Fréttablaðið - 20.12.2014, Síða 158

Fréttablaðið - 20.12.2014, Síða 158
20. desember 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 130 HUGLEIKUR HRÆKIR Í MÆKINN Á HÚRRA Jólateiti Hits & Tits var haldið á Húrra í gær en það eru karaókíkvöld sem plötusnældurnar Margrét Erla Maack og Ragnheiður Maísól standa að. Þar mátti sjá marga helstu hipstera Reykjavíkur spreyta sig uppi á sviði og þenja radd- böndin. Það var afar kátt á hjalla í teitinu og margir sem tóku lagið. Þegar blaða- mann bar að garði var það enginn annar en myndasöguhöfundurinn Hugleikur Dagsson sem tók sviðið. Hann rappaði og söng hið sígilda rapplag Lodi Dodi með Snoop Dogg en Hugleikur hefur lengi verið mikill rapp- aðdáandi. - þij HEIMILDARMYND Í VINNSLU Gerð heimildarmyndar um hljómsveit- ina Dúkkulísurnar er í fullum gangi, en þær slógu svo eftirminnilega í gegn með lögunum Pamela í Dallas og Svarthvíta hetjan mín. Er það kvikmyndafram- leiðslufyrirtækið Bergsól sem vinnur að gerð myndarinnar, en stefnt er að frumsýningu næsta sumar. Bergsól hlaut styrk frá atvinnu- og menningarnefnd Fljótsdalshéraðs á dög- unum til að halda vinnslu myndarinnar áfram. Sveitin fagnaði 30 ára afmæli sínu árið 2012 og má gera ráð fyrir að Dúkkulísurnar hafi margar sögur að segja. - asi „Kaleo hefur skrifað undir plötu- samning við Atlantic Records um að tónlist hljómsveitarinnar verði gefin út á heimsvísu,“ segir Bandaríkjamaðurinn Bruce Kal- mick, sem er nýr umboðsmaður hljómsveitarinnar Kaleo. Þá hefur hljómsveitin einnig skrifað undir svokallaðan „publishing“-samning við War- ner/Chappell Music, sem þýðir að fyrirtækið sér um að koma tónlist Kaleo að í kvikmyndum, auglýsingum, sjónvarpsþáttum og svo framvegis. „Það er auðvitað mikill heiður að fá að semja við eins sögufrægt fyrirtæki og Atlantic Records. Við erum samt með báða fætur á jörðinni og verðum bara að bíða og sjá hvað þetta leiðir af sér. Þetta er mjög spennandi tæki- færi og við hlökkum mikið til þess að taka á við þetta,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og gítar leikari Kaleo. Hljómsveitin hefur vakið mikla athygli undanfarin ár og stefnir allt í að athyglin aukist til mikilla muna á næstunni, sérstaklega ef marka má umboðsmanninn. „Ég fékk tónlistina þeirra senda í júlí og heillaðist strax af henni og hljómnum þeirra. Eftir nokkur Skype-símtöl ákvað ég að fljúga til Íslands í september, til þess að sjá þá spila á tónleikum og kynn- ast þeim. Ég var gjörsamlega heillaður af hæfileikum þeirra,“ útskýrir Kalmick. Það voru þó ekki eingöngu tón- listarhæfileikar piltanna sem heilluðu nýja umboðsmanninn. „Ég heillaðist líka af þeim sem manneskjum. Þeir hafa á skömm- um tíma orðið hluti af fjölskyld- unni minni. Fyrir mig og mitt fyrirtæki, koma hæfileikar og fara, en svona góðar manneskjur eins og þeir eru, gera bransann skemmtilegri fyrir okkur,“ segir Kalmick. Hann starfar fyrir umboðsskrifstofuna Triple 8 Management í Bandaríkjunum og hefur verið umboðsmaður Kaleo síðan 8. október síðastliðinn. „Áhuginn frá stóru plötufyrir- tækjunum kom í ljós fljótlega eftir að lagið All the Pretty Girls komst á Viral-topp 50 listann í Bandaríkjunum. Þetta er í raun hlutfall deilinga við hlustanir,“ útskýrir Sindri Ástmarsson, fyrrverandi umboðsmaður sveit- arinnar. „Við vorum í viðræðum við sirka tíu erlenda umboðsmenn en þegar við hittum Bruce vorum við vissir um að hann væri sá rétti. Bruce var fljótur að taka þetta á næsta stig og tal- aði við toppana hjá stærstu fyrir- tækjunum,“ bætir Sindri við og segir að mörg stór erlend plötu- fyrirtæki hafi verið á eftir strák- unum. Kalmick efast ekki um að Kaleo eigi eftir að ná langt á heimsvísu. „Ég er raunsær maður en þegar kemur að Kaleo er ég ekki í nokkrum vafa. Sveit- in á eftir að verða ein þekktasta rokkhljómsveit heims fyrir árið 2017, ef ekki fyrr,“ segir hann ákveðinn í bragði. Fyrsta smáskífulag Kaleo kemur út í Bandaríkjunum í mars næstkomandi. gunnarleo@frettabladid.is Kaleo gerir samning við Atlantic Records Kaleo hefur skrifað undir plötusamning við Atlantic Records og „publishing“- samning við Warner/Chappell. Einnig komin með bandarískan umboðsmann. Í ÚTRÁS Hljómsveitin Kaleo skrifar undir samning við tvö risa- fyrirtæki í Bandaríkj- unum. MYND/BALDVIN VERNHARÐSSON ■ Ray Charles ■ Rolling Stones ■ Led Zeppelin ■ Bruno Mars ■ Genesis ■ Ed Sheeran ■ Coldplay ■ Phil Collins ■ Stone Temple Pilots Svo nokkur nöfn séu nefnd en ótrúlegur fjöldi þekktra lista- manna er á eða hafa verið með samning við Atlantic Records. Atlantic Records er dótturfyrir- tæki Warner Music Group. Þekkt nöfn hjá Atlantic Records ■ Beyonce ■ Dr. Dre ■ Eric Clapton ■ George Michael ■ Jay Z ■ Michael Bublé ■ Madonna ■ Muse ■ Radiohead ■ Slash Þekkt nöfn hjá Warner/Chappell BRÆÐUR Í BÆJARSTJÓRN Síðasti fundur bæjarstjórnar Akraness á þessu ári var haldinn í gær. Það vildi svo skemmtilega til að bræður sátu fundinn. Þeir Jóhannes Karl og Þórður Guðjónssynir sátu báðir fundinn en Þórður er varaborgarfulltrúi fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og Jóhannes Karl fyrir framsóknarflokkinn og Frjálsa. Báðir eru þeir landsþekktir knattspyrnumenn en Þórður spilaði á árum áður með Stoke City í Englandi, Bochum í Þýskalandi og Genk í Belgíu. Jóhannes Karl spilaði meðal annars með Leicester City og Aston Villa í Englandi og Real Betis á Spáni. - vh „Þegar maður leikur í atriði með honum, þá hverfur allt annað og það er ekkert nema þú og hann og kar- akterarnir sem þið leikið. Tíminn stendur í stað.“ LEIKKONAN ELIZABETH MOSS UM MÓTLEIKARA SINN Í MAD MEN, JON HAMM, ÞEGAR HANN FÉKK VERÐLAUNIN LEIKARI ÁRS- INS HJÁ PEOPLE MAGAZINE. Ég er raunsær maður en þegar kemur að Kaleo er ég ekki í nokkrum vafa. Sveitin á eftir að verða ein þekkt- asta rokkhljómsveit heims fyrir árið 2017, ef ekki fyrr. Bruce Kalmick, nýr umboðsmaður Kaleo.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.