Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2012, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2012, Side 3
Fréttir 3Mánudagur 12. nóvember 2012 Staða Árna styrkist n Stefnir í formannsslag milli Árna Páls og Guðbjarts Hannessonar P rófkjör Samfylkingar í Suð­ vestur­ og Norðausturkjör­ dæmum fóru fram um helgina og eru niðurstöður þeirra nokkuð þýðingarmiklar. Árni Páll Árnason bar sigurorð af Katrínu Júl­ íusdóttur fjármálaráðherra og mun því leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Ljóst er að Árni Páll hefur fengið byr í báða vængi í baráttu sinni fyrir formannssæti flokksins. Í Norðausturkjördæmi var Kristján Möller ótvíræður sigurvegari en Erna Indriðadóttir fagnaði öðru sætinu. Þar með skaut Erna þing­ mönnunum Jónínu Rós Guðmunds­ dóttur og Sigmundi Erni Rúnarssyni ref fyrir rass. Katrín hefur ekkert gefið upp um mögulegt formannsframboð en heimildarmaður DV úr stuðnings­ hópi hennar segir afar ólíklegt að hún taki slaginn í ljósi úrslita helgarinn­ ar. „Árni tók út einn helsta keppinaut sinn, það er alveg klárt.“ Þó staða Árna sé sterk er hann nokkuð umdeildur innan Samfylkingarinnar. Hann er til að mynda talinn mun opnari fyrir samstarfi við sjálfstæðis menn en nú­ verandi forysta flokksins. Þeir sem horft höfðu til Katrín­ ar Júlíusdóttur sem öflugasta mót­ frambjóðanda Árna Páls leita nú á önnur mið. Heimildir DV herma að fái Guðbjartur Hannesson velferðar­ ráðherra góða kosningu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjör­ dæmi muni hann bjóða sig fram til formanns. Þar má vænta niðurstöðu þann 19. nóvember næstkomandi. Vera kann að vel skipulögð kosn­ ingabarátta hafi gert gæfumuninn fyrir Árna. Einn viðmælenda DV segir að baráttan um fyrsta sætið hafi verið „ójafn leikur“ þar sem Katrín þurfti að vinna innan reglna Samfylkingarinn­ ar um kosningabaráttu vegna þing­ framboðs sem takmörkuðu verulega möguleika hennar til fjárútláta. Árni Páll hafi hins vegar haldið úti kosn­ ingaskrifstofu og kosningastjóra á launum á þeim forsendum að hann væri í framboði til formanns en um það gilda engar reglur. Kosningastjóri Árna er Ólafía B. Rafnsdóttir sem stýrði kosninga­ baráttu Ólafs Ragnars Grímssonar er hann var fyrst kjörinn forseti árið 1996 og svo aftur árið 2012. Ólafía var einnig kosningastjóri Ingi­ bjargar Sólrúnar Gísladóttur þegar hún var kjörin formaður Samfylk­ ingarinnar árið 2005. Þrotabúið vill fá eignir frá Karli n Seldi sjálfum sér verðmætar eignir n Félagið skuldaði milljarða S kömmu áður en félag Karls Steingrímssonar, sem oftast er kenndur við Pelsinn, var tekið til gjaldþrotaskipta seldi félagið tvær eignir út úr félaginu. Karl var sjálfur kaupandi að eignunum en þær eru metnar á nokkra tugi milljóna. Ástráður Har­ aldsson, skiptastjóri þrotabúsins, hefur höfðað mál á hendur Karli vegna sölu eignanna en hann vill að henni verði rift og eignirnar færðar aftur inn í þrotabúið. Um er að ræða jörð á Ströndum og húseign í Vest­ mannaeyjum. Fréttablaðið greindi frá málinu á miðvikudag. Ástráður vildi ekki tjá sig um mál­ ið þegar blaðamaður leitaði eftir því. „Áður en lengra er haldið, ég hef ekk­ ert um þetta segja,“ sagði hann í miðri spurningu blaðamanns um málið. Ekki gafst færi á að spyrja hvort fyrir lægi hvort fleiri eignir hefðu verið seldar úr félaginu skömmu fyrir gjaldþrotið. Skuldaði milljarða árið 2008 Karl var umsvifamikill í fjárfestingum fyrir hrunið en við fall bankanna og hrun fasteignamarkaðarins urðu fé­ lög hans á borð við Vindasúlur ekki rekstrarhæf. Eignir félagsins voru átta talsins samkvæmt ársreikningi árið 2008 og voru skuldirnar gríðarlegar. Félagið skuldaði 2,5 milljarða króna árið 2008 samkvæmt ársreikningi en eignirnar voru metnar á 3,6 millj­ arða króna. Í kjölfar hrunsins versn­ aði staðan mikið og var félagið tekið til gjaldþrotaskipta í byrjun síðasta árs. Ársreikningurinn fyrir 2008 var síðasti ársreikningurinn sem félagið skilaði, samkvæmt ársreikningaskrá. Eignirnar sem þrotabúið vill fá til baka eru jörðin Kollafjarðarnes í Strandabyggð sem metin var í bókum félagsins á 68 milljónir króna og fast­ eign við Tangagötu í Vestmannaeyjum sem var færð á 20 milljónir í ársreikn­ ingi félagsins. Samanlagt virði eign­ anna, samkvæmt ársreikningnum, var því 88 milljónir króna árið 2008. Fleiri og verðmætari eignir voru inni í þrotabúinu samkvæmt ársreikningn­ um en ekki liggur fyrir nákvæmlega hvað varð um þær eignir. Fleiri deila um eignirnar Það eru ekki bara eignirnar sem Karl seldi sjálfum sér í gegnum félagið sem valdið hafa deilum í kjölfar hrunsins. Fasteignin við Skúlagötu 51 í Reykjavík var í eigu félagsins en hún var seld til kínverska sendi­ ráðsins hér á landi. Aron Karlsson, sonur Karls, sætir nú ákæru vegna viðskiptanna en hann er talinn hafa blekkt þrjá banka til að aflétta veðum sem lágu á eigninni. Samþykki lá fyrir að aflétta veð­ unum vegna sölu hússins til ind­ verskra fjárfesta en eignin var hins vegar seld kínverska sendiráðinu hér á landi fyrir umtalsvert meira fé en tilboð Indverjanna hljóðaði upp á. Mismunurinn á söluverðinu og tilboðinu sem bankarnir vissu af, samtals 114 milljónir, rann beint inn á bankareikning eignarhaldsfé­ lags þeirra feðga í stað þess að fara til bankanna. Ekki liggur enn fyrir niðurstaða í málinu en það er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykja­ víkur. n Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Dreginn fyrir dóm Þrotabú gamla félagsins hans Karls hefur höfðað mál á hendur honum vegna sölu eigna út úr félaginu skömmu áður en það varð gjaldþrota. Deilt um fleiri eignir Það er ekki bara deilt um eignirnar sem Karl seldi sjálfum sér heldur líka fasteign við Skúlagötu í Reykjavík sem Karl og sonur hans seldu kínverska sendi- ráðinu á Íslandi. Sonur Karls, Aron, sætir nú ákæru vegna sölunnar en hann er talinn hafa blekkt þrjá banka í viðskiptunum. Stendur vel að vígi Þó Árni Páll sé um- deildur innan Samfylkingarinnar er staða hans fyrir formannskjör flokksins nokkuð sterk. Það gæti aukið líkurnar á samstarfi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eða „hrunflokkanna“ svokölluðu. n Bjarni veikur leiðtogi Sjálfstæðisflokksins n Fáir formenn hafa fengið jafn lítið fylgi Prófkjörið „skelfileg tíðindi“ fyrir Bjarna Beðið eftir Hönnu Birnu Eitt af því sem gæti komið í veg fyrir að Bjarni fái skrifstofu í for­ sætisráðuneytinu er að hans helsti keppinautur innan flokks­ ins, Hanna Birna Kristjánsdótt­ ir, sem hlaut 44 prósent atkvæða í formannskjöri á síðasta ári, virðist vera með sterka stöðu í Reykjavík. Samkvæmt skoðana­ könnunum sem gerðar hafa verið á fylgi frambjóðenda í kjördæm­ inu kemur Hanna Birna vel út. Margir sjálfstæðismenn tala um að nú sé beðið eftir niðurstöðum prófkjörsins með það fyrir augum að ef Hanna Birna nær afgerandi fylgi til að leiða listann sé hægt að þrýsta á hana til að fara aft­ ur gegn Bjarna. Sjálf hefur hún þó sagt að hún sé ekki á leið í for­ mannsslag aftur á næstunni. „Nei, ég ætla ekki að gera það á næst­ unni,“ sagði hún í samtali við DV í október síðastliðnum aðspurð hvort hún myndi bjóða sig aftur fram. Þá má heldur ekki útiloka, miðað við fortíð Bjarna, að frekari vafasöm viðskiptamál kunni að koma upp á yfirborðið sem gætu enn fremur veikt stöðu hans. n Hvar vildu flokksmenn hafa Bjarna? Bjarni Benediktsson fékk samtals 3.456 atkvæði í eitthvert af sjö efstu sætum listans. Hann fékk flest atkvæði í fyrsta sætið þar sem hann hafnaði. Það voru þó 728 einstaklingar sem völdu að hafa hann neðar á listanum. 1. sæti 2.728 2. sæti 167 3. sæti 143 4. sæti 96 5. sæti 90 6. sæti 76 7. sæti 156 Heimild: Sjálfstæðisflokkurinn Stuðningur við frambjóðendur í fyrsta sætið Bæði Vilhjálmur Bjarnason og Ragn- heiður Ríkharðsdóttir fengu nokkur hundruð atkvæði hvort í fyrsta sæti listans. Þau komust ekki nálægt Bjarna en saman hjuggu þau verulega í fylgi formannsins. Samanlagt fylgi Vilhjálms og Ragnheiðar nam rúm- lega 21 prósenti. Bjarni var sjálfur með stuðning um 54 prósenta kjósenda í prófkjörinu til að leiða listann. Bjarni Benediktsson 2.728 Ragnheiður Ríkharðsdóttir 421 Jón Gunnarsson 192 Vilhjálmur Bjarnason 658 Elín Hirst 92 Óli Björn Kárason 156 Karen Elísabet Halldórsdóttir 30 Heimild: Sjálfstæðisflokkurinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.