Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2012, Qupperneq 4
E
ignarhaldsfélag sem stofnað
var og stýrt af séra Sigurði
Helga Guðmundssyni, fram
kvæmdastjóra hjúkrunar
heimilisins Eirar frá 1993 til
2011, seldi heimilinu hjúkrunar
gögn fyrir milljónir króna árlega hluta
tímabilsins sem hann stýrði því. Sig
urður Helgi var á tímabilinu einnig
prestur í Víðistaðakrikju í Hafnarfirði.
Hlutafélagið sem sá Eir fyrir hjúkr
unargögnunum heitir Ars ehf. og var
stofnað árið 1988. Eir hefur fengið
fjárframlög frá ríkinu frá stofnun fé
lagsins – í fyrra nam sú upphæð rúm
lega 1.500 milljónum króna.
Í tilkynningu um stofnun Ars,
sem barst fyrirtækjaskrá ríkisskatt
stjóra árið 1988, kemur fram að Sig
urður Helgi hafi stofnað félagið ásamt
hafnfirska apótekaranum Almari
Grímssyni og Rúnari Brynjólfssyni.
Konur þeirra voru sömuleiðis skráð
ar sem stofnendur. Sigurður Helgi
var fyrsti stjórnarformaður félagsins.
Hver hluthafi, meðal annars Sigurður
Helgi, skráði sig fyrir hlutafé upp á 100
þúsund krónur á nafnvirði. Tilgang
ur félagsins var í stofngögnum þess
sagður vera „heildsala og innflutning
ur á hjúkrunargögnum, hreinlætis
vörum, lyfjum og lækningavörum.“
Stöð 2 greindi frá því, fyrst fjöl
miðla, í þar síðustu viku að Eir væri
tæknilega gjaldþrota og þyrfti að ráð
ast í fjárhagslega endurskipulagningu
til að bjarga rekstrinum frá þroti og til
að verja hagsmuni eldri borgaranna
sem fjárfest hafa í íbúðum í gegn
um félagið. Sú vinna stendur nú yfir á
vegum Eirar. Síðan Eirarmálið komst
í hámæli hefur Vilhjálmur Þ. Vil
hjálmsson, stjórnarformaður Eirar og
tímabundinn arftaki Sigurðar Helga
í starfi meðan eftirmaður hans var
fundinn, stigið til hliðar sem stjórnar
formaður. Ýmislegt bendir hins vegar
til að fjárhagserfiðleika og óráðsíu
innan Eirar megi rekja mörg ár aftur í
tímann og kemur nafn hlutafélagsins
Ars þá meðal annars upp.
Morgupósturinn segir frá
Dagblaðið Morgunpósturinn greindi
frá því árið 1995, undir fyrirsögninni
„Yfirmennirnir kaupa lyf og hjúkr
unargögn hjá sjálfum sér“, að Eir hefði
um árabil keypt hjúkrunargögn af Ars
og lyf hjá Almari Grímssyni í Apóteki
Hafnarfjarðar. Meðal þess sem keypt
var af Ars voru sérstakar bleiur fyrir
eldri borgara. Þessi viðskipti við Ars
námu rúmum 11 milljónum króna
árið 1994, að sögn Morgunpóstsins, á
meðan lyfjakostnaður nam 10 millj
ónum króna.
Í viðtali Morgunpóstsins við Sigurð
Helga sagði hann Ars vera félag sem
ynni að því að ná sem hagstæðustum
samningum um kaup á sjúkragögn
um fyrir Eir. „Ars er okkar innkaupa
samband og vinnur fyrir okkur við að
leita eftir sem bestu verði á hjúkrunar
gögnum.“ Þá sagði Sigurður Helgi að
Ars kæmi honum ekkert við „persónu
lega“. Sigurður Helgi var hins vegar
einn af stofnendum Ars og var stjórn
armaður í félaginu allan líftíma þess.
Hagnaður hljóp á milljónum
Hagnaður Ars hljóp yfirleitt á milljón
krónum eða meira á hverju ári þann
tíma sem félagið starfaði. Hagnaður
inn var til dæmis um 1.600 þúsund
árið 2002. Þessi hagnaður hljómar
kannski ekki hár í dag en til saman
burðar má nefna að forstjóralaun Sig
urðar Helga hjá Eir námu 140 þúsund
krónum á mánuði árið 1994. Því var
um að ræða hagnað sem nam marg
földum forstjóralaunum á þessum
árum. Árið 2002 átti félagið eignir upp
á ríflega fjórar milljónir króna.
Þegar þarna var komið sögu voru
upphaflegir hluthafar Ars hins vegar
ekki í hluthafahópnum nema að litlu
leyti. Almar Grímsson var sá eini af
stofnendum félagsins sem ennþá átti
hlut í því með um 11 prósent hluta
fjárins. Hjúkrunarheimildið Skjól,
Hrafnista í Hafnarfirði og Reykjavík
og Eir voru komin inn sem hluthaf
ar. Einkaaðilarnir sem stofnuðu félag
ið voru því komnir út úr því og í stað
inn voru stofnanirnar sem þeir stýrðu
komnar inn sem hluthafar þess.
Félaginu slitið
Ars var slitið í árslok 2005, samkvæmt
tilkynningu um félagsslit sem send
var til ársreikningaskrár í desember
það ár. Félagið átti þá eignir upp á ríf
lega tvær milljónir króna sem greidd
ar voru út til hluthafa félagsins.
DV hefur heimildir fyrir því að
málefni þessa félags, Ars, séu aðeins
eitt mál af nokkrum sem benda til
aðstöðubrasks, óráðsíu eða slælegs
rekstrar hjá Eir á síðastliðnum tutt
ugu árum. Þannig mun trygginga
kostnaður félagsins til dæmis hafa
verið allt of hár, í kringum 50 prósent,
um margra ára skeið vegna þess að
forsvarsmönnum félagsins láðist að
endursemja um þær við Trygginga
miðstöðina, vinir og vandamenn
forsvarsmanna Eirar hafi verið ráðnir
þangað í vinnu auk þess sem rekstrar
kostnaður vegna stjórnenda félagsins
hafi farið fram úr hófi. n
seldi eir hjúkrunar-
gögn fyrir milljónir
4 Fréttir 12. nóvember 2012 Mánudagur
Ráðuneytið í sambandi við stúlkurnar
n Tvær táningsstúlkur handteknar með kókaín í Prag
Í
slenska utanríkisráðuneytið hefur
verið í sambandi við íslensku tán
ingsstúlkurnar tvær sem hand
teknar voru í Prag í Tékklandi
fyrir helgi. Þær hafa verið úrskurð
aðar í allt að sjö mánaða gæsluvarð
hald. Stúlkurnar voru teknar með
átta kíló af kókaíni af tékkneskum
tollvörðum. Efnin voru falin í ferða
töskum stúlknanna tveggja. Í mynd
bandi sem birt hefur verið í tékk
neskum fjölmiðlum sést hvernig
efnunum var komið fyrir í klæðn
ingu á töskunum.
Ekki er talið að þær hafi sjálfar
skipulagt fíkniefnasmyglið og bein
ist grunur lögreglunnar að banda
rískum manni sem staddur var hér
á landi fyrr á árinu. Ökumaður beið
í bifreið fyrir utan flugvöllinn í Prag
þegar flugvél stúlknanna lenti þar.
Stelpurnar voru að koma frá
Sao Paulo í Brasilíu þegar þær
voru gripnar með efnin eftir milli
lendingu í Þýskalandi. Ríkisút
varpið greinir frá því að efnin hafi í
raun uppgötvast í Þýskalandi en að
yfir völd hafi hleypt þeim áfram til
Tékklands undir eftirliti. Þá greinir
fréttastofan einnig frá því að stúlk
urnar eigi báðar sakaferil að baki
hér á Íslandi en ekki kemur fram
hvort þær hafi áður tengst fíkniefna
málum.
Stúlkurnar eiga yfir höfði sér
þunga fangelsisrefsingu verði þær
fundnar sekar um innflutning fíkni
efnanna. Einnig má búast við því
að rannsókn málsins taki nokkra
mánuði og að stúlkurnar þurfi að
dúsa í fangelsi í Tékklandi á rann
sóknartímanum.
„Já, ég
mótmæli“
„Sjómenn fara út í hvaða veður
sem er og berjast við náttúröfl sem
eru óútreiknanleg og okkur óskilj
anleg! Þeir vinna í bleytu, kulda og
oft og tíðum stórhættu en kvarta
aldrei! Sjómenn eru foreldrar sem
að missa af fyrsta orðinu, fyrsta
skrefinu, fyrsta skóladeginum,
mörgum afmælisdögum og svo
má lengi telja,“ ritar Guðrún Lilja
Hólmfríðardóttir sjómannskona
í aðsendri grein á DV.is. Hún er
ekki sátt við að laun eiginmanns
síns, sem og sjómanna allra, verði
lækkuð. Útgerðarmenn hafa far
ið fram á allt að fimmtán pró
senta launalækkun á sjómenn
vegna hækkunar á veiðigjaldi.
Kjaradeila útgerðamanna og sjó
manna er í hnút því á móti kröfu
útgerðarmanna um launlækk
un hafa sjómenn krafist launa
leiðréttingar vegna afnáms sjó
mannaafsláttar.„Já, ég mótmæli að
leggja líf mannsins míns og allra
annarra sjómanna í hættu fyrir
þau skammarlegu laun sem laun
sjómanna eru að verða,“ skrifar
Guðrún Lilja.
Ætlaði að henda
sér í höfnina
Talsverður erill var hjá lögreglunni
á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt
sunnudags. Tveir ökumenn voru
stöðvaðir grunaðir um ölvun við
akstur og tveir til viðbótar voru
teknir grunaðir um akstur undir
áhrifum fíkniefna. Þeir voru látnir
lausir að lokinni blóð og skýrslu
töku.
Rétt fyrir klukkan þrjú aðfara
nótt sunnudags var tilkynnt um
mann sem ætlaði að henda sér í
höfnina. Í tilkynningu frá lögreglu
kemur fram að maðurinn hafi
fundist stuttu síðar við Austur
bakka þar sem hann var kominn
upp að mitti í sjóinn. Lögreglu
menn björguðu manninum á þurrt
og var hann síðan fluttur á slysa
deild til skoðunar og aðhlynningar.
Rétt fyrir klukkan fjögur var
ekið á gangandi vegfaranda í
Bankastræti. Maðurinn meiddist
ekki alvarlega en kenndi sér meins
á fæti. Ökumaðurinn var á bak og
burt þegar lögreglu bar að.
Þá var tilkynnt um tvær
líkams árásir, í öðru tilfellinu var
dyravörður í Keiluhöllinni sleginn
í andlitið en meiðsl hans voru
minniháttar. Þá var maður sleginn
á Ingólfstorgi um klukkan hálf sjö
að morgni sunnudags og var hann
fluttur á slysadeild til skoðun
ar – ekki er vitað um gerandann í
málinu.
Tveir með
fyrsta vinning
Tveir stálheppnir einstaklingar
voru með allar tölur réttar í
lottóinu á laugardag og hlýtur
hvor um sig um 28,5 milljónir
króna. Miðarnir voru seldir á N1
á Ártúnshöfða og á Víkurbraut í
Grindavík. Sjö voru með fjór
ar tölur réttar auk bónustölu og
fær hver um sig tæpar 180 þús
und krónur. Enginn var með fimm
tölur réttar í Jókernum.
n Viðskipti upp á milljónir árlega n Sigurður sagðist ekki tengjast félaginu
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Báðum megin við borðið Séra Sigurður Helgi
Guðmundsson var stofnandi og stjórnarmaður í
einkahlutafélaginu Ars sem seldi Eir hjúkrunargögn
fyrir milljónir króna árlega. Sigurður Helgi var fram-
kvæmdastjóri Eirar í tæp tuttugu ár.
„Ars er okkar inn-
kaupasamband og
vinnur fyrir okkur við að
leita eftir sem bestu verði
á hjúkrunargögnum.
Efnin falin Í myndbandi sem tékkneskir fjölmiðlar hafa birt sést hvernig efnin voru falin í
klæðningu á ferðatöskum stúlknanna.