Fréttablaðið - 20.12.2014, Síða 60

Fréttablaðið - 20.12.2014, Síða 60
20. desember 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 60 Þær Silja Bára og Inga Dóra könnuðust vel hvor við aðra þegar þær hitt-ust í vikunni til að spjalla við blaðamann um atburði ársins á erlendum vett- vangi. Silja Bára: „Já, við tengjumst í gegnum UN Women. Ég var þar í stjórn aðeins áður en þú kemur inn.“ Inga Dóra: „Já, við höfum rek- ist hvor á aðra. Svo hef ég reyndar komið í partí til þín.“ Silja Bára: „Eins og margir.“ Þær eru sammála um að þegar þær fóru að líta yfir atburði ársins, þá hafi þær komist að því að miklu meira hafi gerst en þær minnti: „Var þetta óvenjulangt ár, kannski?“ spurði Inga Dóra þegar við vorum að ljúka spjallinu. En byrjað var á að spyrja hvað helst sitji eftir af því sem gerðist erlendis á árinu sem er að líða, að þeirra mati. Silja Bára: „Ég held að merki- legustu alþjóðapólitísku tíðindi árs- ins hafi kannski verið það sem er að gerast núna með viðurkenningu Palestínu. Þar finnst mér standa upp úr að þeir eru loks farnir að sjá einhverja hreyfingu á þessum málum frá Vesturlöndum. Og það kemur held ég beint í kjölfarið á þessum hræðilegu árásum í sumar og umsátrinu um Gasa. Það var ekki hægt að líta undan lengur.“ Inga Dóra: „Já, það er svo margt búið að gerast á þessu ári. Núna síð- ast þessi árás á skólann í Pakistan, og að það skuli gerast rétt eftir að Malala er búin að fá friðarverðlaun Nóbels. En um leið verður manni hugsað til þess að þótt svona árásir gerist ekki oft í Pakistan þá er þetta daglegt brauð í Afganistan, árásir á skóla. Ekki svona stórar samt, en þetta er að aukast. Þetta er líka svo undarleg tímasetning rétt eftir að Malala flytur sinn friðarboðskap og talar fyrir menntun kvenna.“ Ógnin sem stafar af stúlkum Inga Dóra: „Í Afganistan, þar sem ég þekki aðeins til, þar hefur réttur kvenna verið að aukast og þær hafa verið að sýna að þær sætta sig ekk- ert við minni réttindi. Þrjátíu pró- sent þeirra fóru að kjósa og sýna þar með að þær vilja nota réttindi sín, jafnvel þótt allir frambjóðendur séu karlar sem sýna engan áhuga á réttindum kvenna. Auðvitað vant- ar enn gríðarlega mikið upp á, en ég fann það mjög sterkt þarna að konur í áhrifastöðum í Afganistan hafa mjög miklar áhyggjur af því núna að fjölþjóðaliðið er að draga sig til baka. Það er að gerast núna um áramótin.“ Silja Bára: „Það sem gerist er að stríðið í Afganistan, sem átti að vera að enda, það er ekkert alveg að hverfa. Það er þvert á móti verið að gefa í aftur, en markmiðin um leið orðin eitthvað óljósari.“ Inga Dóra: „Ég dáist samt óendan lega að konunum sem eru þarna í áhrifastöðum og að þær skuli hafa sýnt enn meiri kraft í þessum aðstæðum.“ Silja Bára: „Þetta var að vísu blandaður skóli í Pakistan. En þetta er alveg stórmerkilegt hvað mennt- un stúlkna er ógnandi, eins og þessi tilvitnun í Malölu að það sem talib- anarnir virðast óttast mest er stúlka með bók.“ Inga Dóra: „Það er eins í Nígeríu, þar sem Boko Haram er enn þá með tvö hundruð stúlkur í haldi.“ Silja Bára: „Já, eftir meira en hálft ár. Og enn eru stúlkur að hverfa reglulega.“ Huggun harmi gegn Silja Bára: „Ég las reyndar fyrir tuttugu og eitthvað árum grein eftir bandarískan fræðimann af arab- ískum uppruna, Fouad Ajami. Þetta var svar við grein Samuels Hunt- ingtons, The Clash of Civilizations. Huntington fékk náttúrlega mikinn meðbyr strax eftir 11. september, en Ajami sagði strax eftir útkomuna að málið með hefðir væri að þær eru sterkastar þegar þær eru við það að bresta. Og alltaf þegar maður er bara að grafa sig í sandinn einhvers staðar í þunglyndi út af svona hlut- um þá heldur þetta manni einhvern veginn gangandi. Við sjáum þetta alls staðar að þessir karlar reka sig á að afturhaldssemin og völdin, sem þeir halda í, er ekki það sem nýja kynslóðin vill. Æskan vill aðra póli- tík en það sem þeir eru að bjóða, og þá reyna þeir bara að halda völd- unum með ofbeldi.“ Inga Dóra: „Og oft eru þeir að heimta eitthvað til baka. Því konur í Afganistan höfðu til dæmis miklu meiri réttindi fyrir 20 til 30 árum. Þannig að það er ekki eins og þetta hafi alltaf verið svona.“ Meira en nóg af frostpunktum En hvað segið þið um Vladimír Pútín og Úkraínustríðið? Hvað er eiginlega í gangi þar? Silja Bára: „Einhvern tímann lærði ég að Rússland hefði aldrei unnið árásarstríð. Kosturinn við að þeir séu með frumkvæðið er sá að þá segir maður bara: Já, þetta vinnst aldrei hjá þeim. En inn í þetta kemur líka að stöðu Rússlands er ógnað. Þetta er ríki sem í 300 ár hefur í mismunandi útgáfum verið mjög valdamikið og hefur alltaf haft algert úrslita- vald yfir nágrannaríkjunum, og nú eru þau að reyna að komast inn í NATO. Ástandið í Úkraínu er svo alveg skelfilegt og eiginlega alla þessa öld hafa verið að koma upp einhver spillingarmál, það hafa verið vafasamar kosningar og hallarbyltingar fram og til baka. Svo kemur einhver billjóner og sigrar í forsetakosningunum, en kann hann að tala við fólk og leiða saman þessa klofnu þjóð? Maður hefur efasemdir um það, en vonar bara að þarna verði ekki enn einn frostpunkturinn eins og nóg er af, eins og í Georgíu, Moldóvu og víðar þarna. Í Tansnistríu, austur- hluta Moldóvu, varð ein deild sov- éska hersins hreinlega eftir við fall Sovétríkjanna og hún situr þarna enn og er að vakta eitthvað.“ Inga Dóra: „Finnst þér að Vestur lönd eigi að grípa inn í?“ Silja Bára: „Ég veit það ekki, mér finnst bara að það sé Rússland sem þurfi að fara að koma sér inn í 21. öldina.“ Tíu forsetar hafa ekkert gert Svo er Obama nú allt í einu farinn að semja við Kúbu, og hann er nýbúinn að veita ólöglegum innflytjendum dvalarleyfi í stórum stíl. Er hann kannski að koma sterkur inn núna eftir kosningarnar í staðinn fyrir að sitja sem lamaður? Silja Bára: „Já, hann er að nota framkvæmdavaldið. Þetta hefur líka fengið svo góð viðbrögð, þetta fjölskyldusameiningarverkefni sem hann fór í strax eftir kosningarnar, að leyfa ólöglegum innflytjendum sem eiga börn sem eru ríkisborg- arar að fá dvalarleyfi, að þeir hafa talað um að hann hefði átt að gera þetta fyrir kosningarnar. En þeir voru svo hræddir við þetta að það var setið á þessu fram yfir kosn- ingar. Svo náttúrlega er skondið við þetta að Jeb Bush, sem er að byrja að þreifa fyrir sér, hann hefur latínó fylgið því hann talar spænsku og á konu af rómansk-amerískum ættum. Og þá mögulega mun þetta styrkja hann, þannig að repúblik- ani geti kannski flotið inn á þess- ari löggjöf og verði forseti næst. En þetta er virkilega merkilegt. Það eru tíu forsetar sem hafa ekkert gert í þessu máli, og einu ríkin sem Bandaríkin hafa ekki verið í stjórn- málasambandi við eru Íran, Norður- Kórea og Kúba.“ Læknar í geimfarabúningum Hvað með ebólufaraldurinn? Það er merkilegt að að allt í einu séu menn farnir að búa til lyf í stórum stíl. Inga Dóra: „Já, en sú tilviljun! Mér finnst samt ofsalega skrýtið að ebólan skuli vera orðin eitt af þess- um stóru málum.“ Silja Bára: „Já, það eru fjögur til fimm þúsund manns dánir, en það deyr hálf milljón manna árlega af flensunni. Þetta er sérlega ógeðs- legur dauðdagi að vísu.“ Inga Dóra: „Auðvitað er frábært að heimurinn sé loksins farinn að rumska, farinn að safna og senda eitthvað, en þetta er svo skýrt dæmi um að þegar eitthvað fer að snerta okkur beint á Vesturlöndum þá fyrst er brugðist við, í staðinn fyrir að bregðast við kerfisbundnum vanda á miklu stærra sviði. Hversu marg- ir eru að látast úr ebólu og hversu margir eru að látast vegna þess að þeir hafa ekki aðgang að lyfjum? Þetta minnir svo mikið á HIV. Ég sá það sérstaklega í Malaví þegar ég kom á sjúkrahús að þá var þar ekki neitt, en svo var HIV-deildin hin glæsilegasta, allt splunkunýtt með búnaði og húsgögnum, En það var ekki hægt að fá lyf við algengustu kvillum. Mér finnst þetta óttalega mikið hæp, þótt ebólan sé hræðileg auðvitað. Svo er líka brugðist við alltof seint. Og þá eru sendir þess- ir menn í geimfarabúningum. Hún er líka búin að viðurkenna, konan sem er yfir WHO, að það hefði verið hægt að ráða niðurlögum þessa sjúkdóms mjög auðveldlega þegar þeir fengu fyrstu fréttirnar. Þegar þetta var bara í einu litlu þorpi. Ef þeir hefðu gripið inn í, en þá brugð- ust þeir ekki við.“ Silja Bára: „Ég fékk reyndar mikinn áhuga á þessu núna í haust. Þetta er svona eftirlenduhugsun: Aumingja fólkið þarna sem kann ekki að þvo sér um hendurnar.“ Inga Dóra: „Og alltaf er talað um jarðarfararsiðina þeirra, sem eru nákvæmlega eins og okkar: Þeir kveðja manneskjuna þegar hún er látin og grafa hana.“ Silja Bára: „Það eina sem er öðru- vísi, hef ég heyrt, er að þeir láta manneskjuna standa uppi heima, sem er ekkert langt síðan var gert hér. Og það er fjölskyldan sjálf sem þvær látna líkamann. En þetta er bara öðruvísi vegna þess að við erum búin að stofnanavæða dauð- ann, sem er ekkert sérstaklega jákvætt heldur.“ Inga Dóra: „Það er svo mikil framandvæðing í þessu: Þeir skilja ekki hvernig þetta smitast, greyin, og við þurfum að senda fleira fólk í búningum.“ Silja Bára: „Og talandi um hvað er ógnandi. Er það þriggja ára barn með ebólu sem er ógnandi eða er það vestræni læknirinn sem kemur þarna inn í geimfarabúningnum?“ SILJA BÁRA OG INGA DÓRA Úkraínustríðið, árásin á skóla í Pakistan, réttindi kvenna í Afganistan, ebóluhæpið og Kúbufrumkvæði Bandaríkjaforseta er meðal þess sem skaut upp kollinum í spjalli þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is Á RÖKSTÓLUM Virðist hafa verið ógnarlangt ár Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðikennari við Háskóla Íslands, og Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdastýra UN Women, settust niður með blaðamanni til að fara yfir það sem helst bar til tíðinda á árinu í útlöndum. Einungis var hægt að stikla á stóru en þeim kom saman um að árið hefði verið miklu tíðindaríkara, eftir á að hyggja, en þær annars minnti.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.