Fréttablaðið - 20.12.2014, Page 21
Skotveiðií máli og myndum 2Sk
ð
l
Stórglæsileg
bók um
skotveiði
í máli og
myndum
Veiddu
betur
– lax
Veiddu
betur
– silung
Strandstangaveiði
á Íslandi
Í þessari bók, sem er sjálfstætt framhald af Skotveiði í máli og myndum sem
kom út árið 2009, er komið víða við og stemmning skot veið innar svífur yfir
vötnum. Nokkrir af snjöllustu skotveiði mönnum landsins segja sögur, rifja upp
skemmtileg atvik og miðla af reynslu sinni. Einnig eru í bókinni eldri frásagnir
og greinar sem sýna breytta tíma. Bókin er ríkulega myndskreytt.
Stangaveiðivertíðin 2014 var um margt
athyglisverð og eru helstu atriði rakin í
bókinni, auk þess sem helstu fréttir eru
rifjaðar upp og veiðisögur sagðar. Þá er
að venju greint frá heimsóknum ritstjóra
á ný og skemmtileg veiðisvæði og meðal
svæða sem heimsótt voru má nefna Litlu
Þverá í Borgarfirði og Eldvatnsbotna.
Ritstjóri er Guðmundur Guðjónsson.
Veiddu betur – lax
Hér er um að ræða góða handbók þar
sem nokkrir af helstu sérfræðingum
landsins í laxveiðum segja frá
aðferðafræðinni og sérviskunum þegar
tekist er á við hin margvíslegustu skilyrði
sem mæta mönnum á árbakkanum.
Sérfræðingarnir sem um ræðir eru Ásgeir
Heiðar, Haraldur Eiríksson og Stefán
Sigurðsson, áður kenndur við Lax-á.
Strandstangaveiði á Íslandi
Strandstangaveiði hefur átt vaxandi
vinsældum að fagna hér á landi,
enda óhemju fjölbreyttir möguleikar
til ástundunar um land allt. Hér eru
tegundirnar kynntar, fjöldi góðra
veiðistaða nefndir, hinar ýmsu útfærslur
kynntar og margt annað er varðar
þennan skemmtilega veiðiskap. Þessi
handbók hjálpar þeim sem vilja prófa
þennan veiðiskap að koma sér af stað.
Veiddu betur – silung
Hér er um að ræða góða handbók þar
sem nokkrir af helstu sérfræðingum
landsins í silungsveiðum segja frá
aðferðafræðinni og sérviskunum þegar
tekist er á við hin margvíslegustu
skilyrði sem mæta mönnum á ár- eða
vatnsbakkanum. Sérfræðingarnir sem
um ræðir eru Jón Eyfjörð, Bjarki Már
Jóhannsson og Ríkarður Hjálmarsson.