Fréttablaðið - 20.12.2014, Side 24

Fréttablaðið - 20.12.2014, Side 24
20. desember 2014 LAUGARDAGURSKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SPOTTIÐ MÍN SKOÐUN: PAWEL BARTOSZEK Í gegnum tíðina hafa margir verið sannfærðir um að til-vera Ríkisútvarpsins væri forsenda fyrir því að íslensk menning fengi að blómstra. Lengi vel höfðu margir í raun enn rót- tækari skoðun: Ekki aðeins væri tilvist RÚV góð fyrir menninguna heldur væri tilvist annarra stöðva vond fyrir hana. Þannig var stað- an á íslenska fjölmiðlamarkaðnum frá stofnun RÚV 1930 þangað til að Bylgjan og Stöð 2 hófu útsend- ingar árið 1986. Sem sagt: í meira en hálfa öld. Um tíma hafði stór hluti Íslend- inga raunar valkost. Það var Kanasjónvarpið. Það gramd- ist vitanlega mörgum að sá eini sem gat veitt íslensku ríkisvaldi sam- keppni þegar kom að rekstri ljósvakamiðla vær i erlent ríkis vald. Margir voru sannfærðir um að íslenskri menningu stafaði hætta af þessum útsendingum. Tugir þjóðþekktra manna birtu árið 1964 yfirlýsingu þar sem þeir sögðu að þessar útsendingar væru „vansæmandi fyrir Íslendinga sem sjálfstæða menningarþjóð“ og skoruðu á Alþingi að þær yrðu stöðvaðar. Svo fór að ríkið hóf sjónvarps- rekstur. Áhugamönnum um þjóðar sæmd varð að ósk sinni því útsendingar Kanasjónvarps- ins urðu takmarkaðar við herstöð- ina sjálfa og nánasta umhverfi hennar. Kannski kann einhverj- um að þykja það hlægilegt að ég skyldi nú gráta Kanasjónvarpið, gráta þetta „ofbeldi“ íslenska ríkis- ins á hendur Bandaríkjastjórn. En ofbeldið á hendur þeim Íslending- um sem kærðu sig um að horfa á af þrey ingar efni frá þessari erlendu ómenningarþjóð var auðvitað raun- verulegt. Þeirra líf varð fátæklegra. Ofb eldi í hálfa öld Eitt hefði nú verið ef menn hefðu skrúfað fyrir útsend-ingar Kanans í því skyni að leyfa öðrum, þá íslenskum einka- aðilum, að nýta þær tíðnir sem við það losnuðu. En, nei, menn- ingin varð að fá að blómstra á einni ríkisrekinni útvarpsstöð og einni ríkisrekinni sjónvarpsstöð. Útvarpsstöðin eina spilaði tónlist fyrir ungt fólk að minnsta kosti einu sinni í viku. Sjónvarpsstöðin tók sér frí einu sinni í viku og yfir sumartímann. Því þótt almenn- ingsútvarpið væri menningunni lífsnauðsynlegt mátti ekki vera of mikið af því svo menn yrðu ekki heimskir. Smám saman urðu kröfur um meiri fjölbreytni háværari. Til að bregðast við þessu ákalli ákvað ríkisvaldið loksins … að stofna aðra ríkisútvarpsstöð! Menn halda reglulega upp á stofnun þeirrar stöðvar eins og einhvers merks áfanga í sögu útvarpsreksturs. Frá sjónarhóli frjálsræðis er þetta eins og ef menn myndu bregðast við ákalli um áfengi í matvöruversl- anir með því að ríkið hæfi rekst- ur matvöruverslana og seldi þar áfengi. Þegar einkaaðilar fóru af stað með útvarpsrekstur í verk- falli starfsmanna RÚV var þeim útvarpsstöðvum lokað með lög- regluvaldi. Sumum þótti þögn- in vera skárri en tilhugsunin um að einhver annar en RÚV gæti séð landsmönnum fyrir hljóði og hreyfimyndum. Sem betur fer var lögunum breytt ári síðar. En það má hugsa um allt það efni sem ekki fékk að verða til fyrir 1986 vegna þess að engum sem stjórn- aði dagskránni á RÚV leist á það. Við vitum ekki hverju við misst- um af. Aðeins eitt smáblóm Menn deila ekki um smekk. Ef einhverjum þætti alveg ótrúlega vænt um bláu nýmjólkina frá MS þá væri lítið gagn að því að reyna að sann- færa hann um að hann hefði í raun lágar kröfur og fátæklegt bragð- skyn. En ef hann reyndi að sann- færa mig um að þetta væri besta mjólk í heiminum þá myndi ég krefjast rökstuðnings. Ef hann myndi svo reyna að sannfæra mig um að Íslendingar ættu allan beina styrk sinn Mjólkursamsöl- unni að þakka þá myndi ég æpa. Ef einhver myndi svo, vegna hættu á beinþynningu þjóðarinnar, vilja að Mjólkursamsalan ætti að fá einkaleyfi á mjólkurframleiðslu þá myndi ég æpa hærra. Ég hef ekki sérstaklega miklar taugar til RÚV, en ég get þannig séð skilið þau rök að fjölbreytn- innar vegna ætti það að fá að halda sér. En ég efast hins vegar um að ég myndi leggja til að það myndi fjölga stöðvum til að höfða til fleira fólks í samkeppni við einkaaðila. Minnkandi umsvif RÚV skapa svigrúm fyrir aðra. Þegar skorið var niður í svæðis- útvarpinu var það harmað mjög, en viti menn, þetta skóp rekstrar- grundvöll fyrir einkarekna hér- aðssjónvarpsstöð fyrir Norður- land. Menn mega, ef þeir vilja, eigna mér þær skoðanir að ég vilji rústa menningunni og þagga niður í þjóðarröddinni. En ég held að ekkert hræðilegt muni gerast þótt næsta lausa króna úr ríkis- sjóði fari í annað en til RÚV. En margir vilja að hún fari einmitt þangað. Og því er ég ósammála. RÚV á marga vini A lltof mörg börn kvíða jólunum. Sum vegna fátæktar, önnur vegna áfengisneyslu þeirra fullorðnu og mörg vegna hvors tveggja. Líðan barna mótast iðulega af líðan foreldranna. Í aðdraganda jóla er gott að hafa þetta í huga og gefa gaum að líðan barnanna. Jólin eru mörgum börnum erfið. Og ekki bara fátækum börnum. Með samstilltu átaki var áfengi útrýmt úr fermingarveislum. Sama má, og jafnvel þarf að gera, varðandi jólahátíðina. Drykkja full- orðinna skaðar og meiðir börn. Áfengi skerðir dómgreind, gerir fólk vanhæfara og oftast ljótara og leiðinlegra en annars er. Annað sem er vont við jólin er mismununin. Þau sem lifa við ofgnótt og þau sem búa við skort eru oft hlið við hlið í lífinu. Í skólum, á leikvöllum, í tómstundastarfi og víðar. Í rannsókn Hrafnhildar Rósu Gunnars- dóttur hjúkrunarfræðings, sem sagt er frá í Fréttablaðinu í dag, segir meðal annars að vegna þess hve margir líða einhvern skort hér á landi, þá fylgi því ekki sömu neikvæðu tengingar eða vanlíðanin. „Á hinum Norðurlöndunum býr allur fjöldinn við góðar efnahagsaðstæður þannig að aðstæður þeirra sem líða skort verða augljósari. Svo er mikilvægt að halda því til haga að íslensk börn glíma í minni mæli við andleg veikindi en börn í öðrum löndum og ekki sé hægt að tengja þau með jafnsterkum hætti við fjárhagsörðugleika foreldranna.“ Þetta er eflaust rétt en eigi að síður er ljóst að barn sem fær minna, er klætt í síðri föt, getur ekki tekið þátt í ýmsu sem það langar til, því barni líður illa. Jafnt á Íslandi sem í öðrum löndum. Í fréttinni, sem vitnað var til hér að ofan, segir líka: „Lífs- skilyrði og lifnaðarhættir foreldra eru mikilvægir áhrifaþættir heilsu og vellíðanar barna og unglinga en fáar rannsóknir hafa verið gerðar á sambandi daglegra áskorana foreldra og and- legrar heilsu barna. Tilgangur rannsóknarinnar var þess vegna að kanna upplifun foreldra af áskorunum hversdagslífsins og rannsaka nánar tengsl andlegrar vanlíðanar barna og unglinga við tímaskort og fjárhagserfiðleika foreldra.“ Eflaust var þetta tímabær rannsókn. Það er ágætt að vita að marktækt samband er á milli andlegrar vanlíðanar bæði drengja og stúlkna og tímaskorts foreldra. Og þetta er verra hér en á hinum Norðurlöndunum. Hátt í helmingur íslenskra foreldra hefur greint frá fjárhagserfiðleikum sem er talsvert hærra hlutfall en á meðal foreldra á hinum Norðurlöndunum. Sem sagt, staða okkar er verri en nágrannaþjóðanna. Hér er meiri og almennari fátækt en hjá nágrönnum okkar. Það gerir að fátæk börn skera sig ekki eins úr fjöldanum hér hjá okkur. Það bætir ekki stöðu okkar, fátækt er meiri hér. Hér er enn eitt dæmið um hversu erfitt er að mæla hagsæld, en Hrafnhildur Rósa Gunnarsdóttir hefur gert tilraun til að mæla hluta hennar og niðurstaðan er ljós. Hagsæld margra barna á Íslandi er áfátt. Það er okkar að laga það. Öruggasta leiðin til að búa börnum gleðileg jól er að þau finni til öryggis. Losni undan kvíða og angist. Vísasta leiðin til að spilla jólunum, hátíð barnanna, er að skapa ótta, ekki síst með áfengisdrykkju. Verum allsgáð um jólin. Kvíði, örvænting og óöryggi á jólunum: Jól og fátæk börn Sigurjón Magnús Egilsson sme@frettabladid.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.