Fréttablaðið - 20.12.2014, Síða 126

Fréttablaðið - 20.12.2014, Síða 126
20. desember 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 98 Hinir árlegu jólatónleikar Hymn odiu og Sig- urðar Flosasonar verða haldnir í Akureyrar- kirkju mánudaginn 22. desember klukkan 21. Í ár spilar saxófónleikarinn Sigurður Flosa- son með Hymnodiu. Hann mun spila á ýmis blásturshljóðfæri sem og slagverkshljóðfæri. Stjórnandi Hymnodiu, Eyþór Ingi Jónsson, mun spila á harmóníumorgel. Á tónleikunum verða eingöngu flutt íslensk jólalög, bæði gömul og ný, vel þekkt og óþekkt. Í tilkynningu kemur fram að jólatón- leikar Kammerkórsins Hymn odiu hafi ávallt verið gríðarlega vel sóttir og að á þeim sé sköpuð kyrrlát stemning, slökkt á raflýsingu kirkjunnar, ekkert talað og engar þagnir milli laga. Tónleikarnir myndi því klukkustundar langa heild, þar sem tónleikagestir geti látið þreytu líða úr sér og notið kyrrðar og samveru rétt fyrir jólin. ➜ Eingöngu verða flutt íslensk jólalög, bæði gömul og ný, vel þekkt og óþekkt. „Orðin vindur, stormur, rok eða hvassviðri, ofviðri og fárviðri eru stighækkandi. Öll eiga þau sam- heiti í orðinu kári, og í því mætum við enn hinu lífi gædda afli, sem bjó í veðrinu.“ Svo segir í Veður- fræði Eyfellings, sem Bjartur gefur út. Þetta er endurútgáfa, með viðauka og nýrri orðaskrá, af bók Þórðar Tómassonar, sem flestir tengja nú við Minjasafnið í Skóg- um, frá árinu 1979. „Gamla bókin var löngu upp- seld, en hún átti sér marga eld- heita aðdáendur sem voru fljótir að tryggja sér eintök af nýju útgáf- unni,“ segir Guðrún Vilmundar- dóttir, útgáfustjóri Bjarts. „En það hefur vakið athygli lagerstjóra Bjarts að pantanir á bókinni virð- ast vera algerlega í takt við vind- stigin – því fleiri metrar á sek- úndu því fleiri panta veðurbókina – og hefur hún því eins og gefur að skilja fokið út síðustu daga og lítur mjög vel út með þessa síðustu helgi fyrir jól, stærstu söluhelgi ársins. Þykir markaðsdeild Bjarts hafa sýnt óvenju góða og áður óþekkta takta í kynningu á veður bókinni og í tilefni af því bauð ég markaðs- deildinni út að borða í hádeginu, til að fagna þessu vel heppnaða veður trixi,“ segir Guðrún og bros- ir hringinn. Aðrar fréttir úr herbúðum Bjarts eru að bandaríska forlagið Restless Books, sem hefur höfuðstöðvar í Brooklyn, hefur tryggt sér útgáfu- réttinn á Jarðnæði, eftir Oddnýju Eiri Ævarsdóttur. „Forleggjarinn hefur fylgst með Oddnýju um hríð, átt fundi með réttindastofu Bjarts og Miðstöð íslenskra bókmennta á síðustu bókamessum í Frank- furt og London, fengið lesara til að lesa fyrir sig og skrifa rapport um bækur hennar, en þær hafa enn ekki komið út í erlendum þýðing- um,“ útskýrir Guðrún. „Það verður meiriháttar stökkpallur fyrir Odd- nýju að koma út í enskri þýðingu – en langflestir útgefendur heims- ins lesa jú ensku – og spennandi að vinna með forlagi sem stórblað- ið Guardian hefur sagt um að sé frumkvöðull í að kynna bókmenntir heimsins fyrir enskumælandi les- endum.“ fridrikab@frettabladid.is Salan magnast í takt við fj ölda vindstiga Veðurfræði Eyfellings rýkur út í rokinu. Vel heppnað veðurtrix hjá markaðs- deildinni, segir útgáfustjórinn Guðrún Vilmundardóttir stolt af sínu fólki. GUÐRÚN VILMUNDARDÓTTIR „Því fleiri metrar á sekúndu því fleiri panta veður- bókina.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hymnodia og Sigurður Flosason í Akureyrarkirkju Jólatónleikar Kammerkórsins Hymnodiu verða í Akureyrarkirkju á mánu dagskvöldið. Sérstakur gestur er Sigurður Flosason saxófónleikari. ÞÓRA KARÍTAS ÁRNADÓTTIR Leikararnir Jóhann G. Jóhanns- son og Þóra Karítas Árnadóttur hafa verið valin til að taka þátt í Northern Lights-verkefninu á kvikmyndahátíðinni í Berlín 2015. Northern Lights-verkefnið miðar að því að kynna norræna leikara fyrir alþjóðlegum leik- stjórum og framleiðendum á kvikmyndahátíðinni í Berlín. 25 leikarar frá Norður löndunum voru valdir í ár til að taka þátt í verkefninu en umsóknir voru 160 talsins. Berlinale er ein fremsta kvik- myndahátíð í heimi og leggur sérstaka áherslu á þátt leikara í kvikmyndaiðnaðnum. Northern Lights var sett á fót vegna vax- andi áhuga á norrænu sjónvarps- efni og auknum ráðningum á norrænum leikurum í alþjóðleg kvikmyndaverkefni. Tilgangur Northern Lights- verkefnisins er að brúa bilið á milli leikara, kvikmyndafram- leiðenda og leikstjóra. Stefnt er að því að Northern Lights verk- efnið verði árlegt og að þar fái norrænir leikarar stuðning og tækifæri til að kynnast kollegum sínum annars staðar frá. Verkefnið er skipulagt af norsku leikaramiðstöðinni og TMStudio í samstarfi við Norsku leikarasamtökin undir handleiðslu Norsku kvikmyndamiðstöðvar- innar og er Félag íslenskra leik- ara einn af samstarfsaðilum skipuleggjenda. Valin til þátttöku í Northern Lights Þóra Karítas Árnadóttir og Jóhann G. Jóhannsson voru valin til að taka þátt í Northern Lights-verk- efninu á kvikmyndahátíðinni í Berlín 2015. JÓHANN G. JÓHANNSSON HYMNODIA Tónleikar kammerkórsins eru fastur liður í jólaundirbúningi á Akureyri. MYND/DANÍEL STARRASON Leiðsögn um sýninguna Silfur Íslands í Þjóðminjasafninu verð- ur í allra síðasta sinn á morgun klukkan 14. Sýningunni lýkur um áramót en það er Þorbjörg Br. Gunnarsdóttir sýningarstjóri sem veitir leiðsögnina. Við gerð sýn- ingarinnar var leitast við að beina sjónum að mismunandi aðferðum við silfursmíð en um leið setja bún- ingasilfur, borðbúnað, silfurskildi og kaleika fram á nýstárlegan hátt. Síðasta leið- sögn um Silfrið SILFUR Sjónum var beint að mismun- andi aðferðum við silfursmíð. ➜ Northern Lights var sett á fót vegna vaxandi áhuga á norrænu sjónvarpsefni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.