Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Qupperneq 6
6 Fréttir 21.–27. desember 2012 Jólablað Stórskuldug vídeóleiga n Skuldaði 850 milljónir króna n Tók 300 milljóna gengislán V ídeóleigan Bónusvídeó í Lág- múla skuldaði tæplega 850 milljónir króna þegar félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. Skiptum er lokið á félaginu og fund- ust engar eignir upp í kröfurnar, sem námu nákvæmlega 844.821.872 krón- um. Þetta kemur fram í tilkynningu í Lögbirtingablaðinu. Bónusvídeó var tekið til gjaldþrota- skipta þann 30. júní 2009 samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur og lauk skiptum á búinu þann 14. des- ember. Á vef Viðskiptablaðsins kemur fram að skuldastöðu félagsins megi að stóru leyti rekja til þess að vídeóleigan fékk 300 milljóna króna gengistryggt lán frá Íslandsbanka árið 2007. Þetta lán tvö- faldaðist við hrun íslensku krónunnar árið 2008. Á sama tíma hafa viðskipti neytenda við vídeóleigur minnkað umtalsvert með tilkomu stafrænnar leigu á myndefni í gegnum internetið og niðurhali á kvikmyndum í gegnum netið. ingi@dv.is Fáðu greinar í heild sinni á DV.is og vefáskrift af prentútgáfu DV * Verðið er 790 kr. fyrstu 3 mánuðina, en 1.790 kr. eftir það. fyrir 790 kr. á mánuði * Sjáðu meira Nærri 850 milljóna þrot Bónusvídeó skuldar nærri 850 milljónir. Skiptum er lokið á félaginu eftir að Hér- aðsdómur Reykjavíkur setti félagið í þrot árið 2009. Lést í eldsvoða í Grundarfirði Karlmaður lést í eldsvoða í Grundarfirði aðfaranótt miðviku- dags. Neyðarlínunni barst tilkynn- ing um eldsvoðann sem þá hafði breiðst út í íbúðarhúsi í bænum rétt fyrir klukkan þrjú um nóttina. Slökkvilið var þegar kallað út og sent á staðinn. Mikill eldur var í húsinu og reykkafarar fundu manninn látinn. Hann bjó einn í húsinu. Húsið er stórskemmt en lögreglurannsókn stendur nú yfir. Allt tiltækt slökkvilið á svæðinu tók þátt í að ráða niðurlögum eldsins. Smygl og brask með sætuefni Með tilliti til þess að þegar og ef sykurskattsfrumvarp stjórnvalda gengur í gegn þurfi að greiða 42 þús- und krónur fyrir hvert kíló af sætu- efnum er ástæða fyrir tollyfirvöld að breyta áherslum sínum til að sporna við braski og smygli á slíkri munað- arvöru. Guðbjörn Gunnarsson, yf- irtollvörður og bloggari, bendir á að frumvarp stjórnvalda um stórauknar álögur á matvæli og drykki sem ekki samræmast manneldissjónarmið- um hafi ekki aðeins í för með sér að sykur hækki í verði heldur og sætu- efni hvers kyns. Þannig færu vöru- gjöld á eitt einasta kíló af sætuefnum í 42 þúsund krónur eða sem nemur tvöföldu gjaldi sem sett er á tóbak. „Vörugjaldið á hvert kíló af sætu- efnum færi því upp í 42.000 kr. Sem innheimtumaður ríkisins hef ég inn- heimt mikið af gjöldum um ævina, eða að minnsta kosti átt hlutdeild í þeirri toll- og skattheimtu. Aldrei áður hef ég séð slíka skattlagningu á nokkurn hlut, nema hugsanlega hvað varðar áfengi eða tóbak,“ seg- ir hann. A fkoma íslenskra sjávarút- vegsfyrirtækja (EBIDTA) var umtalsvert betri á síðasta ári en talið var í útreikningum um veiðigjöld, eða tæplega 80 milljarðar króna í stað 72 milljarða. Þessi tala kom fram í riti Hagstofunn- ar um hag veiða og vinnslu sem út kom á fimmtudagsmorgun. Þá kem- ur fram að hreinn hagnaður sjávar- útvegarins hafi numið tæplega 60 milljörðum króna í fyrra eða 22,6 pró- sentum af heildartekjum. Afkoma sjávarútvegarins batnaði um tæplega 26 prósent á milli ára en árið 2010 hafði hún numið 64 millj- örðum króna. Á heimasíðu atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytisins, sem stýrt er af Steingrími J. Sigfús- syni, kemur fram að EBIDTA sjávarút- vegarins hafi ekki verið hærri í langan tíma og að niðurstaðan um afkomuna sýni að spáin sem veiðigjöldin byggðu á hafi verið undir þessari niðurstöðu. „Niðurstaðan nú sýnir að sú spá var talsvert undir raunniðurstöðu,“ segir á heimasíðunni. 263 milljarða tekjur Heildartekjur útgerðarinnar námu 263 milljörðum króna í fyrra. Á móti þessum tekjum var ýmiss konar kostnaður við aðföng til dæmis olía, 18 milljarðar króna, og hráefni, 13 milljarðar króna. Þá var launakostn- aður útgerðarinnar tæpir 80 millj- arðar króna. Eftir að búið er að reikna út allan þennan kostnað af rekstri ís- lenskra sjávarútvegsfyrirtækja, laun, olíu, kostnað við veiðarfæri, fjár- magnskostnað, vaxtakostnað, hrá- efniskostnað og annað slíkt, stendur hins vegar eftir að hreinn hagnað- ur útgerðarinnar í fyrra nam tæpum sextíu milljörðum króna. Þá segir í töflu yfir eignir og skuld- ir allra sjávarútvegsfyrirtækja að heildareignirnar nemi 547 milljörð- um króna en að á móti þessum eign- um séu rúmlega 443 milljarða króna skuldir. Eiginfjárstaða sjávarútvegar- ins er því jákvæð um 104 milljarða króna og nemur eiginfjárhlutfallið 19,1 prósenti. Athygli vekur að eigin- fjárstaða sjávarútvegarins batnar til muna á milli áranna 2010 og 2011, fer úr tæplega 29 milljörðum árið 2010 og upp í rúmlega 104 milljarða króna. Veiðigjöld áætluð 12,5 til 13 milljarðar Á heimasíðu ráðuneytis Steingríms J. Sigfússonar segir að búist sé við því að árið 2012 hafi verið gott í sjávar- útvegi, líkt og árið í fyrra: „Árið 2012 verður að líkindum einnig gott rekstrarár fyrir sjávarútveginn. Gengi ISK hefur haldist veikt, þorskkvót- inn var aukinn talsvert og veiðar og vinnsla á uppsjávarfiski hafa geng- ið vel á árinu. Á móti hefur verð á erlendum mörkuðum lækkað, ekki síst á botnfiskafurðum. Á heildina litið eru þó afkomuhorfur góðar fyrir sjávar útveginn árið 2012. Til upplýs- ingar er veiðigjald á árinu 2012/2013 áætlað um 12,5–13,0 milljarðar króna.“ Miðað við afkomu sjávarútvegar- ins í fyrra, og áætluð veiðigjöld fyrir árið 2012/2013, ætti sjávarútvegur- inn að greiða um það 15 prósent af EBIDTA-hagnaði sínum í veiðigjöld, umrædda 12,5 til 13 milljarða króna. Þá má áætla, ef árið í ár hefur verið jafngott og í fyrra, að hreinn hagnað- ur sjávarútvegarins yrði 48 eða 47,5 milljarðar króna, eftir að veiðigjöldin hafa runnið til ríkisins. Spurningin er sú hvort útgerðarfyrirtækin gætu staðið undir slíkri greiðslu eða ekki. n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is 60 milljarða hagn- aður af útgerðinni n Eiginfjárstaða sjávarútvegarins batnar um 75 milljarða á milli ára„Niðurstaðan nú sýnir að sú spá var talsvert undir raunniður- stöðu. Frumvörpunum mótmælt Fjölmenn mótmæli voru á Austurvelli í sumar þar sem útgerðarmenn og einhverjir af starfsmönnum útgerðarfélaga mótmæltu frumvörpum ríkis- stjórnarinnar um veiðigjöld og stjórn fiskveiða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.