Fréttablaðið - 20.12.2014, Page 74

Fréttablaðið - 20.12.2014, Page 74
FÓLK|HELGIN Á Þorláksmessu er orðin föst hefð hjá mörgum að hlýða á tenórana þrjá þenja raddböndin en það hafa þeir gert frá því fyrir síðustu aldamót. Í ár stíga þeir á svið við Jólabæinn á Ingólfstorgi. Tón- leikarnir hefjast klukkan 21 á Þorláksmessukvöldi. Í ár eru tenórarnir þrír þeir Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Elmar Gilbertsson og Kolbeinn Ketilsson. Sérstakur gestur á tón- leikunum verður Stefán Hilmars- son og einnig mun ungsöngtríóið Mr. Norrington mæta á svið. MANNFJÖLDI Ingólfstorg og Austur- stræti munu iða af fólki á Þorláksmessu sem vill hlýða á fagran söng tenóranna. TENÓRAR Á ÞORLÁKS MESSU Ætla mætti að hefðbundin borðspil væru á undanhaldi með til-komu fullkomnari tölvuleikja, netleikja, spjaldtölva og snjallsíma en það er öðru nær. Mikil gróska er í greininni erlendis og hafa nokkrir ungir Íslendingar meðal annars sótt menntun erlendis í hönnun og gerð borðspila. Einn þeirra er Embla Vigfúsdóttir sem lauk nýlega námi í leikjahönnun borð- og tölvuspila í Danmarks Design Skole í Kaupmanna- höfn. Hún segir borðspilin alltaf standa fyrir sínu þrátt fyrir tæknifram- farir undanfarinna ára, enda sé allt öðru vísi að sitja einn heima í tölvuleik en að hitta vini sína yfir borð spili. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á borð- spilum. Þegar ég var lítil var fjölskyldan með fast spilakvöld einu sinni í viku sem var mikið tilhlökkunarefni. Seinna meir spiluðum við vinirnir mikið í menntaskóla, sérstaklega Catan og Morðingja.“ Embla lærði vöruhönnun í Listaháskóla Íslands og ákvað eftir að hafa unnið í ár að bæta við sig mastersgráðu í Kaupmannahöfn. „Þegar ég var búin að vera í ár í skólanum tók ég eftir því að ég var nánast eingöngu búin að taka kúrsa í spilahönnun svo ég útskrifaðist þaðan. Þar lærði ég meðal annars að útbúa borðspil, semja og þróa leikreglur, gera grafík fyr- ir borðspil og tölvuleiki, lærði leikjaheimspeki og listræna leikstjórnun.“ Námið býður upp á margs konar möguleika að hennar sögn. „Sumir kjósa að demba sér eingöngu í tölvuleikjabransann, aðrir vinna í leik- húsum eða búa til sviðsmyndir í kvikmyndir. Einnig væri hægt að vinna við að gera smáforrit í síma eða verða listrænn leikstjóri í tölvuleikjum eða kvikmyndum. Sjálf hef ég mest gaman af því að búa til borðspil. Mér finnst gaman að nálgast þennan miðil sem listform, eitthvað snertanlegt sem hópur fólks getur haft gaman af saman.“ SAMA BÍTLAPLATAN Íslendingar hafa löngum verið duglegir að spila borðspil, til dæmis í jóla- og páskafríum og uppi í sumarbústað. „Mér finnst þó svolítið leiðinlegt hvað þessi klassísku spil eins og Monopoly, Lúdó og Party og Co eru enn algeng meðal landsmanna. Fyrir mig er það dálítið eins og að vera enn að hlusta á sömu plötuna með Bítlunum og þekkja ekkert annað. Spurninga- spil, partíspil og slönguspil eru ágæt til síns brúks en spil hafa upp á svo margt annað að bjóða.“ Sjálf hefur hún komið að ýmsum spennandi verkefnum undanfarið. Fyrir jólin gefur hún út sitt fyrsta spil sem heitir Hver stal kökunni úr krúsinni? sem er smáspil þar sem hver umferð tekur aðeins nokkrar mínútur en hægt er að spila eins margar umferðir og óskað er. „Spilið er eingöngu hannað fyrir Íslendinga þar sem allur texti er á íslensku og myndirnar á spilun- um eru af íslenskum jólakökum og gúmmulaði.“ Í náminu bjó hún líka til frumgerðir af þrem- ur spilum sem verða ekki gefin út að hennar sögn en voru engu að síður mjög lærdómsrík. „Það opnaði fyrir mér tækifæri að vinna með UNESCO við að búa til grafík á spil um vernd- un menningararfs okkar. Mér finnst ótrúlega gaman að pæla í því hvernig borðspil líta út því grafíkin getur lyft spili upp á hærri stall með vel út- færðri uppsetningu og útliti og getur um leið einfaldað flóknar regluskýr- BORÐSPIL ER LISTFORM MEÐ AFMÖRKUN SÍGILD AFÞREYING Borðspilin eru ekki að deyja út þrátt fyrir örar tæknibreytingar síðustu árin enda allt öðruvísi stemning að sitja einn heima í tölvuleik en að hitta vini sína yfir skemmtilegu borðspili. Ungir Íslendingar mennta sig nú í þróun og gerð borðspila. TIL Í SLAGINN Í námi sínu í Kaupmannahöfn lærði spilahönnuðurinn Embla Vigfúsdóttir meðal annars að útbúa borðspil, semja og þróa leikreglur, gera grafík fyrir borðspil og tölvuleiki auk þess að læra leikjaheimspeki og listræna leikstjórnun. MYND/GVA Sjá fleiri myndir á FLOTT FYRIR JÓLIN 20% afsl. af kjólum og kápum Peysukápur áður 15.990 nú 12.990 Kjólar áður 14.990 nú 11.990 Kjólar áður 24.990 nú 19.990 Kjólar áður 12.990 nú 9.990 ingar. Fyrir mér eru borðspil listform með afmörkun; spilið þarf að vera skýrt og aug- ljóst strax og þú berð það augum en einnig finnst mér mikilvægt að það sé gaman að horfa á spilið, sjá smáatriði í hönnun þess og fallegar lausnir sem koma skilaboðunum samt sem áður til skila.“ ■ Starri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.