Fréttablaðið - 20.12.2014, Side 40

Fréttablaðið - 20.12.2014, Side 40
20. desember 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTASKÝRING | 40 Það er verið að skreyta fyrir jólin á Litla-Hrauni. Stórar málaðar viðar-skreytingar prýði veggi og hlið og risavaxið jólatré verður reist á miðju torg- inu. Margrét er stolt af vistmönnum sem leggja mikið upp úr því að gera umhverfið vistlegt um jólin. Hún hefur leitt blaðamann um fangelsið og frætt hann um mikilvægt skóla- starf sem þar fer fram. Nýafstaðin eru próf og margir fanganna hafa fengið einkunnir sínar. Flestir hafa staðist þau með ágætum. Á skrifstofu Margrétar eru ljós- myndir og bréf frá þakklátum föng- um í hillum og á veggjum. Á einni ljósmynd má líta einn þeirra sem ber stúdentshúfu og stendur stoltur með fjölskyldu sinni, konu og ungu barni. „Ég fæ mikið af bréfum og myndum sendum til mín. Þeir eru svo margir sem hafa staðið sig vel.“ Í desembermánuði hefur Frétta- blaðið fjallað um menntamál fanga sem líða fyrir fjárskort. Búið er að skera niður stöðu náms- og starfs- ráðgjafa í fangelsinu, þá er mikill munur á aðstöðu fanga til náms eftir því hvar þeir afplána og íslensk stjórnvöld standast ekki þær alþjóð- legu skuldbindingar sem þau hafa gengist undir. Brosið fer ekki af þeim Margrét segir það mundu hafa mikil og víðtæk áhrif væri betur stutt við menntamál fanga. „Það myndi hafa mjög góðar víðtækar afleiðingar, ekki bara fyrir þá heldur okkur öll. Það hefur sýnt sig að margir sem stunda nám hér halda áfram þegar þeir koma út. Þegar þeir eru einu sinni búnir að átta sig á því að þeir geta lært þá vilja þeir halda áfram og verða betri þegnar í sam- félaginu.“ Hún segir gjöfult að fylgj- ast með því þegar þeir uppgötva fyrst að þeir geti lært. „Stór hluti fanga hefur flosnað upp úr námi í grunnskóla. Þegar þeir hafa áttað sig á því að þeir geta lært, sem er oft þegar þeir hafa náð fyrsta próf- inu sínu, þá fer brosið ekki af þeim.“ Skilningur hefur aukist á mikil- vægi skólastarfs í fangelsum og námi sem betrun að mati Mar- grétar. Þó vantar upp á að sá skiln- ingur skili sér í fjárstuðningi. „Nú er ég að berjast fyrir því að fá náms- og starfsráðgjafa aftur í fulla stöðu. Það breytti svo miklu að fá slíkan ráðgjafa árið 2007. Þetta er allt spurning um forgangsröðun, við erum kannski ekki komin ofarlega á listann en skilningur hefur aukist mikið fyrir námi sem betrun. Það er alveg ljóst að nám dregur úr endur- komutíðni.“ Fá metnað fyrir börn sín Áhrif náms fanga eru víðtækari. Þau ná til fjölskyldu hans. „Við erum kannski með vistmann hér sem sér að hann getur lært og hann á kannski sjálfur ungling sem á erfitt með nám. Um leið og vistmenn hér fá metnað fyrir sjálfa sig, þá fá þeir líka metnað fyrir börnin sín. Að þau leggi rækt við námið og fái þá þjón- ustu sem þeim ber í grunnskólum. Þjónustu sem þeir fengu ef til vill ekki þegar þeir voru sjálfir börn. Þetta skiptir mjög miklu máli.“ Ríkið verslar ekki nægjanlega mikið við Litla-Hraun Meginmarkmið Margrétar er að sjá til þess að vistmenn fái rúm til betrunar. Það gerir hún með því að veita vistmönnum atvinnu og tæki- færi til náms. „Það sem við þurfum að hafa til staðar í hverju fangelsi er framboð af vinnu og framboð af námi. Hlutverk stjórnvalda er að skapa aðstæðurnar, að sjá til þess að tækifærin séu til staðar. Við erum alltaf að leita að verkefn- um fyrir vistmenn hér. Við erum í góðu samstarfi við Íslenska gáma- félagið, þar sem er verið að hirða úr gömlum tækjum endurnýtan- lega málma, við höfum líka feng- ið verkefni frá Landvörslu ríkisins þar sem við erum að skanna inn myndasafnið þeirra. Við höfum líka hreinsað vegastikur, hreinsað þær og endurmerkt. Við erum allt- af að ná okkur í lítil verkefni. Það er ekki nóg af þessum verkefnum. Við misstum í hruninu frá okkur verkefni og það er ekki nægjan- lega ríkur vilji hjá ríkisstofnun- um eða hálfopinberum stofnun- um að versla við okkur húsgögn sem við smíðum. Við megum ekki auglýsa, sem er algjörlega fárán- legt. Þetta er endurhæfing og ekki samkeppni, það ætti að líta á það á þann hátt.“ Námi á Litla-Hrauni hefur líka verið breytt töluvert til að skapa fleiri tækifæri. Nú geta fangar skráð sig í nám hve- nær sem þeir koma til afplánunar. Námsráðgjafinn fyrrverandi kom þessu til leiðar. Lærði að lesa í fangelsinu Bakgrunnur þeirra sem koma til afplánunar er oft sá að þeir hafa flosnað upp úr grunnskóla á barns- aldri. Því er að mörgu að huga þegar hugað er að námi. Margrét segir stóran hóp sem kemur í fang- elsi til afplánunar ólæsan eða með engan lesskilning. Hún segir sögu ólæss drengs sem lærði að lesa í fangelsinu og tók íslenskupróf í haust. Hann fékk 9,2 í öðru þeirra. „Við erum smátt og smátt að uppgötva að það er stór hópur sem kemur í fangelsi sem er ólæs eða með engan lesskilning. Þeir geta ekki lesið sér til gagns. Það hefur heldur ekki verið horft á það í fjár- veitingum. Ég fékk hins vegar styrk úr sjóði sem ég sótti um og í fram- haldi af því höfum við verið með lestrarnámskeið í gangi allt þetta ár sem hafa verið að skila ótrú legum árangri. Einn drengur sem var stautandi og hafði engan lesskiln- ing fór á lestrarnámskeið í janúar á þessu ári. Í maí gat hann lesið upp úr AA-bókinni á fundum. Í haust tók hann svo sitt fyrsta próf í íslensku, þá átti hann að lesa fjóra kafla og taka krossapróf. Hann tók tvö próf. Í öðru fékk hann 8,6 og hinu 9,2.“ Hún segir sögu þessa drengs dæmigerða. Margir ungir dreng- ir flosni upp úr námi og fari með brotið sjálfstraust út í samfélagið. „Þessi drengur átti mjög erfiða æsku, á einhverjum tímapunkti lætur samfélagið sig ekki varða um það að hann á erfiða æsku. Þótt öllum hafi verið það ljóst. Hann hefur fengið nokkra dóma og hefur aldrei getað lesið þau gögn sem hann skrifaði undir. Þetta er óskap- leg hefting fyrir einstakling að geta ekki lesið sér til gagns. Mér finnst þetta svo mikill sigur, honum finnst það líka. Þetta eykur sjálfstraustið og von um að það sé hægt að gera eitthvað annað. Það að það sé hægt að læra og stunda vinnu og afla sér einhverra réttinda. Í því samhengi þurfum við miklu meira verknám og við þurfum aðstöðu fyrir það.“ Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is 1 2 3 4MENNTAMÁL FANGA Þroskaðist á Litla-Hrauni Í sjö ár hefur Margrét Frímannsdóttir gegnt embætti forstöðumanns Fangelsisins Litla-Hrauni. Hún segir starfið gjöfult og þroskandi og er í stöðugri baráttu fyrir vistmenn sína. Skólastarfið á Litla-Hrauni segir hún öllu máli skipta í betrun og endur- hæfingu fanga og stundum vinnast þar ótrúlegir sigrar. Í ár lærði ólæs drengur að lesa á Litla-Hrauni og fékk 9,2 á íslenskuprófi. Stór hluti fanga hefur flosnað upp úr námi í grunnskóla. Þegar þeir hafa áttað sig á því að þeir geta lært, sem er oft þegar þeir hafa náð fyrsta prófinu sínu, þá fer brosið ekki af þeim. Við erum smátt og smátt að uppgötva að það er stór hópur sem kemur í fangelsi sem er ólæs eða með engan lesskilning. Þeir geta ekki lesið sér til gagns. Það hefur heldur ekki verið horft á það í fjárveitingum. Nú, sjö árum eftir að ég kom hingað, þá finnst mér starfið enn þá jafn gefandi. Jafnvel enn meira, maður öðlast alltaf meiri skilning og þroska. Ég hef þroskast mikið á Litla-Hrauni. FRÉTTABLAÐ IÐ /G VA
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.