Fréttablaðið - 20.12.2014, Side 134

Fréttablaðið - 20.12.2014, Side 134
20. desember 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 106 TÓNLIST ★★★★★ ADHD 5 ADHD KONGÓ Íslenska djass senan virðist stundum vera eins og smekk- fullur Kaffibarinn á sunnudagsmorgni. Allir hafa verið með öllum, samt spólgraðir og tilbúnir í að prófa eitthvað nýtt. Þetta er alls ekki galli, í það minnsta þegar kemur að djassinum, einfaldlega því senan er uppfull af hæfileikafólki sem gerir hana vel yfir meðallagi góða – hvort sem miðað er við höfðatölu eða ekki. Vonandi varir slíkt ástand um ókomin ár, þótt ómögulegt starfs- umhverfi tónlistarkennara gæti haft þar eitthvað að segja … en förum ekki í það, hér og nú. ADHD er eitt af þessum böndum. Eins og verið sé að spila yatzy er hæfileikafólki hent í glas sem er hrist og úr verður frá- bær hljómsveit! Að öllu gamni slepptu er hér í alvörunni einvala lið á ferð og án nokkurs vafa eitthvað meira en til- viljunin ein sem varð til þess að hljómsveitin varð til. Hana skipa Magnús Trygvason Elíassen, sem flestir kannast líklega við úr Moses Hightower, bræðurnir Óskar og Ómar Guðjónssynir, sem hafa lík- lega leikið með öllum málsmet- andi hljómsveitum á Íslandi á ein- hverjum tímapunkti, og loks Davíð Þór Jónsson, jú, sem sömuleiðis hefur komið víða við – leikið með Mugison, Memfis- mafíunni, Gus Gus … þetta tæki allan daginn. Þessir gaurar kunna sitt fag, látum það duga. ADHD 5 er nýjasti afrakstur þessa sam- starfs, fimmta platan eins og nafnið gefur til kynna. Hún hefur nú þegar vakið mikla athygli, valin á Kraumslista og tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna. Og það skiljanlega. Platan rennur ljúf- lega í gegn og tekur hlustandann á ferðalag, allt frá fyrstu tónum í Sveðjunni, sem einkennist af hægum, öruggum takti og tilrauna- kenndum gítarleik og yndislega viðkvæmum melódíum saxófóns og píanós. Virðing er borin fyrir öllum hljóðfærum, það fá allir að njóta sín. Greina má tilraunamennsku á öðrum stöðum sem verður þó, mjög ánægjulega, aldrei tilgerðarleg. Og það er einnig gleðiefni að platan er alls ekki „óverpródúseruð“ sem hefur ef til vill verið helsti hængur djassins á Íslandi. Þetta er hárfín lína milli nákvæmni og óreiðu … já, þessir gaurar kunna sitt fag. Bravó! Björn Teitsson NIÐURSTAÐA: Frábær gripur sem er skyldueign allra djassgeggjara. Einvala lið hljóðfæraleikara tiplar á hárfínni línu milli nákvæmni og óreiðu á meistarale- gan hátt. ADHD kann sitt fag ADHD Hljómsveitin ADHD hefur gefið út plötuna ADHD 5. MYND/SPESSI „Þetta eru önnur jólin, við vorum líka með teiknimessuna í fyrra og ætlum að endurtaka hana í ár,“ segir Helga Óskarsdóttir, en hún ásamt Helenu Hansdóttur Aspelund stofn- aði Týsgallerí í fyrra. „Við erum að sýna teikningar og önnur verk á pappír, „collage“ og vatnslitamyndir,“ segir Helga en fjöldi listamanna í samstarfi við gall- eríið tekur þátt í Teiknimessunni. Myndirnar á sýningunni verða einnig til sölu. „Fólk hefur tækifæri til að nálgast myndir eftir flotta listamenn,“ segir Helga. Teiknimessan tókst vel í fyrra að sögn Helgu. „Við erum svolítið að stíla inn á þessa jólatraffík, fólk er kannski ekki að fara að rogast með risa málverk í gegnum bæinn. Þetta er meðfærilegt, upprúllað eða í umslagi.“ En Helga segir að áhugi sé á góðri myndlist og fólk sækist í auknum mæli eftir að gefa listaverk í gjafir en Týsgall- erí hefur einnig hafið sölu á gjafa- bréfum. „Það var rosalega skemmtileg stemming í fyrra og við ákváð- um að endurtaka leikinn,“ segir Helga og bætir við: „Á opnuninni verða léttar veitingar og fólk getur komið hérna inn í hlýjuna og skoð- að myndlist.“ Opnun Teiknimessunnar verður í dag klukkan fjögur í Týsgallerí á Týsgötu 3. -gló Teiknimessa opnuð í Týsgalleríi í dag Verk á pappír verða í hávegum höfð á teiknimessunni sem stendur yfi r til jóla. Messan tókst vel í fyrra. Það var rosalega skemmtileg stemming í fyrra og við ákváðum að endurtaka leikinn. TEIKNIMESSA Helga segir fólk í auknum mæli sækjast eftir því að gefa listaverk í gjafir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Grínmyndin The Interview er ekki eina myndin sem féll í glat- kistu Hollywood vegna hótana Norður-Kóreumanna því einnig er búið að hætta við ónefndan spennutrylli með leikaranum Steve Carell í aðalhlutverki. Myndin, sem Gore Verbinski átti að leikstýra, gerðist í Norður- Kóreu og var lýst sem „væni- sjúkum spennutrylli“. Samkvæmt frétt Deadline hefur útgáfufyrirtækið Fox neit- að að dreifa myndinni en tökur áttu að hefjast í mars. Hætt við aðra kvikmynd 17.000 Margir litir í boði. Margar tegundir af rúmgöflum. Fáanleg sem rafmagnsrúm. Henson Design Nettur og góður hvíldarstóll með háu baki og stillanlegum hnakkapúða. Ezzy Glæsilegur og virkilega vandaður svefnsófi frá Ítalíu. Demetra svefnsófi Vinsæll hvíldarsófi. Til með og án tungu. Margir litir í boði. Diva Þægilegur og flottur tungusófi. Nokkrir litir til á lager. Mike
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.