Fréttablaðið - 20.12.2014, Side 124

Fréttablaðið - 20.12.2014, Side 124
20. desember 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 96 Nikký er 12 ára ákveðin stelpa með einstaka hæfileika,“ segir Brynja Sif Skúladóttir, höf undur bókarinnar Nikký og baráttan um bergmálstréð sem er fram- hald sögunnar Nikký og slóð hvítu fjaðranna sem kom út í fyrra. „Hún býr hjá mömmu sinni í Reykjavík þegar sagan hefst en amma hennar Mandana og föður- fjölskylda hennar búa í sirkus við Zürich-vatn og eiga ættir sínar að rekja til Rúmeníu. Hún fær að eyða sumrinu hjá ömmu sinni í Zürich þar sem hún ætlar að læra betur að beita óvenjulegum hæfi- leikum sem hún er gædd en hún getur náð sambandi við trén og skilur tungumál þeirra. Nikký hefur haldið þessum hæfileika leyndum á Íslandi en í föðurætt hennar hefur þessi hæfileiki erfst mann fram af manni og þykir full- komlega eðlilegur þar.“ Nikký og baráttan um bergmáls- tréð hefst þegar Nikký er á leið- inni ein til Zürich til þess að kynn- ast fjölskyldunni betur og eyða sumrinu í sirkusnum. Hún er auð- vitað rétt lögð af stað þegar dular- fullir atburðir fara að gerast. Við sögu koma galdrar og álög sem ógna sirkusnum og margt spenn- andi gerist, sem ekki er ástæða til að fara nánar út í hér til að spilla ekki fyrir lesendum. Býrð þú í Sviss, eða hvers vegna ákvaðstu að hafa sögu sviðið þar? „Fyrir tíu árum bjuggum við í Þýskalandi, rétt við landamæri Sviss, og næsta stóra borg var Zürich sem bara heillaði mig algjörlega,“ segir Brynja Sif. „Hins vegar er það skemmtileg til- viljun að núna í febrúar erum við að flytja til Zürich á nýjan leik þar sem maðurinn minn er að taka við yfirlæknisstöðu á borgarspítalan- um. Hann segir reyndar að þetta hljóti að hafa verið skrifað í stjörn- urnar fyrst ég var búin að skrifa tvær bækur sem gerast þar í borg- inni,“ segir Brynja Sif og hlær. „Okkur þykir óskaplega vænt um Zürich þannig að þetta er mjög spennandi og gaman að fara inn á sögusvið Nikkýjar og sjá landið og borgina með hennar augum.“ Þannig að það er nokkuð ljóst að hún mun halda áfram að vera í Sviss í næstu bók? „Það kemur í ljós,“ segir Brynja Sif dular- full. „Ég er aðeins byrjuð á þriðju bókinni og í henni ferðast sirkus- inn reyndar til Íslands, en aðal- einkenni Nikkýjar eru hennar einstöku hæfileikar og auðvitað að hún er frá tveimur löndum og hefur þá sýn sem fólk hefur þegar það hefur kynnst einhverju öðru en heimahögunum.“ fridrikab@frettabladid.is Flytur á sögusviðið Brynja Sif Skúladóttir, höfundur bókanna um Nikký sem að hluta gerast í Zürich, er að fl ytja til Sviss og segist hlakka til að sjá landið með augum Nikkýjar. BRYNJA SIF „Okkur þykir óskaplega vænt um Zürich þannig að þetta er mjög spennandi.“ MYND ÚR EINKASAFNI Lokahóf sýningar Daníels Björns- sonar, Bismút, verður haldið í dag klukkan 15 í Kling & Bang galler- íi. Einnig verður fagnað útgáfu á ritinu Hugleiðingar um verk Daní- els Björnssonar og annað, sem byggt er á viðtölum sem Ingibjörg Sigurjónsdóttir tók við Daníel í tilefni sýningarinnar. Sýning Daníels hefur staðið yfir síðan 8. nóvember. Daníel teikn- ar upp sýningarrýmið með lit- uðu ljósi og stillir þar upp nýjum skúlptúrum úr brunni sínum. Verkin snerta á umbreytingum, enda dregur sýningin nafn sitt af frumefninu bismút sem er þung- ur, brothættur, hvítkristallaður málmur sem umbreytist við hitun í tilkomumikinn kristal í öllum regnbogans litum. Verk Daníels draga fram hið stöðuga ferli sem núningur tímans við efni, anda og aðstæður er, að því er fram kemur í tilkynningu frá galleríinu. Sýningin stendur til 21. des- ember. Opið er í Kling & Bang fimmtudaga til sunnudaga frá klukkan 14 til 18 og er aðgangur ókeypis. Fagna útgáfu bókar í lokahófi Bismút Sýningu Daníels Björnssonar, Bismút, er að ljúka í Kling & Bang. Í lokahófi nu verður fagnað útgáfu bókar sem Ingibjörg Sigurjónsdóttir byggir á viðtölum við listamanninn í tilefni sýningarinnar. BISMÚT Sýningu Daníels Björnssonar lýkur í Kling & Bang á morgun. MYND/ KLING & BANG ➜ Daníel teiknar upp sýn- ingarrýmið með lituðu ljósi og stillir þar upp nýjum skúlptúr- um úr brunni sínum. AÐGANGUR ÓKEYPIS ALLIR VELKOMNIR JÓLARÓ Á ÞORLÁKSMESSU í anddyri Hörpu kl. 17-18 fjölmargir óperusöngvarar syngja jóla- og hátíðarlög umsjón og píanóleikur antonía hevesi MENNING Fjölskylduleikritið Sitji guðs engl- ar verður flutt í Útvarpsleikhúsinu yfir jólahátíðina. Leikritið byggir á sögu hins ástsæla rithöfundar Guðrúnar Helgadóttur og er í sex þáttum. Það verður flutt sex daga í röð, einn þáttur á dag, frá aðfanga- degi til og með mánudeginum 29. desember, klukkan 15 alla dagana. Leikgerðin er eftir Illuga Jök- ulsson og leikstjóri er Hallmar Sigurðsson. Tónlist er eftir Stefán S. Stefánsson og um hljóðvinnslu sá Grétar Ævarsson. Fjölmargir leikarar taka þátt í flutningnum, bæði fullorðnir og börn, en í aðal- hlutverkum eru Rúrik Haraldsson, Þóra Friðriksdóttir, Edda Heiðrún Backman, Valdimar Örn Flygen- ring og Brynhildur Guðjónsdóttir. Upptakan er frá árinu 1999. Endurflutningur verksins er meðal annars í tilefni af því að Guðrún Helgadóttir fagnar á þessu ári 40 ára rithöfundar- afmæli sínu. Í Sitji guðs englar kynnast hlustendur stórmerkilegri fjöl- skyldu í Firðinum en þó mest hinni alvörugefnu Heiðu. Úti í heimi geisar stríð, amer- ískir hermenn þramma um bæinn og mannlífið tekur öðrum breyt- ingum. Í heimi barnanna eiga sér líka stað miklar sviptingar, gáska- full gleðin ræður ríkjum en sorg- in nær að varpa skugga sínum á leik þeirra. Undir glaðværu yfirborði sög- unnar er veruleiki stríðsáranna sem börnin skynja á allt annan hátt en fullorðnir. Englar í útvarpinu Leikgerð Illuga Jökulssonar á sögu Guðrúnar Helga- dóttur, Sitji guðs englar, fl utt í Útvarpsleikhúsinu. Boðið verður upp á notalega sögustund fyrir yngstu börnin og fjöl- skyldur þeirra í aðalsafni Borgarbókasafnsins í dag klukkan 14. Katrín Ósk Jóhannsdóttir rithöfundur mun lesa úr bókum sínum Karólína og eggið og Karólína og týndu skórnir. Boðið verður upp á heitt kakó og smákökur. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir. Sögustund fyrir alla fj ölskylduna JÓLASTEMNING Boðið verður upp á kakó og smákökur. FJÖRUTÍU ÁRA FERILL Guðrún Helgadóttir , höfundur sögunnar Sitji guðs englar, fagnar fjörutíu ára rithöfundarferli í ár.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.