirri niður- stöðu að Securitas hf. hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á mark- aði fyrir öryggisgæslu fyrir heim- ili og fyrirtæki. Securitas beri því að greiða 80 milljóna króna stjórn- valdssekt í ríkissjóð. Samkvæmt tilkynningu Sam- keppniseftirlitsins fólust brot Securi- tas í því að fyrirtækið gerði einka- kaupasamninga við viðskiptavini sína um svokallaða Heimavörn og Firmavörn. Samningarnir voru með binditíma til þriggja ára auk ákvæða sem áttu að skapa „aukna tryggð við- skiptavina við fyrirtækið“. „Samningarnir fólu í sér að við- skiptavinunum var óheimilt að eiga viðskipti við aðra þjónustuaðila um nokkurra ára skeið. Einnig voru í samningunum ákvæði sem voru til þess fallin að skapa aukna tryggð viðskiptavina við Securitas,“ segir í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins. Þar segir einnig að fyrirtækið hafi haft mikla yfirburði á sviði öryggisgæslu fyrir heimili og fyrir- tæki á árunum 2006-2011, um 65-70 prósenta hlutdeild, þegar málið var til skoðunar. Einkakaupasamn- ingar þess hafi því haft talsverð úti- lokunar áhrif og takmarkað mögu- leika minni keppinauta á að ná til sín auknum viðskiptum eða nýrra að komast inn á markaðinn. - hg Samkeppniseftirlitið leggur 80 milljóna sekt á fyrirtækið fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu: Securitas sektað fyrir samkeppnisbrot SECURITAS Samningarnir Heimavörn og Firmavörn takmörkuðu að mati Sam- keppniseftirlitsins möguleika minni keppinauta Securitas á að ná til sín auknum viðskiptum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNMÁL Þórdís Kolbrún Reyk- fjörð Gísladóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Ólafar Nor- dal innanríkisráðherra og hóf hún störf í gær. Þórdís starfaði áður sem fram- kvæmdastjóri þingflokks Sjálf- stæðismanna og kosningastjóri flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir síðustu alþingiskosningar. Hún mun starfa við hlið Kristínar Haraldsdóttur sem var ráðin lög- fræðilegur aðstoðarmaður Ólafar þann 9. desember síðastliðinn. - hg Aðstoðar innanríkisráðherra: Ólöf fær annan aðstoðarmann Fæst hjá Jóni & Óskari. Laugavegi 61 // Kringlunni // Smáralind. Tel.+354 552 4910 // www.jonogoskar.is. Nýjasta hönnun úr Icecold silfurlínunni er innblásin af hinum töfrandi Norðurljósum. Tilvalin gjöf til vina og vandamanna erlendis. PI PA R \ TB W A • S ÍA • 1 4 39 89 Men frá 16.900 kr. Lokkar 15.900 kr.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.