Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2012, Blaðsíða 16
16 Neytendur 12. nóvember 2012 Mánudagur
Varaðu þig á jólaseríunum
n Neytendastofa setur 6–12 sölubönn á jólaseríur á hverju ári
N
eytendastofa mun á næstu
dögum og vikum, í samstarfi
við Aðalskoðun hf., fara í
árlegt markaðseftirlitsátak
á jólaljósaseríum. Á heimasíðu
Neytendastofu er fjallað um málið
og þar kemur fram að röng notkun
eða óvandaðar jólaljósaseríur geti
valdið bruna og slysum. Skoðaðar
verða bæði jólaljósaseríur sem ætl-
aðar eru til innanhúss- og utan-
hússnotkunar. Það verður til dæm-
is að koma skýrt fram ef ljósaserían
er aðeins ætluð til innanhússnotk-
unar – það getur verið lífshættulegt
að nota slíka seríu utandyra.
Jólaljósaseríur sem aðeins eru
ætlaðar til innanhússnotkun-
ar eiga að vera með viðvörun á ís-
lensku. Ef serían kemur í umbúð-
um sem ætluð er til að geyma hana
í – milli þess sem hún er notuð – á
viðvörunin að vera á umbúðunum,
sem dæmi. Jólaljósaseríum fylgja
einnig almennar leiðbeiningar
sem eiga að vera á íslensku eða
öðru Norðurlandamáli, öðru en
finnsku, eða ensku. Neytendastofa
hefur að jafnaði sett 6 til 12 sölu-
bönn á jólaljósaseríur árlega ásamt
því að beina hátt í 20 tilmælum til
fyrirtækja um að gera úrbætur á
merkingum á jólaseríum. Neyt-
endastofa hvetur innflytjendur
og seljendur ljósakeðja til að hafa
þessa hluti á hreinu. Neytend-
ur geta einnig komið ábending-
um á framfæri á heimasíðu Neyt-
endastofu.
Gott að hafa í huga:
n Ekki láta loga á ljósunum á jóla-
trénu yfir nótt
n Hentu gömlu jólaljósunum sem
eru úr sér gengin
n Aldrei nota inniljós utandyra og
öfugt
n Gættu þess að brennanleg efni
séu ekki nálægt kertaljósum
n Varaðu þig á óvönduðum jóla-
ljósum
n Notaðu alltaf perur af réttri
stærð og gerð
n Mundu að óvarinn rafbúnaður
getur valdið raflosti
einar@dv.is
Algengt verð 251,6 kr. 260,5 kr.
Algengt verð 251,4 kr. 260,5 kr.
Höfuðborgarsv. 251,3 kr. 260,4 kr.
Algengt verð 251,6 kr. 260,7 kr.
Algengt verð 253,9 kr. 260,7 kr.
Melabraut 251,4 kr. 260,5 kr.
Eldsneytisverð 11. nóv.
BeNsíN Dísilolía
Ódýr bröns
n Grillhúsið fær lof fyrir frábær-
an bröns og góða þjónustu.
Viðskiptavinur segist
hafa fengið vel úti-
látinn bröns á 1.590
krónur. „Það er tölu-
vert ódýrara
en á flestum
öðrum stöðum
bæjarins. Af-
greiðslukonurn-
ar voru einstak-
lega almennilega
og vildu allt fyrir okkur gera.“
Of flókið
n Sushisamba fær lastið að
þessu sinni. „Maturinn þar
er góður en mér finnst mat-
seðillinn eiginlega of flókinn,
sér í lagi þegar stærri hópar
koma saman. Ég fór þangað
um daginn með hópi af fólk.
Okkur fannst of langt gengið í
hafa þetta fjölbreytt og fannst
ruglingslegt að panta, til dæm-
is of mikið af kryddi og sósum.
Þetta er ekki einfalt eins og mér
finnst að sushi eigi að vera og
útskýringar afgreiðslufólksins
voru helst til óskýrar,“ segir við-
skiptavinur.
DV hafði samband við veitinga-
staðinn og fékk eftirfarandi svar:
„Okkur langar bara að þakka
lesandanum fyrir komuna á
Sushisamba og að hrósa matn-
um, einnig erum við þakklátir
fyrir allar ábendingar sem við
fáum. Við erum með um 70 rétti
á matseðlinum hjá okkur sem er
mjög fjölbreyttur, það er mikið
úrval af sósum og kryddi.
Einnig langar okk-
ur að benda þeim
á sem langar að
fræðast meira um
sushi-ið okkar að
við bjóðum upp
á mjög skemmti-
leg sushi-nám-
skeið undir handleiðslu
sushi-sérfræðinga Sus-
hisamba og hvetjum
alla til að kynna sér það
enda frábært námskeið sem
verið er að bjóða upp á.“
Lof og last
Sendið lof eða last á neytendur@dv.is
skiptir allt máli Það þarf
að huga að mörgu þegar
jólaseríur eru annars vegar.
n Ekki gefa tryggingafélögunum peningana þína n Athugaðu hvað önnur félög hafa að bjóða n Einn sparaði sér 130 þúsund krónur
Þ
ú getur sparað tugi þús-
unda á ári með því að
skipta um tryggingafélag
eða með því að biðja félag-
ið þitt að gera þér nýtt til-
boð. Margir gera þau mistök að fá
tryggingar hjá ákveðnu félagi þegar
það hefur búskap og gleymir svo
að láta endurskoða þær reglulega
eða athuga hvort önnur félög bjóði
betur. Þetta getur leitt til þess að
fólk greiði tryggingar sínar og háu
verði. Fólk er aldrei of oft minnt á
að óska eftir tilboðum í tryggingar
sínar.
Félögin lækka iðgjöld
DV hafði samband við Hákon Há-
konarson hjá Tryggingavaktinni
sem veitti upplýsingar um hvern-
ig fólk skal bera sig að þegar kem-
ur að tryggingum, hvenær þurfi að
huga að þessu og hvað skuli varast.
Hann hvetur fólk til að gera þetta
árlega því það muni alltaf fá ein-
hvern afslátt en bendir þó á að
upphæðin fari eftir árferði. Niður-
staðan geti einnig orðið sú að
tryggingafélagið sem fólk tryggir
nú þegar hjá lækki sínar tryggingar
til að halda í viðskiptavininn og
fólk getur því haldið áfram að
tryggja hjá því félagi.
Hvenær:
Persónutryggingum, svo sem líf-
og sjúkdómatryggingum, má segja
upp hvenær sem er en það er af-
markaður tími sem þú hefur til
að ganga í þessi mál hvað varðar
eignatryggingar. Á þeim er aðal-
gjalddagi einu sinni á ári og segja
þarf upp tryggingum sínum í síð-
asta lagi 2 vikum fyrir þann dag.
Ef það er ekki gert ertu bundinn
tryggingafélagi þínu næsta árið
eða þar til næsti aðalgjalddagi
kemur.
„Það getur verið skynsamlegt,
ef þú hefur skamman tíma, að
segja tryggingunum upp og fara
svo í að leita eftir nýjum tilboðum.
Hitt er þó skynsamlegra að fá til-
boð frá öllum félögunum og skoða
hvað er í boði.
Fólk þarf því að vera meðvitað
um hvenær gjalddaginn er á þeirra
tryggingum til að geta sagt þeim
upp í tíma.
Hvernig:
Einfaldast er að tala við ráðgjafa
hjá sínu félagi og fá yfirlit yfir sín
mál. Þá skal spyrja ráðgjafann
hvað félagið sé tilbúið að gera og
hvort það geti lækkað iðgjöldin.
Eins skal hafa samband við önnur
félög og biðja þau um að gera þér
tilboð. Þá bjóða þau upp á að slíkt
sé gert á heimasíðum sínum en
þar eru umsóknir sem hægt er að
fylla út á netinu.
„Oft segjast félögin ekkert geta
gert til að lækka tryggingarnar fyrr
en viðskiptavinurinn fer til annarra
félaga og fær tilboð. Þá eru félögin
tilbúin að bjóða sambærilegar eða
jafnvel lægri tryggingar. Það er
mjög algengt.“
Hafa skal í huga:
Í fyrsta lagi þarf fólk að vera fullvisst
um að það sé rétt tryggt og síðan
þegar það fær nýtt tilboð að um
sambærilega vernd sé að ræða. Til
dæmis þarf að skoða hvort heim-
ilisverndin sé sú sem fólk þarf og
hvort hún sé sú sama í nýju tilboði.
„Fólk getur lent í því að fá lak-
ari vernd en einnig að hún hafi ekki
verið rétt í upphafi og það getur
verið stórmál. Ráðgjafarnir setja
stundum inn lakari vernd án þess
að geta þess til að fá viðskiptavin-
inn til sín. Svo er líka mikilvægt að
vera með á hreinu hvers virði inn-
búið er og muna eftir öllum föt-
um, skartgripum og fleiru. Ef þú
átt verðmæta hluti þarftu að muna
eftir því að geta þeirra sérstaklega.
Innbústryggingar eru iðulega of
lágar.“
Tryggingafélögin bjóða upp á
eins árs afslátt fyrir nýja viðskipta-
vini. Hákon segir að fólk gæti í
Fáðu tilboð og sparaðu tugi þúsunda
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is