Fréttablaðið - 20.12.2014, Side 58

Fréttablaðið - 20.12.2014, Side 58
20. desember 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 58 Jón Óttar kemur inn á Hilton Nordica-hótelið veðurbarinn eftir að hafa fest í blindbyl uppi á heiði á leið sinni í við-talið. Eftir að hafa pantað sér grænt te þá fær hann sér sæti og segir frá því hvernig hann komst loks á áfangastað eftir að hafa keyrt á fimm kílómetra hraða nánast blindandi. Hann lætur það ekki á sig fá enda ýmsu vanur. Talið berst að endurkomu Jóns Óttars í sjónvarpið, á sjónvarps- stöðina sem hann stofnaði fyrir 28 árum. Sjálfur hvarf hann á braut frá stöðinni árið 1990 en árin þrjú sem hann átti á Stöð 2 voru fjörug og annasöm. Draumur verður að veruleika „Það var alltaf draumur minn að gera svona ævintýraþætti um þetta ótrúlega land okkar þegar ég var á Stöð 2. Í stað þess að gera Stöð 2 að vídeóstöð fyrir Reykvíkinga – eins og bankinn okkar krafðist – vorum við staðráðin í að gera hana að sjónvarpi allra landsmanna. Við fengum því snemma þá hugmynd að fara með stöðina út á land með útsendingu frá ótal stöðum allt í kringum landið. Þátturinn hét einfaldlega Stöðin á staðnum og breytti lífi mínu. Ég heillaðist af landsbyggðinni á þessu ferðalagi. Náttúruperlurnar og fegurðin í landslaginu voru auðvitað stór- brotnar en það var fyrst og fremst fólkið, líf þess og sögur sem heill- uðu mig,“ segir hann og fær sér tesopa áður en hann heldur áfram. „Síðan, kannski af því að við búum erlendis, þá sér maður Ísland í svolítið öðru vísi og ef til vill rómantískara ljósi. Það sem mér finnst merkilegast er hvern- ig ferðamannastraumurinn hefur gerbreytt Íslandi og sérstaklega landsbyggðinni. Í byrjun fóru flest- ir þessir útlendingar á sömu stað- ina á suðvesturhorninu en síðan fór fólkið úti á landi að taka í taumana og í dag sjá ferðamenn – erlendir sem innlendir – meira og meira af þessu dulda Íslandi sem beið þeirra á bak við tjöldin. Ekki aðeins hefur verið byggður urmull af frábær- um gisti- og veitingastöðum held- ur er magnað að sjá öll þessi nýju söfn og setur sem hafa verið reist utan um galdra, skrímsli, drauga, Íslendingasögur og svo framveg- is. Svo að ekki sé talað um allar ævintýraferðirnar – á bátum, jeppum og snjósleðum sem ferða- fólki til ómældrar gleði leiðir það ofan í hella, niður í gíga og upp á jökla. Heimurinn er með öðrum orðum loks að byrja að kynnast því undralandi sem Ísland er og verður alltaf. Það má því segja að þetta sé hálfgerður óður til lands- byggðarinnar og alls þess ótrúlega starfs sem þar er verið að vinna,“ segir Jón Óttar um þættina Dulda Ísland. Brennandi áhugi Jón Óttar stofnaði Stöð 2 árið 1986 ásamt Hans Kristjáni Árnasyni. Þeir félagar ráku stöðina þessi við- burðaríku fyrstu þrjú ár. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á sjón- varpi. Þegar ég fór út í þetta á sínum tíma þá var það ekki síður vegna brennandi áhuga á þáttagerð en sjónvarps-„bisness“. Á þeim tíma fóru yfir 90 prósent af pening- um til dagskrárgerðar í fréttir og fréttamagasín. Í dag er sjónvarp að gerbreytast. Fréttir er eitthvað sem allir gera lesið á netinu, meira að segja nýrri fréttir. Í staðinn verður þáttagerð, þar á meðal leiknir þætt- ir, æ mikilvægari. Mér finnst stórkostlegt hvernig Stöð 2 og RÚV hafa tekið á þessum breytingum og hvernig samkeppn- in á milli þeirra hefur bætt báðar stöðvarnar. Það var auðvitað ómet- anlegt að endurnýja kynnin við Stöð 2. Það var alltaf gaman á Stöð 2 og það hefur ekkert breyst. Töku- og hljóðmennirnir sem unnu þetta með okkur voru ekki aðeins fram- úrskarandi allir sem einn heldur og frábærir ferðafélagar og ekki er klipparinn okkar og hitt tækni- fólkið síðra,“ segir Jón Óttar um þættina Dulda Ísland. Hefur aldrei litið til baka Áhuginn á sjónvarpi var það mikill að hann hætti í góðu starfi sem dós- ent í efnafræði og yfirmaður náms- brautar í matvæla- og næringar- fræði við Háskóla Íslands til þess að sinna því sem brann á honum. „Ég var í draumastöðu þarna, en ég gekk bara út og hef aldrei litið til baka. Hluti af ástæðunni var að mér fannst ekki gaman að vinna fyrir ríkið en það er of löng saga,“ segir hann kankvís. Eftir að Stöðvar 2-ævintýrið tók enda flutti hann ásamt eiginkonu sinni, Margréti Hrafnsdóttur, á vit annarra ævintýra í kvikmynda- borginni Los Angeles. Þau settust bæði á skólabekk. Fyrst lærði hann handritaskrif og þar næst kvik- myndagerð. Síðan kynntust þau Herbalife og hafa starfað við það á annan áratug og eru í dag hlut- hafar í fyrirtækinu. „Það passaði auðvitað vel fyrir mig því ég var með þessa menntun í næringar- fræði,“ segir hann. Hjónin eru enn búsett erlendis en bjuggu hér að hluta á árunum 2007-2012 á meðan Ragnar, sonur þeirra, gekk hér í menntaskóla. Ferðuðust á ævintýrastaði Jón Óttar og Margrét hafa und- anfarin ár verið að sinna hinum ýmsu verkefnum, meðal annars framleiðslu kvikmynda og sjón- varpsþátta. Þau komu heim síð- asta sumar til þess að taka upp Dulda Ísland og ferðuðust þá um landið þvert og endilangt á hina ýmsu ævintýrastaði. Í hverjum þætti fær Jón Óttar þekkta Íslend- inga sem ferðafélaga. Meðal ferða- félaga eru Magnús Scheving, Yoko Ono, Eiður Smári Guðjohnsen, Þorvaldur Davíð, Björn Hlynur, Eivör Pálsdóttir og Vilborg Arna Gissurardóttir. „Þetta er eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert. Við vildum lenda í ævintýrum, fá söguna á bak við staðina og hitta frábært fólk,“ segir hann. Eins gamall og hann vill vera Það eru ekki allir sem snúa aftur í sjónvarp komnir á sjötugsaldur- inn. „Ég hugsa lítið um aldurinn, segir Jón Óttar. Mér líður eigin- lega alltaf eins og ég sé þrítugur. Þú ert í rauninni eins gamall og þér líður. Það eru alltaf að koma fleiri og fleiri rannsóknir sem sýna það. Ef þér finnst þú vera gamall þá ertu gamall. Ef þér finnst þú vera ungur þá ertu ungur,“ segir hann hugsi. Hann segir það líka leika stórt hlutverk hvernig lífsstíl við velj- um okkur. „Við erum í þessu kolvit- lausa mataræði og lífsstíl. Ég hef alltaf reynt að hugsa vel um þetta. Það er komið frá mömmu sem var mikið náttúrubarn og kenndi okkur systkinunum að nýta náttúruna. Ef ég hefði ekki lifað eftir þessu þá væri ég steindauður því ég er með frekar léleg gen. Það er mikið af hjartasjúkdómum, krabbameini og sykursýki í báðum ættum hjá mér. Í dag eru allir að gera sig veika með því að vera of þungir og borða vitlaust. Það sem gerist hjá eldra fólki er að líkaminn fyllist af bólgum og það hrannast upp sjúk- dómar. Við þurfum að huga betur að þessu. Vð þurfum öll að komast á þennan stað, gerbreyta hugsun okkar og taka ábyrgð á lífi okkar. Átta okkur á því að við erum bara eins gömul og við viljum vera.“ Fylgja draumum sínum Aðspurður hvað taki við eftir Dulda Ísland segir hann margt vera í farvatninu. Bæði sjónvarps- þætti og kvikmyndaverkefni víða um heim. „Það eru fullt af hlutum í gangi sem eru á mismunandi þró- unarstigum. Það kemur bara í ljós. Það sakar heldur ekki að við lifum á ótrúlega spennandi og hættuleg- um tímum,“ bætir hann við hugsi. „Við Margrét vinnum í því sem okkur langar að gera og fylgjum okkar draumum.“ Inntur eftir því hvort þau hjónin séu svona sam- rýnd þar sem þau vinni flest allt saman segir hann: „Það fyndna er að við Margrét erum um það bil eins ólík og hægt er að vera, eigin- lega algjörar andstæður. Það sem hefur alltaf sameinað okkur eru draumarnir og sú sameiginlega ákvörðun að elta þá hvað sem taut- ar og raular. Annars hefði þetta sjálfsagt aldrei gengið,“ bætir hann við brosandi. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is ÓTTAST EKKI ALDURINN Jón Óttar verður sjötugur á næsta ári en segist ekki óttast það að eldast vegna þess að hann hugsi vel um sig og líður eins og hann sér þrítugur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Á BRÚÐKAUPSDAGINN Jón Óttar og Margrét gengu í það heilaga 28. desember í fyrra eftir að hafa verið saman í um 25 ár. FYRSTA ÚTSENDING Hér sést Jón Óttar í fyrstu útsendingu Stöðvar 2. DULDA ÍSLAND Í þættinum ferðast Jón Óttar um landið með þekktum ferða félögum og kannar dulda ævintýrastaði. Snýr aftur í sjónvarpið eftir 25 ár Jón Óttar Ragnarsson snýr aftur á Stöð 2, sjónvarpsstöðina sem hann stofnaði, með þáttaröðina Dulda Ísland. Hann er að verða sjötugur á næsta ári en hefur ekki áhyggjur af því að eldast enda hugsar hann vel um sig og honum líður eins og hann sé þrítugur. Hann hefur haft það að markmiði að elta drauma sína og ætlar sér að gera það svo lengi sem hann lifir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.