Fréttablaðið - 20.12.2014, Síða 50

Fréttablaðið - 20.12.2014, Síða 50
20. desember 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 50 við náttúruhamfarir og búa til stöðu sem gekk út á að vera ráð- gjafi gagnvart alþjóðasamtök- um og ríkisstjórnum um hvernig hægt væri að nýta tæknina betur í tengslum við náttúruhamfarir. Þetta var mitt draumastarf þann- ig að síðastliðin ár hef ég fengið borgað fyrir að sameina þessar tvær ástríður mínar í starfi. Mér finnst ég ekki vera að vinna. Ég vinn við að gefa af mér.“ Harðjaxlar með tárin í augunum Gísli hélt samt áfram í sjálfboða- vinnunni og árið 2010 stjórnaði Gísli Íslensku alþjóðasveitinni á Haíti. „Það var mikil lífsreynsla. Við vorum fyrst á vettvang og sáum hluti sem munu aldrei gleymast. Ég er stoltastur af því að við komum öll 35 til baka, heil á líkama og sál,“ segir Gísli og útskýrir að allir björgunarsveit- armenn séu í stífu ferli á meðan á björgunarstörfum stendur og eftir þann tíma til að huga að andlegu heilsunni. „Þessi andlegi þáttur skiptir rosalegu máli. Það skiptir engu hversu töff eða mikill harðjaxl þú ert, það hefur allt áhrif á þig. Um leið og það hættir að hafa áhrif á þig þá þarf maður að byrja að hafa áhyggjur. Fyrsta dag- inn okkar á Haítí björguðum við ungri konu úr rústunum og það tók okkur átta daga. CNN tók það allt saman upp. Síðan ári seinna höfðu þeir uppi á þessari konu og báðu okkur um að vera í beinu Skype-sambandi við hana. Þarna vorum við 35 harðjaxlar saman- komnir og það grét hver einasti maður. Það eru mjög miklar til- finningar þarna og mikilvægt að viðurkenna það.“ Staða Gísla var lögð niður hjá Microsoft í skipulagsbreyting- um. Þá var honum boðið að fara til Seattle að starfa við vöruþró- un og hugbúnaðarhönnun. Á sama tíma leitaði NetHope til hans og bað hann um að hefja störf hjá sér. „Mig langaði að tengja áfram þessar tvær ástríður saman þann- ig að það var auðveld ákvörðun að velja hvort starfið ég tæki. Því þótt launin væru helmingi lægri hjá NetHope þá borgar það tvöfalt í hjartanu. Starf mitt þar gefur mér möguleika á að hafa áhrif á heimsvísu hvernig tæknin er nýtt við neyðaraðstoð. Maður eyðir aukapeningum hvort eð er bara í vitleysu.“ Hamfarasvæðum fjölgar Síðustu fjögur ár hefur Gísli farið á öll helstu hamfarasvæð- in í heiminum og þau eru aldeil- is ekki fá. „Það er nóg af hamför- um og þær eru ekkert að minnka. Menn geta rifist um hvort það sé hlýnun jarðar sem veldur en það er ekki spurning að það er meira um veðurtengdar hamfarir. Allt verður stærra, öflugra og kröft- ugra. Einnig hafa miklir fólks- flutningar haft sín áhrif. Nú eru borgir stærri og ef fellibylur eða jarðskjálfti dynur yfir þá verða svo miklu fleiri fyrir því. Fólk býr einnig við mjög slæmar aðstæð- ur, í fátækrahverfum í óöruggum húsakosti.“ Gísli tekur dæmi um Kat- mandú í Nepal. Þar verða jarð- skjálftar á sjötíu ára fresti en nú eru liðin áttatíu ár þannig að von er á skjálfta á hverri stundu. Misgengið liggur í gegnum borg- ina þar sem nú búa tvær millj- ónir manna. Síðast þegar skjálfti reið yfir bjuggu hundrað þúsund manns í borginni og um tvö þús- und manns létu lífið. „Þegar hamfaraviðbragðs- kerfið var búið til var reiknað með tvennum stórum hamförum á sama tíma á ári og í mesta lagi þrennum stórum hamförum á ári. Í dag eru fimm hamfarir í gangi í einu. Ebólan, sem er í raun þrjú verkefni því hún er í þremur lönd- um, Sýrland, Malí, Mið-Afríku- lýðveldið og Írak. Kollegar mínir hafa einmitt haft orð á því að þeir hafi aldrei verið jafn mikið frá fjölskyldunni og undanfarið ár.“ Hvenær kemur pabbi í heimsókn? Gísli á fimm börn og eitt barna- barn. Hvernig gengur fjölskyldu- lífið með alla þessa fjarveru? „Ég er mjög vel giftur, það skiptir öllu máli að eiga góða að. Það að hoppa svona á milli landa og þurfa að vera tilbúinn að fara hvenær sem er, er náttúrulega mjög erfitt fyrir hinn aðilann.“ Undir lok við- talsins hittir blaðamaður einmitt eiginkonu Gísla, Sonju Pétursdótt- ur, og spyr hana glettinn hvort það sé ekki svolítið þreytandi að hafa eiginmanninn alltaf á flakk- inu. Hún gefur lítið fyrir það enda löngu búin að venjast ferðalögum Gísla. Hún bætir þó við í lokin að hún hafi fengið svolitlar áhyggj- ur þegar börnin spurðu hvenær pabbi kæmi næst í heimsókn. Breytir skelfingu í bros Starfið hefur breytt lífssýn Gísla mikið og segir hann að brosið á fólkinu sem hann hjálpar fái hann til að sinna starfinu. „Litlir hlut- ir geta gert svo mikið og breytt skelfingu í bros. Það er vítamín- sprautan sem maður fær beint í hjartastað. Að sjá fólk við þessar aðstæður fékk mig líka til að fá aðra sýn á hrunið sem við geng- um í gegnum hérna. Ég kallaði það núllstillinguna mína að fara til þróunarlandanna. Auðvitað eru erfiðleikar hér heima en á allt öðrum skala. Mér finnst við þurfa að vera svolítið þakklátari fyrir það sem við höfum og gefa meira af okkur. Þegar hrunið varð var ég á erlendum launum þann- ig að mín laun hækkuðu á meðan laun annarra lækkuðu. Þá ákváð- um við að taka að okkur fleiri stuðningsbörn hjá ABC Barna- hjálp því það voru svo margir að hætta sem stuðningsforeldrar. Við reyndum að bæta það upp og vorum með níu börn á tímabili. Ef launin hækkuðu meira þá bættum við barni við.“ Að bjarga heimi einnar manneskju Það fer ekki fram hjá nokkrum manni að það er Gísla hugleikið að hjálpa öðrum. Næst talar hann lengi um allar leiðirnar sem fólk getur farið til að veita aðstoð. „Íslendingar eru reyndar dugleg- ir að standa við bakið á fólki þegar það þarf á því að halda en það þarf oft að ýta við okkur. En þetta dregur fram það besta við okkur – krísur gera það. Það er bara svo ótrúlega auðvelt að hjálpa öðrum, það er eitthvað sem ég hef lært. Það er leiðin að því að vera ríkur. Maður verður alveg rosalega ríkur í hjartanu.“ En hvað með alla sem þið getið ekki hjálpað? Situr það ekki eftir? „Jú. En ég segi söguna um krossfiskana þegar ég er spurð- ur að þessu. Það var maður sem sá í fjarska konu vera að dansa á ströndinni. Svo þegar hann geng- ur nær sér hann að hún er ekki að dansa heldur er ströndin uppfull af krossfiskum og hún beygir sig niður og hendir einum og einum krossfiski út í hafið aftur. Hann gefur sig á tal við konuna. „Mín kæra, af hverju ertu að þessu? Þetta er vonlaust verkefni. Það er endalaust af krossfiskum hérna. Þú munt aldrei ná að bjarga þeim öllum. Þetta hefur engin áhrif,“ segir hann við konuna. Konan beygir sig niður, nær í krossfisk, hendir honum út í sjó og segir: „Jú, fyrir þennan.“ Þetta er saga sem ég þurfti að tileinka mér. Maður getur ekki bjargað öllum en hver einasti sem þú hjálpar skiptir máli. Þetta mega Íslend- ingar hugsa um. Finndu einhvern í lífi þínu sem þú veist að á erf- itt. Hjálpaðu honum fyrir jólin. Þú bjargar ekki heiminum en þú bjargar heimi þessarar mann- eskju fyrir jólin.“ ● FLÓÐ Í PAKISTAN Gísli fór og gerði úttekt á því hvernig tölvutækni og fjarskipti voru notuð. Ferðin var mikil upp- lifun því fyrir utan mikil flóð var óöryggið mikið og Gísli ferðaðist undir lögregluvernd vegna hættu á að vera tekinn sem gísl. ● JARÐSKJÁLFTI OG FLÓÐBYLGJA Í JAPAN Stórt verkefni en sérstakt á sinn hátt þar sem Sameinuðu þjóðirnar voru ekki virkar á svæð- inu heldur var Gísli eingöngu í samstarfi við japönsk stjórnvöld og hjálparsamtök í landinu. ● ÞURRKAR OG HUNGURS- NEYÐ Í AUSTUR-AFRÍKU Stærsta verkefnið var að bæta fjarskipti í stærstu flótta- mannabúðum heims sem eru í Dadab í Norður-Kenýa. Þar búa fimm hundruð þúsund manns í tjaldbúðum í miðri eyðimörkinni og hafa verið þar frá 1991. Við þurrkana bættust við 300.000 manns á tveimur mánuðum. ● FELLIBYLURINN PABLO Á FILIPPSEYJUM ● ÁRI SEINNA GEKK HAYAN YFIR FILIPPSEYJAR Gísli eyddi góðum tíma í Filippseyjum eftir fellibylinn við að setja upp fjarskipti og sam- hæfa aðgerðir með Sameinuðu þjóðunum og öðrum viðbragðs- aðilum. ● EBÓLAN Í VESTUR-AFRÍKU Gísli hefur verið meira og minna í Afríku frá því í október. ● Inn á milli hafa samtökin stutt við hjálparsamtök í smærri hamförum. YFIRMAÐUR NEYÐARHJÁLPAR HJÁ NETHOPE VERKEFNI GÍSLA SÍÐUSTU FJÖGUR ÁR AÐ STÖRFUM Á HAÍTÍ Árið 2010 stjórnaði Gísli Íslensku alþjóðasveitinni á Haíti en hún var fyrst á vettvang. ÞJÁLFUN Við úttekt á Íslensku alþjóðasveitinni sem framkvæmd er af Sameinuðu þjóðunum. TSUNAMI Gísli á vettvangi í Japan árið 2011 en hann er vanur að vera með þeim fyrstu á hörmungasvæði. Í STUTTU STOPPI Gísli hélt hann væri kominn í jólafrí en fékk boð um að fara út aftur fram að Þorláksmessu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.