Fréttablaðið - 20.12.2014, Page 76

Fréttablaðið - 20.12.2014, Page 76
FÓLK| ÍS MEÐ HEITRI SÚKKULAÐISÓSU Heimagerður ís er alltaf bestur. Það er hægt að bragðbæta hann á ýmsan hátt með súkkulaði eða berjum. Heit súkkulaðisósa setur svo punktinn yfir i-ið. 4 eggjarauður 100 g sykur 2 tsk. vanillusykur 4 dl rjómi Heit súkkulaðisósa 1 plata suðusúkkulaði eða annað súkkulaði eftir smekk 3 dl rjómi Hrærið eggjarauður og sykur vel þar til úr verður fín blanda. Stífþeytið rjóma með vanillusykri og blandið síðan varlega saman við eggjablönduna. Hellið blöndunni í frystiform og setjið í frysti. Þegar ísinn er borinn á borð er súkkulaðisósan gerð. Hitið upp rjóma og súkkulaði þar til blandan þykknar örlítið. Gott er að hafa jarðarber og bláber með ísnum. SÚKKULAÐI-MOUSSE Frábær eftirréttur sem er bragðgóður og léttur í sér. Súkkulaðimúsin er eins og flauel sem bráðnar í munni. 2 dl rjómi 225 g gott súkkulaði 4 eggjarauður 2 eggjahvítur 100 g sykur Eggin mega ekki vera köld. Látið þau standa á borði smástund áður en hafist er handa. Þeytið rjóma. Bræðið súkkulaði í vatnsbaði við lágan hita og hrærið annað slagið í því. Stífþeytið eggjahvít- ur. Hrærið saman eggjarauður og sykur. Blandið súkkulaðinu saman við eggjarauðurnar, síðan er rjómanum bætt varlega saman við og loks eggja- hvítunum. Setjið blönduna í fallega skál og geymið í ísskáp í að minnsta kosti tvær klukkustundir. Berið fram með þeyttum rjóma. Hægt er að gera súkkulaðimúsina tveimur dögum fyrir notkun. KAMPAVÍNS-MOUSSE Þetta er mjög ljúffengur eftirréttur sem hentar vel á eftir veislumat. 5 matarlímsplötur 4 egg 200 g sykur 3 msk. safi úr límónu 1 ½ dl kampavín 1 ½ dl rjómi 2 límónur, börkurinn er fínrifinn 2 msk. sykur Leggið matarlím í kalt vatn í fimm mínútur. Takið úr vatninu og leysið upp í ½ dl af sjóðandi heitu vatni. Kælið síðan. Takið eggjarauðurnar frá og hrærið þær með helmingnum af sykrinum. Stíf- þeytið eggjahvíturnar með hinum helmingnum af sykrinum. Stífþeytið rjómann. Blandið límónusafa og kampavíni í eggjablönd- una. Hrærið eggjahvíturnar varlega saman við og sömuleiðis rjómann. Loks er matarlímið hært saman við. Kælið blönduna í 15 mínútur í ísskáp. Hrærið þá aftur varlega í blöndunni. Setjið í fallega skál eða í desert-skálar og geymið í ísskáp þar til borið verður fram. Puntið með límónuberkinum. SÍTRÓNUFRÓMAS Margir kannast við þennan eftirrétt, enda var hann algengur á jólum hér áður fyrr. Þetta er frísklegur og góður eftirréttur. 5 matarlímsblöð 6 egg 150 g sykur 3 dl rjómi smátt saxaður börkur og safi úr tveimur sítrónum Leggið matarlímið í bleyti í köldu vatni í 5-6 mín- útur. Saxið sítrónubörk smátt og setjið safann í skál. Hrærið fyrst eggjarauður með helmingnum af sykrinum þar til blandan verður létt og ljós. Stífþeytið eggjahvíturnar með afganginum af sykr- inum. Stífþeytið rjómann. Setjið sítrónubörk og –safa út í eggjablönduna. Hrærið rjómann saman við. Hellið vatninu af matarlíminu og setjið blöðin í ½ dl af sjóðandi vatni og leysið þau upp eitt í einu. Hrærið varlega saman við eggjablönduna. Loks er eggjahvítunum bætt saman við. Hellið blöndunni í fallega skál og geymið í ísskáp þar til hún hefur stífnað. Skreytið með sítrónuberki. FRÁBÆRIR EFTIRRÉTTIR Í VEISLUNA GIRNILEGT Það er ýmislegt hægt að gera þegar kemur að eftirréttinum. Það eru margir góðir réttir til. Hægt er að gera súkkulaðiköku eða marengstertu eða einhverja af réttunum hér fyrir neðan. Fjórir frábærir eftirréttir sem sóma sér vel á öllum veisluborðum. SÍTRÓNUFRÓMAS Hver man ekki eftir svona eftirrétti hjá ömmu á jólunum? KAMPAVÍNS-MOUSSE Þessi réttur er fyrir alla sælkera. SÚKKULAÐI-MOUSSE Ljúffengur eftirréttur sem bráðnar í munni. HEIMAGERÐUR ÍS Ísinn er alltaf bestur þegar maður gerir hann sjálfur, ekki er verra að hafa heita súkkulaðisósu með. HELGIN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.