Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Síða 6
6 Fréttir 21.–27. desember 2012 Jólablað Stórskuldug vídeóleiga n Skuldaði 850 milljónir króna n Tók 300 milljóna gengislán V ídeóleigan Bónusvídeó í Lág- múla skuldaði tæplega 850 milljónir króna þegar félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. Skiptum er lokið á félaginu og fund- ust engar eignir upp í kröfurnar, sem námu nákvæmlega 844.821.872 krón- um. Þetta kemur fram í tilkynningu í Lögbirtingablaðinu. Bónusvídeó var tekið til gjaldþrota- skipta þann 30. júní 2009 samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur og lauk skiptum á búinu þann 14. des- ember. Á vef Viðskiptablaðsins kemur fram að skuldastöðu félagsins megi að stóru leyti rekja til þess að vídeóleigan fékk 300 milljóna króna gengistryggt lán frá Íslandsbanka árið 2007. Þetta lán tvö- faldaðist við hrun íslensku krónunnar árið 2008. Á sama tíma hafa viðskipti neytenda við vídeóleigur minnkað umtalsvert með tilkomu stafrænnar leigu á myndefni í gegnum internetið og niðurhali á kvikmyndum í gegnum netið. ingi@dv.is Fáðu greinar í heild sinni á DV.is og vefáskrift af prentútgáfu DV * Verðið er 790 kr. fyrstu 3 mánuðina, en 1.790 kr. eftir það. fyrir 790 kr. á mánuði * Sjáðu meira Nærri 850 milljóna þrot Bónusvídeó skuldar nærri 850 milljónir. Skiptum er lokið á félaginu eftir að Hér- aðsdómur Reykjavíkur setti félagið í þrot árið 2009. Lést í eldsvoða í Grundarfirði Karlmaður lést í eldsvoða í Grundarfirði aðfaranótt miðviku- dags. Neyðarlínunni barst tilkynn- ing um eldsvoðann sem þá hafði breiðst út í íbúðarhúsi í bænum rétt fyrir klukkan þrjú um nóttina. Slökkvilið var þegar kallað út og sent á staðinn. Mikill eldur var í húsinu og reykkafarar fundu manninn látinn. Hann bjó einn í húsinu. Húsið er stórskemmt en lögreglurannsókn stendur nú yfir. Allt tiltækt slökkvilið á svæðinu tók þátt í að ráða niðurlögum eldsins. Smygl og brask með sætuefni Með tilliti til þess að þegar og ef sykurskattsfrumvarp stjórnvalda gengur í gegn þurfi að greiða 42 þús- und krónur fyrir hvert kíló af sætu- efnum er ástæða fyrir tollyfirvöld að breyta áherslum sínum til að sporna við braski og smygli á slíkri munað- arvöru. Guðbjörn Gunnarsson, yf- irtollvörður og bloggari, bendir á að frumvarp stjórnvalda um stórauknar álögur á matvæli og drykki sem ekki samræmast manneldissjónarmið- um hafi ekki aðeins í för með sér að sykur hækki í verði heldur og sætu- efni hvers kyns. Þannig færu vöru- gjöld á eitt einasta kíló af sætuefnum í 42 þúsund krónur eða sem nemur tvöföldu gjaldi sem sett er á tóbak. „Vörugjaldið á hvert kíló af sætu- efnum færi því upp í 42.000 kr. Sem innheimtumaður ríkisins hef ég inn- heimt mikið af gjöldum um ævina, eða að minnsta kosti átt hlutdeild í þeirri toll- og skattheimtu. Aldrei áður hef ég séð slíka skattlagningu á nokkurn hlut, nema hugsanlega hvað varðar áfengi eða tóbak,“ seg- ir hann. A fkoma íslenskra sjávarút- vegsfyrirtækja (EBIDTA) var umtalsvert betri á síðasta ári en talið var í útreikningum um veiðigjöld, eða tæplega 80 milljarðar króna í stað 72 milljarða. Þessi tala kom fram í riti Hagstofunn- ar um hag veiða og vinnslu sem út kom á fimmtudagsmorgun. Þá kem- ur fram að hreinn hagnaður sjávar- útvegarins hafi numið tæplega 60 milljörðum króna í fyrra eða 22,6 pró- sentum af heildartekjum. Afkoma sjávarútvegarins batnaði um tæplega 26 prósent á milli ára en árið 2010 hafði hún numið 64 millj- örðum króna. Á heimasíðu atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytisins, sem stýrt er af Steingrími J. Sigfús- syni, kemur fram að EBIDTA sjávarút- vegarins hafi ekki verið hærri í langan tíma og að niðurstaðan um afkomuna sýni að spáin sem veiðigjöldin byggðu á hafi verið undir þessari niðurstöðu. „Niðurstaðan nú sýnir að sú spá var talsvert undir raunniðurstöðu,“ segir á heimasíðunni. 263 milljarða tekjur Heildartekjur útgerðarinnar námu 263 milljörðum króna í fyrra. Á móti þessum tekjum var ýmiss konar kostnaður við aðföng til dæmis olía, 18 milljarðar króna, og hráefni, 13 milljarðar króna. Þá var launakostn- aður útgerðarinnar tæpir 80 millj- arðar króna. Eftir að búið er að reikna út allan þennan kostnað af rekstri ís- lenskra sjávarútvegsfyrirtækja, laun, olíu, kostnað við veiðarfæri, fjár- magnskostnað, vaxtakostnað, hrá- efniskostnað og annað slíkt, stendur hins vegar eftir að hreinn hagnað- ur útgerðarinnar í fyrra nam tæpum sextíu milljörðum króna. Þá segir í töflu yfir eignir og skuld- ir allra sjávarútvegsfyrirtækja að heildareignirnar nemi 547 milljörð- um króna en að á móti þessum eign- um séu rúmlega 443 milljarða króna skuldir. Eiginfjárstaða sjávarútvegar- ins er því jákvæð um 104 milljarða króna og nemur eiginfjárhlutfallið 19,1 prósenti. Athygli vekur að eigin- fjárstaða sjávarútvegarins batnar til muna á milli áranna 2010 og 2011, fer úr tæplega 29 milljörðum árið 2010 og upp í rúmlega 104 milljarða króna. Veiðigjöld áætluð 12,5 til 13 milljarðar Á heimasíðu ráðuneytis Steingríms J. Sigfússonar segir að búist sé við því að árið 2012 hafi verið gott í sjávar- útvegi, líkt og árið í fyrra: „Árið 2012 verður að líkindum einnig gott rekstrarár fyrir sjávarútveginn. Gengi ISK hefur haldist veikt, þorskkvót- inn var aukinn talsvert og veiðar og vinnsla á uppsjávarfiski hafa geng- ið vel á árinu. Á móti hefur verð á erlendum mörkuðum lækkað, ekki síst á botnfiskafurðum. Á heildina litið eru þó afkomuhorfur góðar fyrir sjávar útveginn árið 2012. Til upplýs- ingar er veiðigjald á árinu 2012/2013 áætlað um 12,5–13,0 milljarðar króna.“ Miðað við afkomu sjávarútvegar- ins í fyrra, og áætluð veiðigjöld fyrir árið 2012/2013, ætti sjávarútvegur- inn að greiða um það 15 prósent af EBIDTA-hagnaði sínum í veiðigjöld, umrædda 12,5 til 13 milljarða króna. Þá má áætla, ef árið í ár hefur verið jafngott og í fyrra, að hreinn hagnað- ur sjávarútvegarins yrði 48 eða 47,5 milljarðar króna, eftir að veiðigjöldin hafa runnið til ríkisins. Spurningin er sú hvort útgerðarfyrirtækin gætu staðið undir slíkri greiðslu eða ekki. n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is 60 milljarða hagn- aður af útgerðinni n Eiginfjárstaða sjávarútvegarins batnar um 75 milljarða á milli ára„Niðurstaðan nú sýnir að sú spá var talsvert undir raunniður- stöðu. Frumvörpunum mótmælt Fjölmenn mótmæli voru á Austurvelli í sumar þar sem útgerðarmenn og einhverjir af starfsmönnum útgerðarfélaga mótmæltu frumvörpum ríkis- stjórnarinnar um veiðigjöld og stjórn fiskveiða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.