Fréttablaðið - 20.12.2014, Síða 66

Fréttablaðið - 20.12.2014, Síða 66
20. desember 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 66 Sigursveinn– Baráttuglaður brautryðjandi Höfundur Árni Björnsson Útgáfa Hið íslenska bókmenntafélag Fjöldi síðna 376 Ári seinna eða 1927 komu þær í heimsókn til Ólafsfjarðar mæðg-urnar Guðrún Valný Þorláksdóttir og Magna Sæmundsdóttir, og Sig- ursveini var boðið að dveljast sumarlangt á Krakavöllum. Fjöl- skyldan hafði um 1920 flust úr gamla bænum sem stóð uppund- ir fjalli í nýjan bæ á mel niður undir ánni. Þetta átti að vera bráðabirgðahúsnæði en annað var aldrei byggt. Úr því varð að Sig- ursveinn dvaldist nokkur sumur og eitt heilt ár hjá þeim Sæmundi. Seinast virðist hann dveljast þar mestallan veturinn og fram á mitt sumar 1937 þegar hann er orðinn hálfþrítugur. Hann hélt áfram að læra ensku og dönsku hjá Sæmundi en bætti nú ýmsu við, einkum þýsku og mannkynssögu. Hjá Sæmundi komst hann líka í ágætt bókasafn, en hann getur þess einmitt í samtali að slíka stofnun hafi skort í Ólafsfirði á þessum árum. Einnig rifjar hann það upp sem honum hafði verið sagt af þeim bræðrum þegar Gísli var á fimmta ári en hann sjálfur á þriðja ári og þeir höfðu verið að lýsa óskum sínum um framtíðina. Gísla hafði dreymt um að byggja svo stóran bæ að hann næði alla leið frá Minni- Þverá að Stóru-Þverá. Sigur- sveinn hafði á hinn bóginn óskað sér að eiga svo margar bækur að þær fylltu baðstofuna. Hvað sem sannleiksgildi þeirrar sögu líður varð fólki snemma ljós bókhneigð Sigursveins. Eitt sinn færði Magnús bróðir hans honum tvær bækur sem hann hafði keypt á Akureyri. Önnur var Afmælisdagabók sem Guð- mundur Finnbogason hafði valið vísur í, og hin var Svartar fjaðr- ir eftir Davíð Stefánsson. Báðar las hann spjaldanna á milli en auk þess hélt hann mikið upp á Sæmundar-Eddu og segist hafa lært Hávamál næstum utanbók- ar. Hann nefnir í því samhengi að þessar bækur hafi átt betur við sig en Biblían. Sæmundur Dúason virðist hafa verið allt að því alæta á bók- menntir. Fyrir utan skáldsögur og ljóð sem Sigursveinn las jafnan af mikilli áfergju, hafði hann þarna á Krakavöllum meðal annars til- tæka fjölmarga árganga af Skírni, Íslendingasögurnar og ýmis rit um þjóðfélagsmál. Þeir frændur tóku nú í félagi að panta bækur frá Noregi þar sem Akureyring- urinn Geir Jónasson var við nám í sagnfræði og hafði milligöngu um útvegun bóka. Meðal annars fékk Sigursveinn hið upplýsandi rit Arbeidernes Leksikon í nokkr- um bindum sem varð honum mikil uppspretta þekkingar um alþjóð- leg verkalýðsmál og hvað eina í því samhengi. Einnig nefnir hann tvær miklar bækur sem hann las eftir H. G. Wells, The Outline of History og The Work, Wealth and Happiness of Mankind. Þá segist hann í fyrsta skipti hafa gert sér grein fyrir baktjaldamakki auð- hringa á sviði vopnaframleiðslu við að undirbúa nýtt stríð. Auk hinnar bóklegu fræðslu taldi hann sig hafa hlotið mikið líkamlegt gagn af að böðlast með öðru fólki í heyskap og taka þátt í öðrum sveitastörfum á Krakavöll- um, klifra yfir garða og fleira slíkt sem hann átti síður kost á heima í þorpinu. Þessi mikla hreyfing verkaði sem eins konar endurhæf- ing. Það voru sniðnar á hann sér- stakar olíubuxur svo hann blotnaði síður í öllu brasinu. Hann átti það líka til að stjórna dráttarhesti við heyskapinn og sat þá með aktaum- ana uppi í kerru. Frænka hans og jafnaldra, Magna Sæmundsdóttir, segir þannig frá þessu: Þá er mér ekki síður minnis- stætt, með hvílíkri atorku hann þjálfaði þann hluta líkamans sem heilbrigður var. Einkum útivið á sumrin. Hann vildi fylgjast með og taka þátt í sem flestum störfum utanhúss. T.d. smíðaði hann sér hrífu með stuttu skafti og rakaði hey uppi á túni. Færði sig til með höndunum á milli hrífufara. Af öllu þessu varð hann mjög sterk- ur í höndunum og handleggjun- um. Þá er ógetið mesta afreks hans á þessu sviði, sem má kall- ast ofurmannlegt. Hann fór upp háa og bratta fjallshlíð alveg upp á Brún og niður aftur. Þetta dró hann sig á höndunum. Með honum fór Sæmundur Baldvins- son, fósturbróðir minn þá ung- lingur, en hann mátti ekkert hjálpa honum, bara fylgjast með. Sigursveinn var oft búinn að tala um að sig langaði til að fara upp á Brún. Faðir minn var ekki hrif- inn af þessari ferðaáætlun, en þá fór Sigursveinn bara þegar faðir minn var ekki heima og fékk Sæmund með sér eins og fyrr segir. Sigursveinn lét ógjarnan af því sem hann ætlaði sér. Það var stundum glatt á hjalla á mannmörgu heimili og Sigur- sveinn var oftar en ekki lífið og sálin í gleðskapnum með fiðluna sína sem fyrr var nefnd og þau kölluðu stundum ‚gaulu‘. Gangna- menn komu líka við á haustin á þessum fremsta bæ í dalnum og hann var stundum settur í að syngja og spila fyrir þá, enda var þá enn ekki komið útvarp! Eftir tilkomu þess segir hann ýmislegt hafa breyst í heimaskemmtunum. Að stælast á sál og líkama Árni Björnsson hefur skráð sögu Sigursveins D. Kristinssonar sem lamaðist við þrettán ára aldur og var bundinn við hjólastól alla tíð síðan. Hann bjó yfir miklum viljastyrk og tókst að ryðja úr vegi flestum hindrunum sem á vegi hans urðu, ruddi nýjar brautir í tónmenntamálum, stofnaði alþýðlegu tónskólana á Íslandi og kom að stofnun Sjálfsbjargar. Hér er gripið niður í ævisögunni þar sem Sigursveinn dvelur ungur við nám og störf hjá á Krakavöllum í Flókadal í Vestur-Fljótum. RUDDI NÝJAR BRAUTIR Í TÓN- MENNTAMÁLUM Sigursveinn stjórnar stórum blokkflautukór á Siglufirði þann 17. júní árið 1960. LAMAÐIST VIÐ ÞRETTÁN ÁRA ALDUR Sigursveinn situr ungur í kafgresi í sveitinni. KENNIR BÖRNUM Sigursveinn leiðbeinir börnum í Reykjadal árið 1966.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.