Fréttablaðið - 20.12.2014, Side 148

Fréttablaðið - 20.12.2014, Side 148
20. desember 2014 LAUGARDAGUR| SPORT | 120 FÓTBOLTI Þrátt fyrir stanslausar áhyggjur af hita og svita bæði áhorfenda og leikmanna á HM í Katar árið 2022 eru heimamenn pollrólegir. Þeir efast ekki um að þeir geti efnt öll sín loforð. Þeir ætla að bjóða til mik illar sýningar og sýna heiminum að þeir kunni að skemmta sér. Á sínum forsendum samt. Knatt- spyrnuunnendur munu ekki geta hoppað um rallölvaðir á baðföt- um. Svo er enn óljóst hversu vel- komið samkynhneigt fólk verður. Katarar ætla að bjóða heim inum upp á flottustu og nýtískulegustu knattspyrnuleikvanga heims. Katar á nóg af peningum og verð- ur hvergi til sparað. Einstakir vellir Það verða byggðir átta til tólf vell- ir. Það á eftir að ákveða endan- lega tölu. Opnunarleikurinn sem og úrslitaleikurinn mun þó fara fram á Lusail-vellinum sem verð- ur magnaður. „Án þess að vera of áberandi með peningana okkar þá verða þessir vellir einstakir í sögu arki- tektúrs. Það er svo langt í mótið að ekki er útilokað að áhorfendur geti séð endursýningu á atvikum á spjaldtölvu fyrir framan sætið sitt. Tæknin breytist hratt og við vilj- um ekki byggja eitthvað strax sem verður svo úrelt þegar mótið byrj- ar,“ segir Tamim el-Abed, verk- efnastjóri mótsins, en sjá má hluta af þeim völlum, sem á að byggja, hér á síðunni. Aldrei heitara en 28 gráður Hitinn er aðalumræðuefnið í kring- um mótið en ekki verður hægt að spila knattspyrnu í hitanum. Kat- arar lofuðu að byggja velli þar sem hægt væri að stýra hitanum. Þeir ætla að standa við það. „Leikvangarnir verða kældir, skemmtisvæði fyrir áhorfendur verða líka kæld og biðröðin á völl- inn síðustu 1.500 metrana verð- ur einnig með kælingu,“ segir el- Abed. Hitinn á völlunum á að vera í kringum 26 gráður og mun aldrei fara upp fyrir 28 gráður. Orkan í þessar loftræstingar verður feng- in úr sólarveri. Áfengi á ákveðnum svæðum Doha er ekki Ríó de Janeiro þar sem stúlkur spranga um á bikiní með kokkteil í hendinni. Aðeins er hægt að fá áfengi á völdum hótelum í borginni. Konur frá Katar fá aldrei aðgang að þess- um börum. „Það verður hægt að fá áfengi á ákveðnum svæðum. Áfengi er ekki hluti af okkar trú eða hefð. Fólk mun ekki geta keypt sér bjór á hverju horni en það verður veitt- ur einhver aðgangur.“ Konur í landinu klæðast búrkum þar sem lítið sést í þær. Þær konur sem ætla að sækja landið heim á HM þurfa ekki að klæðast slíkum fatnaði. „Það er bara ætlast til þess að fólk klæði sig við hæfi. Sé sóma- samlega til fara. Það gengur ekki að vera í bikiní,“ segir Deepa Puv- anik frá Indlandi en hún hefur farið á völlinn í Doha. Fá hommar og lesbíur að mæta? Mannréttindasamtök hafa miklar áhyggjur af því hvernig staða sam- kynhneigðra verður á þessu móti. Hvort samkynhneigðu fólki verði yfirhöfuð hleypt inn í landið. Stjórn- völd í landinu eiga enn eftir að taka á því. „Við erum að fara yfir þessi mál. Við getum aðlagað okkur og tekið á móti alls konar fólki án þess að menning okkar tapist,“ sagði Salah bin Ghanem bin Nasser al-Ali íþróttamálaráðherra. Það er enn langt í mótið og eflaust á mikið eftir að ganga á. Til að mynda á enn eftir að taka endanlega ákvörðun um tímasetningu mótsins en nýjasta nýtt er að upphaf þess verði fært fram í byrjun maí. DÝRASTA ÍÞRÓTTAMÓT SÖGUNNAR Katarar ætla að eyða stjarnfræðilegum upphæðum í að byggja fl ottustu og tæknilegustu knattspyrnuleikvanga heims fyrir HM 2022. Mótið er líka umdeilt. Áfengi verður í boði í takmörkuðu magni og ekki er enn ljóst hvort samkynhneigðir fái að mæta. LUSAIL-VÖLLURINN Hér verður opnunar- og úrslitaleikurinn spilaður. EKKERT AÐ ÞESSU Lusail-völlurinn lítur vel út að utan sem innan.GLÆSILEGT Innan á Lusail-vellinum. Hér verður ekki heitara en 28 gráður. ALLT FYRIR GULLSTYTTUNA Katarar ætla sér að endurskrifa HM-söguna með ótrúlega glæsilegu móti á leikvöngum sem eiga sér enga líka. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is VELLIRNIR Í KATAR MUNU EIGA SÉR FÁAR HLIÐSTÆÐUR Í HEIMINUM LUSAIL-VÖLLURINN AÐALVÖLLURINN Á HM 2022 VERÐUR EINSTAKUR AÐ ÖLLU LEYTI AL-KHOR-VÖLLURINN AL-RAYYAN-VÖLLURINN AL-SHAMAL-VÖLLURINN AL-WAKRAH-VÖLLURINNDOHA PORT-VÖLLURINNSPORTS CITY-VÖLLURINN
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.