Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2012, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2012, Síða 6
É g vann við að nudda á daginn en ég vann líka við að steypa, mála þök og fleira í húsunum þeirra,“ segir Sun Fulan, sem undirbýr nú að koma til Íslands til þess að stefna fjarskyldri frænku sinni, Línu Jia, fyrir íslenskum dóm- stólum. DV hefur fjallað töluvert um mál Sun Fulan sem sakar Línu um að hafa borgað sér alltof lág laun fyrir alltof mikla vinnu en hún vann fyrir hana í tæp fjögur ár en fór aftur heim til Kína í byrjun þessa árs. DV hefur komist í samband við Sun Fulan í gegnum mág hennar sem túlkar fyrir hana þar sem hún talar hvorki ensku né íslensku og býr í Kína. Í samtali við DV segist hún leita leiða til að koma til Íslands. Hún hefur áhyggjur af Nan Li, ung- um manni sem vann fyrir Línu hluta þess tíma sem hún var hér, en hún segir að Lína og eiginmaður henn- ar, Wei Zhang, hafi verið afar ströng við hann. Skuggavera í íbúðinni DV fjallaði um það á dögunum að lögregla hefði haft afskipti af manni sem hafðist við í íbúð í eigu dóttur Línu og Wei við Hverfisgötu í Reykja- vík. Miklar framkvæmdir hafa verið í íbúðinni í á annað ár og hafa þær valdið ónæði fyrir aðra íbúa hússins. Samkvæmt heimildum DV hefur kínverskur maður unnið þar myrkr- anna á milli við að gera íbúðina upp, oftast einn, en stundum með Wei Zhang. Maðurinn er þó hálfgerð skuggavera því að hann hefur ekki sést yfirgefa íbúðina en það heyrist reglulega frá honum. Þegar DV mætti á staðinn fyrir um tveimur vikum til að freista þess að ná tali af honum var lögreglan á staðnum á sama tíma til að kanna ábendingu um að hugsanlega væri maðurinn þar gegn vilja sínum. Lögreglan virðist þó ekki hafa að- hafst meira í málinu og fulltrúar lögreglu neita að tjá sig um málið. Heimildir DV herma að maðurinn sé enn í íbúðinni. Verið er að breyta íbúðinni og fjölga herbergjum sem leigð verða út en fjölskyldan á annað hús á Hverfisgötu 102b þar sem her- bergi eru einnig leigð út. Heimildir herma að nú þegar hafi einhver her- bergi verið leigð út en þó sé íbúðin ekki tilbúin að fullu. Ströng við Nan Li Ekki er vitað hvort maðurinn sem um ræðir sé fyrrnefndur Nan Li sem Sun hefur áhyggjur af. Þegar hún yfirgaf landið var hann enn með hjónunum og hún segir hann hafa unnið fyrir þau, meðal annars við endurbætur á húsnæði í þeirra eigu. „Þau voru mjög ströng við Nan Li. Þau læstu dyrunum að her- berginu hans, sem kom í veg fyrir að hann hefði samskipti við heim- inn fyrir utan. Við vorum reið yfir því hvernig þau komu fram við okk- ur. Þrátt fyrir það vorum við hrædd við að berjast á móti, af því að við höfðum enga peninga – við áttum að fá launin áður en við færum aft- ur til Kína, þannig við fengum engin laun á venjulegum tíma. Við kunn- um heldur ekki mikið í ensku eða landafræði. Frænka mín tók vega- bréfin af okkur og 1.000 dollara af Nan Li sem hann hafði með sér til landsins,“ skrifar Sun í bréfi sem hún sendi til Útlendingastofnun- ar, Sendiráðs Íslands í Kína, lög- reglunnar og Félags Kínverja á Ís- landi og er dagsett í febrúar á þessu ári og DV hefur undir höndum. Nuddaði á tveimur stöðum „Ég var að nudda fólk á tveimur stöðum, einn staðurinn var stofan hennar Línu Jia en hinn staðurinn var hótel sem Lína Jia á,“ segir Sun aðspurð hvort hún hafi nuddað á fleiri en einum stað meðan hún var hér á landi. Hinn staðurinn sem hún talar um er Hverfisgata 102b þar sem eru leigð út herbergi og Lína hefur nuddaðstöðu líka. Sun hefur fengið hjálp frá Ís- lendingum hér á landi sem vinna nú að því að reyna koma henni til landsins til þess að hún geti látið reyna á mál sitt fyrir íslensk- um dómstólum. Sun segist hafa unnið sleitulaust á nuddstofu Línu í Kópavogi í 14–15 tíma á dag, borið út blöð, séð um heim- ilisstörf auk þess að vinna við að gera upp fasteignir fyrir þau hjónin án þess að fá fyrir það mannsæmandi laun. n 6 Fréttir 12. nóvember 2012 Mánudagur Óþolandi þöggun n Umfjöllun um Facebook-bann Hildar Lilliendahl á erlendri síðu H atar Facebook konur, eða bara femínista, spyr pistlahöfund- urinn Trista Hendren á vef- síðunni Elephant Journal, en þar fjallar hún meðal annars um ítrekaðar refsingar sem íslenski femínistinn Hildur Lilliendahl hef- ur sætt. DV greindi frá því fyrir skemmstu að undirskriftalista hefði verið ýtt úr vör þar sem þess er kraf- ist að Facebook hætti að hefta mál- frelsi Hildar. Í pistlinum fer Trista yfir víðan völl, en hún greinir þar frá fleiri dæmum um að konum eða kvenna- hreyfingum hafi verið gerð refsing fyrir að birta myndir sem notend- um Facebook þykja ósæmilegar eða fjalla um efni sem fer fyrir brjóstið á fólki. Í stuttri athugasemd sem Hildur sendi Tristu segir Hildur ekki koma til greina að leyfa stórfyrirtæki eins og Facebook að þagga niður í sér: „Ég hefði getað farið í kring um reglurnar, ég hefði getað birt þessi skjáskot á öðrum stað og sett tengil á þau á Facebook, en ég neita að láta þagga niður í mér. Ég ætla ekki að fylgja reglum sem misbjóða mér.“ Sem kunnugt er var Hildur sett í 30 daga bann á Facebook á dögunum fyrir að birta skjáskot af athugasemd sem hún fékk senda í athugasemda- kerfi DV.is. Í athugasemdinni kvaðst annar notandi Facebook ætla að keyra yfir hana á bíl og bakka svo aft- ur yfir hana. Viðkomandi aðili kvart- aði yfir því að Hildur endurbirti orð hans, líkt og margir sem birtust í um- deildu myndaalbúmi hennar, Karlar sem hata konur, gerðu á sínum tíma. astasigrun@dv.is n Sun Fulan vill vita hvað varð um Nan Li n Lögregla tjáir sig ekki um málið Áhyggjufull vegna nan li Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Hverfisgata 50 Hér uppi á annarri hæð er íbúðin sem maðurinn er sagður halda til í. Ekki er vitað hvort um Nan Li sé að ræða og lögreglan neitar að tjá sig um málið. Sun, til vinstri á myndinni, segir að hann hafi verið enn með hjónunum þegar hún yfirgaf landið.„Þrátt fyrir það vor- um við hrædd við að berjast á móti, af því að við höfðum enga peninga Staðföst „Ég neita að láta þagga niður í mér,“ segir Hildur Metvelta á íbúðamarkaði Samtals var 552 kaupsamning- um um íbúðarhúsnæði þinglýst í október síðastliðnum. Þetta er mesti fjöldi samninga sem sést hefur síðan í desember 2007. Greining Íslandsbanka fjallaði um þetta á vef sínum á föstudag en veltan nam 16,4 milljörðum króna og er einnig mesta velta sem verið hefur í einum mánuði síðan fyrir hrun. Um er að ræða 30 pró- senta aukningu frá september- mánuði og 40 prósenta aukn- ingu sé miðað við sama mánuð árið 2011. Að mati Greiningar Íslands banka virðist aukið líf vera að færast í íbúðamarkaðinn eftir tiltölulega rólega undan- farna mánuði. Í frétt Greiningar er bent á að á þriðja fjórðungi þessa árs hafi kaupsamningum um íbúðar- húsnæði á höfuðborgarsvæðinu fækkað um 0,5 prósent eftir að hafa fjölgað afar mikið sam- fellt síðustu tíu ársfjórðunga þar á undan. Samhliða þessum minnkandi umsvifum hefur hægst á verðhækkun íbúðarhús- næðis á höfuðborgar svæðinu. Undanfarna 12 mánuði hafa íbúðir í fjölbýli hækkað í verði um sjö prósent en í upphafi þessa árs nam hækkunin 9,2 prósentum á þennan mæli- kvarða. „Athyglisvert verður að fylgj- ast með því hvort þessi þróun haldi áfram á næstu mánuð- um eða hvort sú lægð sem ein- kenndi markaðinn á þriðja árs- fjórðungi verði aftur einkenni hans á næstunni. Fyrr í vikunni (síðustu viku, innskot blaða- manns) var fjallað um það í fréttum að fasteignasjóðir hafi að undanförnu keypt talsvert magn af íbúðum og gætu þær hreyfingar verið að baki þessari metveltu á íbúðamarkaði í október að hluta til. Undan- farið ár hafa verið settir á fót nokkrir fasteignasjóðir sem fjár- festa í bæði atvinnu- og íbúðar- húsnæði á höfuðborgarsvæð- inu. Hér er um að ræða þróun sem að stærstum hluta skýrist af breyttu fjárfestingaumhverfi í skjóli gjaldeyrishafta,“ segir í frétt Greiningar Íslandsbanka. Endaði á hvolfi Bílvelta varð á Mýrarleiti skammt sunnan Húsavíkur á sunnudagsmorgun. Tvennt var í bílnum, karl og kona, og slas- aðist ekki í veltunni. Mjög hált var á þessum slóðum þegar óhappið varð og rann bíllinn í hálkunni áður en hann endaði utan vegar á hvolfi. Fólkið var á leið til Reykjavíkur en lögreglu- menn frá Húsavík óku fólkinu til Húsavíkur þar sem það hugðist sækja sér aðra bifreið til að halda för sinni áfram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.