Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2012, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2012, Síða 23
Fólk 23Mánudagur 12. nóvember 2012 A uður Jónsdóttir hefur gefið út bókina Ósjálfrátt. Í bókinni segir af Eyju, ungri konu sem giftist drykkfelldum karli sem er tuttugu árum eldri og flyst í sjáv- arþorp vestur á landi. Auður notar eigin lífsreynslu í skriftir og sagði frá því í viðtali við DV árið 2010 að hún hefði gifst drykkfelldum manni af hreinni meðvirkni. „Mig minnir að ég hafi rankað við mér þegar ég var 25 ára. Þá bjó ég með vinkonu minni sem benti mér á að ég væri farin að biðjast af- sökunar í öðru hverju orði, en ég hafði einmitt flutt til hennar stuttu eftir að ég hætti í sambúð með manni sem ég hafði flutt inn með bara af því að því ég kunni ekki við að móðga hann. Svo það lá eigin- lega í augum uppi að ég væri með- virk upp fyrir haus.“ Giftist vegna meðvirkni Spilaði með bjöllukórnum K atrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hlýddi á píanóleikarann Vík- ing Heiðar spila í Hörpu á fimmtudagskvöld og lofaði hann á fésbókarsíðu sinni á föstudag. Sjálf spilaði hún með bjöllukórnum sama dag og lýsti einnig frammistöðu sinni. „Mikið var nærandi að hlusta á Víking Heiðar í gær, sjálf þreytti ég frumraun mína á þessu sviði í gær þegar ég kom fram með bjöllukórn- um og tókst að halda takti með mik- illi einbeitingu (datt að vísu einu sinni út þegar hugur minn hvarflaði í átt að gjaldmiðlamálum, viss um að Víkingur Heiðar var ekki að hugsa um gjaldmiðla þegar hann var að spila í gær),“ skrifaði ráðherrann. n Leiddi hugann að gjaldmiðlamálum n Lýður skrifar um dauðasyndirnar sjö É g var búinn að ganga með þessa hugmynd í maganum lengi,“ segir sjónvarpsmaður- inn Logi Bergmann Eiðsson sem er að senda frá sér sína fyrstu bók, Handbók hrekkjalómsins. Vísindaleg skemmtibók Logi er afar stoltur af frumraun sinni sem rithöfundur. „Ég er búinn að stúdera þessi fræði mikið og hef til að mynda alltaf verið sjúklega mik- ill áhugamaður um aprílgabb. Í bókinni skoða ég alls kyns vinkla í þessu, hvaða reglur gilda, hvað má og hvað má ekki. Svo eru þarna frá- sagnir af mínum uppáhaldshrekkj- um auk þess sem ég fékk fullt af liði til að segja mér frá sínum uppáhalds- hrekk. Þetta er nánast vísindalegt en samt hugsað sem skemmtibók sem ég vona að fólk flissi yfir.“ Logi tekur nú í fyrsta skipti þátt í jólabókaflóðinu. „Ég er mjög stoltur af þessari bók og þá sérstaklega þegar ég fékk fyrsta eintakið í hend- urnar. Það verður samt dálítið fyndið að taka þátt í jólabókaflóðinu. Ég veit ekkert hvað ég er að gera; verð að mæta á upplestra, halda útgáfupartí og annað. En þetta verður allt bara skemmtilegt.“ Bannað að fara í fýlu Logi viðurkennir að hafa alltaf verið mjög hrekkjóttur sjálfur. „Ég held að allir geti fallist á það að ég er svaka- lega hrekkjóttur. Hrekkir þurfa ekk- ert alltaf að vera flóknir, bara fyndn- ir. Það er grundvallarregla. Mínir upp áhaldshrekkir eru þeir sem eru blanda af góðri hugmynd, réttum viðbrögðum og réttri tímasetningu. Þetta þarf allt að fara saman. Það er auðvelt að ætla að hrekkja fólk með því til dæmis að taka dótið þess og fela það en ef það er ekkert meira í því verður það ekkert f yndið. Hrekk- urinn verður að segja eitthvað um karakterinn. Það verður að vera eitt- hvað undir eða að eitthvað hafi gerst á undan.“ Hann segir hrekkjalóma verða að fara eftir nokkrum grundvallar- reglum. „Stóra málið er að einelti er aldrei fyndið. Reglan er sú að ef ein- hver biður þig um að hrekkja sig ekki þá verður þú að fylgja því. Ef ég stend upp frá tölvunni í vinnunni og er far- inn í kaffi og bið fólk um að láta tölv- una mína í friði á meðan verður fólk að virða það. Sjálfur virði ég slíkt; þetta er lögmál þess sem hrekkir. Þetta eru ákveðin fræði sem verða ör- ugglega kennd í háskólanum eftir tvö, þrjú ár.“ Logi segist sjálfur taka gríni og neitar því að hann verði reiður þegar hann er hrekktur. „Mér finnst mjög skemmtilegt þegar ég er hrekktur og finnst allt of lítið gert af því. Ef þú gerir grín að fólki verður þú sjálfur að geta tekið gríni. Það er ekkert glataðra en að vera týpan sem gerir grín en verð- ur svo klumsa og fúll þegar gert er grín að honum. Ég bregst allavega við þegar ég er hrekktur og get alveg blót- að mönnum en það er aldrei meira en það. Í versta falli þykist ég hafa húmor fyrir hrekknum. Það er líka lykilatriði, það má aldrei fara í fýlu.“ n „EinElti Er aldrEi fyndið“ n Logi Bergmann Eiðsson skrifar bók um hrekki Úr Handbók hrekkjalómsins A dolf Ingi Erlingsson, íþróttafréttamaður á Ríkis- útvarpinu, var um tíma for- maður Samtaka íþrótta- fréttamanna og þurfti að sinna ýmsum skyldum á erlendum vett- vangi. Einhverju sinni var hann sendur á ráðstefnu til Dubai. Þar þekkti hann einhvern spaða sem bauð honum gistingu á rosa fínu hóteli með gasalega fínum golf- velli. Og Dolli þurfti svolítið að sýna okkur þetta, sem er alveg gott og blessað, nema hann bara hætti ekki. Hann talaði um þetta út í eitt og sýndi okkur myndir af hótelinu og vellinum. Og það var orðið ljóst að hér þurfti að gera eitthvað. Ég vissi nafnið á hótelinu og fann númerið og hringdi: L: Góðan daginn. Erlingsson heiti ég og á bókað á hótelinu hjá ykkur í kvöld og næstu daga. Starfsmaður í móttöku: Já það passar. L: Eins og þú sennilega veist þá er mars mikilvægur mánuður í hin- um heiðnu trúarbrögðum okkar. Þá vottum við guðunum virðingu okkar með því að sýna nægjusemi og neita okkur um munað. S: Já. Einmitt. L: Þess vegna er gríðarlega mik- ilvægt þegar ég kem í kvöld, eftir langt ferðalag, að ég freistist ekki til að njóta nútímaþæginda. Því er mjög mikilvægt að í herberginu mínu verði ekk- ert rúm. S: Já alveg sjálf- sagt. Við tökum það út áður en þú kemur. Grínið var að sjálfsögðu að þegar Dolli kæmi, eftir tólf tíma ferðalag, og gengi inn á fína herbergið, á fína hótelinu, með fína golfvellinum væri ekkert rúm í herberginu! Starfsfólk á hótelum er alltaf að fá undarlegar beiðnir og því var þetta ekkert mál. Þegar Dolli mætir svo á hótel- ið, undir morgun og algjörlega bú- inn á því, er herbergið ekki tilbúið. Honum er sagt að bíða smá stund. Og hann bíður býsna lengi. Svo fer hann að athuga hvort herbergið sé ekki að verða tilbúið og fær svarið: „Jú. Bara fimm mínútur enn. Það er aðeins flóknara en við héld- um að ná rúminu út.“ Dolli vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið en var fljótur að leggja saman tvo og tvo. En næst þegar hann fór til útlanda, þá hélt hann því mest fyrir sjálfan sig fyrir brott- för. Kafli úr bókinni Úr Handbók hrekkjalómsins. LOGI BERGMANN EIÐSSON LO G I BERG M A N N EIÐ SSO N H REK K JA LÓ M SIN S Það er algjör misskilningur að innra með Loga Bergmann Eiðssyni búi settlegur fréttaþulur í snyrtilegum jakkafötum. Nei, hans innra sjálf hefur alla tíð verið í meira lagi uppátækjasamt og hrekkjóttara en gengur og gerist.Með aldrinum hefur hann náð að temja örlítið í sér hrekkvísina, þroska hana og þróa, og hrekkir nú samborgara sína af fáheyrðri alúð og umhyggju í þeirra garð. Þeir kunna líka að meta það. Flestir. Í þessari bók leiðir Logi lesendur í allan sannleika um hrekki, hvað má og hvað ekki, gefur góðar hugmyndir og segir sögur af þeim hrekkjum sínum sem hann er stoltastur af. Ekki má svo gleyma játningum og frægðarsögum þekktra og minna þekktra hrekkjalóma sem sinna margvíslegum hlutverkum í daglega lífinu, allt frá því að stjórna lögreglunni til þess að stjórna landinu - og allt þar á milli. Hrekkjóttur Þeir gerast ekki hrekkjóttari en Logi Bergmann sem heldur því fram að sjálfur kunni hann að taka gríni. Úr stjórnlagaráði á ritvöllinn D raumsýn hefur gefið út skáld- söguna Svarta túlípana eftir Lýð Árnason lækni. Um er að ræða fyrstu skáldsögu Lýðs sem er læknir, liðs- maður Dögunar og fyrrverandi full- trúi í stjórnlagaráði. Bókin er gefin út af bókaforlaginu Draumsýn. Um- fjöllunarefni hennar er dauðasynd- irnar sjö og hvernig þær stýra lífi söguhetjanna. Lýður hefur skrifað handrit að nokkrum kvikmyndum og leikstýrt, einnig gefið út nokkrar smásögur ásamt því að hafa skrifað aragrúa greina um þjóðfélagsmál. Í tilefni útgáfunnar var efnt til út- gáfuhófs í Iðu bókabúð á fimmtu- dag í síðustu viku. Fjölmennt var í hófinu og mættu nokkrir fé- laga hans úr stjórnlagaráði, meðal annars Þorvaldur Gylfason og Gísli Tryggvason. Í hófinu sagði Lýður frá tilurð bókarinnar og las upp valda kafla. Skrifar út frá eigin reynslu Auður Jóns- dóttir hefur gefið út bókina Ósjálfrátt. Lýður les Læknir og fyrrverandi full- trúi stjórnlagaráðs gerist rithöfundur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.