Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2012, Blaðsíða 11
SORGARSAGA ÍSLENSKU KRÓNUNNAR
10 Fréttir
japönskum jenum með um eins pró-
sents vöxtum og keyptu fyrir það ís-
lensk skuldabréf sem báru háa vexti
vegna síhækkandi stýrivaxta Seðla-
banka Íslands á þessum tíma. Eign-
ir þeirra eru taldar nema um 400
milljörðum króna í dag. Samkvæmt
nýjasta yfir liti Lánamála ríkisins
kemur hins vegar fram að erlend-
ir aðilar eigi í dag um 215 milljarða í
víxlum og ríkis skuldabréfum.
Morgunblaðið greindi síðan frá
því á fimmtudaginn að kröfuhafar
Glitnis og Kaupþings hafi stefnt að
því að ganga frá nauðasamningum
fyrir áramót sem myndi þýða
útgreiðslu slitastjórna þeirra á
yfir 700 milljörðum króna í gjald-
eyri og skuldabréfaútgáfu í erlendri
mynt. Umræða er nú um að Seðla-
bankinn komi í veg fyrir umrædda
nauðasamninga sem myndu þýða
að þrotabú gömlu bankanna færu
í gjaldþrot. Sagðist Morgunblað-
ið hafa heimildir fyrir því að vaxt-
andi stuðningur væri fyrir því með-
al þingmanna og þá ekki síst innan
Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar-
flokksins. Viðskiptablaðið hafði síð-
an eftir Katrínu Júlíusdóttur fjár-
málaráðherra á fimmtudaginn að
Seðlabankinn hefði tögl og hagld-
ir á nauðasamningunum. Á föstu-
daginn var hins vegar sagt frá því
að slitastjórn Glitnis hefði tilkynnt
kröfuhöfum að ekki muni takast
að leggja fram frumvarp að nauða-
samningum í desember – Seðla-
bankinn telji ekki forsendur til þess.
Forvitnilegt verður að fylgjast með
umræðum um gjaldmiðlamál á
næstu mánuðum. Líklegt verður að
teljast að kjósendur vilji fá skýr svör
um stefnu stjórnmálaflokkanna um
þetta málefni – enda eitt af mikil-
vægustu málum íslenskra heimila. n
Árni Páll Árnason, Samfylkingu:
Afnám hafta
líklega ómögu-
legt án evru
„Það er afar erfitt – líklega ómögu-
legt – að sjá fyrir sér óhefta fjár-
magnsflutninga samhliða sjálfstæð-
um smáum gjaldmiðli,“ segir Árni
Páll Árnason, þingmaður Samfylk-
ingarinnar og fyrrverandi efna-
hags- og viðskiptaráðherra, í sam-
tali við DV, aðspurður hvort hann
sjái fyrir sér einhverja aðra lausn
en gjaldmiðlasamstarf við Evrópu-
sambandið svo losna megi við
gjaldeyrishöft á Íslandi. Aðrar leið-
ir séu líklega ekki í boði til þess að
Íslendingar geti staðið við reglur
Evrópska efnahagssvæðisins (EES)
um fjórfrelsið sem kveður á um
frjálst flæði fjármagns.
Að mati Árna Páls er gjaldmiðils-
samstarf við ESB langbesta lausnin
til að draga úr óstöðugleika í gjald-
miðlamálum og til þess að gera Ís-
lendingum auðveldara að lifa með
frjálsum fjármagnsflutningum.
„Dæmi sumra evruríkja benda þó
til að gjaldmiðillinn einn og sér sé
ekki nóg: Til að vinna gegn skaðleg-
um áhrifum frjálsra fjármagnsflutn-
inga þarf nýtt hagstjórnar umhverfi,
þar sem miklu meiri áhersla er á
fyrirsjáanleika og temprun á valdi
stjórnmálamanna til skaðlegra
skyndiákvarðana,“ segir hann.
Evran eini raunhæfi kosturinn
Árni Páll telur að draumar þeirra
sem nefnt hafa upptöku annars
gjaldmiðils en evru á Íslandi séu
fremur fánýtir. „Margoft hefur
komið fram af hálfu norskra stjórn-
valda að norska krónan sé fyrir
Norðmenn og þeir hyggi ekki á
að gera Ísland að efnahagslegri
hjálendu. Sama hlýtur að eiga
við um Danmörku og Kanada. Ef
við tökum upp gjaldmiðil annars
ríkis á næstu árum breytist ekkert:
Höftin færast bara inn í bankana.
Enginn mun geta breytt íslenskum
krónum í erlendan gjaldeyri eins
og að breyta vatni í vín.
Flestar skoðanakannanir um
afstöðu Íslendinga til aðildar að
Evrópusambandinu að undanförnu
gefa til kynna að aðildarsamningur
yrði felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu
hérlendis. Aðspurður hvort það sé
raunhæft fyrir Íslendinga að afnema
gjaldeyris höftin án utanaðkomandi
aðstoðar og áframhaldandi krónu
segir Árni Páll að þá kæmu tvær
leiðir til greina. „Áframhaldandi
hömlur á útflæði fjár í einhverri
mynd innan ramma EES, eða að
við einfaldlega förum úr EES og
höldum slíkum hömlum.“
Ein af ástæðum þess að við fáum
enn að brjóta ákvæði EES-samn-
ingsins um frjálst flæði fjármagns er
umsókn okkar um inngöngu í ESB.
Afar ólíklegt er að Ísland fái áfram
undanþágu frá þessu ákvæði verði
aðildarumsókn að ESB dregin til
baka eða hafnað í þjóðaratkvæða-
greiðslu. Hvort aðstoð sé þá í boði
frá EFTA-löndum sem eru aðilar að
EES-samningnum liggur ekki fyrir.
Fjórar tillögur að afnámi hafta
Aðspurður hvaða leið hann vildi
fara til að afnema gjaldeyrishöft
nefnir Árni Páll fjögur atriði. Fyrst
þurfi að meta heildarskuldastöðu
þjóðarbúsins í erlendri mynt og
ná samningum við kröfu hafa
gömlu bankanna. Í öðru lagi að
vinna með eftirstandandi snjó-
hengju sem telur yfir 1.000 millj-
arða. Í þriðja lagi að innleiða
varúðarreglur sem hjálpi upp á
stöðugleika, hvort sem evra verði
tekin upp eður ei. Í fjórða lagi að
taka ákvörðun um hvort Ísland eigi
að ganga í Evrópusambandið áður
en gjaldeyrishöftunum verði aflétt.
n Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingar, segir aðra leið en upptöku evru illmögulega n Flokkarnir hafa misjafna sýn
Fréttir 11Mánudagur 12. nóvember 2012
Afstaða stjórnmálaflokka
til gjaldmiðlamála 2011
n „Aðild
að Evrópu-
sambandinu og upptaka evru er eitt
mikilvægasta skrefið í átt til efnahagslegs
stöðugleika, hagvaxtar og betri rekstrar-
skilyrða fyrir heimili og fyrirtæki. Upptaka
evru felur í sér afnám gjaldeyrishafta,
leiðir af sér lægri viðskiptakostnað og
vexti, bætir aðgengi að mörkuðum
og eykur traust erlendra fjárfesta og
greiðir þannig fyrir fjárfestingum hér á
landi. Umgjörð myntbandalagsins mun
auka á aga í efnahagsstjórn og stjórn
ríkisfjármála og stuðla að stöðugleika í
hagkerfinu. Aðild að ESB stuðlar þannig
að öflugu og samkeppnishæfu atvinnulífi
á Íslandi.“
Hluti af samþykktri ályktun
Samfylkingarinnar á landsfundi 2011.
n „Peninga- og
gjaldmiðilsstefnan er
ein af grunnstoðum
efnahagslífsins. Þjóðin
kallar eftir agaðri efna-
hagsstjórn. Allsherjar
þjóðarsátt og samræmd stefna í opinber-
um fjármálum og peningastefnu þarf að
vera um hliðstæð skilyrði og Maastricht-
skilyrðin þar sem verðbólga, langtíma-
vextir, afkoma ríkissjóðs og heildarskuldir
eiga að vera sambærileg og þekkist í
helstu viðskiptalöndum Íslands. Með
agaðri efnahagsstjórn er unnt að draga
úr vægi verðtryggingar. Íslendingar verða
að geta skipt um gjaldmiðil eftir 3–5 ár
ef þeim sýnist svo. Sjálfstæðisflokkurinn
setji á fót nefnd sem kanni framtíðarskip-
an gjaldmiðilsmála á Íslandi.“
Hluti af samþykktri ályktun
Sjálfstæðisflokksins á landsfundi 2011.
n „Strax þarf að gera
trúverðuga áætlun um
hvernig treysta skuli pen-
ingastefnu þjóðarinnar,
og hvernig á næstu 18 mánuðum verður
hægt að innleiða markaðsskráningu
íslensku krónunnar.“
Hluti af samþykktri ályktun Framsóknar-
flokksins á landsfundi 2011.
n „Vinstrihreyfingin –
grænt framboð leggur
áherslu á traustar undir-
stöður og uppbyggingu
hagkerfis í jafnvægi til
langs tíma þar sem öryggi og velferð allra
landsmanna er í fyrirrúmi. … Ná verður
góðum tökum á stjórn hagkerfisins þar
sem markaðurinn er þjónn alþýðu en ekki
herra.“
Hluti af samþykktri ályktun
Vinstri-grænna á landsfundi 2011.
n „Leitað verði
leiða til að leysa
myntvanda
Íslands með
myntbandalagi
við aðrar þjóðir
eða ef með þarf
með einhliða upptöku annars gjaldmiðils.
Tvöfaldur gjaldmiðill, verðtryggð króna
fyrir fjármagnseigendur og óverðtryggð
fyrir launafólk er arðrán af verstu gerð.
Nýr gjaldmiðill, annaðhvort með erlenda
tengingu eða nýja íslenska krónu í óverð-
tryggðu umhverfi en með gengisviðmið
tengd landsframleiðslu og útflutnings-
verðmæti, þarf að verða að veruleika.“
Hluti af stefnuskrá Hreyfingarinnar.
Mögulegur ávinningur
og áhætta af aðild
Ávinningur
n Utanríkisviðskipti Íslands við evrulönd
gætu aukist um 4–11 prósent af lands-
framleiðslu og landsframleiðsla á mann
gæti aukist varanlega um 1–11% við aðild.
Þar með hærri þjóðartekjur á mann.
n Hægt að spara gjaldeyrisvaraforða sem
kostar Íslendinga um 33 milljarða króna
á ári í dag.
n Raunvextir á Íslandi myndu lækka.
n Aðild að evrusvæðinu auðveldar
neytendum verðsamanburð og eykur
samkeppni.
n Agaleysi í hagstjórn minnkar vegna
kvaða sem ESB setur.
n Rammi um hagstjórn og lausafjárfyrir-
greiðsla Evrópska seðlabankans.
n Lægri verðbólga – afnám verðtryggðra
lána.
Kostnaður
n Ekki hægt að beita sjálfstæðri pen-
ingastefnu og sveigjanlegu gengi til að
draga úr áhrifum áfalla og hraða aðlögun
þjóðarbúsins að breyttum þjóðartekjum.
n Minni sveigjanleiki vinnuafls og líkur á
auknu atvinnuleysi
n Núverandi kreppa á evrusvæðinu og
hönnunargallar í regluverki sem snýr að
hagstjórn og ríkisfjármálum evruland-
anna.
*Heimild: Rit Seðlabankans um valkosti
Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum
og ýmsar aðrar.
35
30
25
20
15
10
5
0
%
Meðalverðbólga á Íslandi
á mismunandi tímabilum
1941–1950 1951–1960 1961–1970 1971–1980 1981–1990 1991–2000 2001–2010
*Heimild: Rit Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum.