Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Blaðsíða 64
Samstaða um fátækt! Vigdís ekki með gervijólatré n Fleiri Framsóknarmenn setja upp gervijólatré um hátíðarnar, en stuðningsmenn annarra flokka,- samkvæmt könnun MMR. Það gerir Vigdís Hauksdóttir þing- maður flokksins hins vegar ekki. Nokkrum dögum áður en könnun- in var birt sagði hún vinum sínum á samskiptasíðunni Facebook frá því að hún væri búinn að setja upp furutré. „Ég bara sver það hvað furan okkar er falleg – með köngl- um,“ skrifaði hún. Það þarf svo sem ekki að koma á óvart að Víg- dís velji sér lifandi tré en hún starfaði um árabil sem blómaskreyt- ir áður en hún settist aftur á skólabekk og nam lögfræði. Engin jólakort frá Samstöðu n „Nú er því miður staðan sú að kostnaðurinn við að senda jóla- kort er orðinn það hár að við neyðumst til að sleppa því þetta árið,“ segir Birgir Örn Guðjóns- son, formaður stjórnar Sam- stöðu, flokks lýðræðis og vel- ferðar. Flokkurinn mun því ekki senda út jólakort í ár. „Ég vona að ég geti óskað sem flestum gleði- legra jóla í persónu og ykkur hin- um munum við fjölskyldan senda jólakveðju á einhvern hátt. Mér þykir þetta afskaplega sorglegt og ég vona svo sannarlega að aðstæður verði breyttar að ári liðnu.“ Samstaða hyggur á fram- boð í öllum kjördæmum landsins í næstu alþingiskosningum, en að sögn forsvars- manna flokksins er hann hvorki til vinstri né hægri, heldur er um „nýja hugsun í stjórnmálum“ að ræða. Egill Helga farinn að eldast n Svo virðist sem aldurinn sé far- inn að færast yfir þáttastjórnand- ann og samfélagsrýninn Egil Helga- son. „Nú er ég að verða gamall,“ segir Egill í nýlegri stöðu- uppfærslu á Facebook en samkvæmt því sem þar kemur fram virð- ist hann vera farinn að heyra illa. „Ung- ur maður sagði við mig áðan að hann ætlaði að fara upp í Kringlu og ná sér í sim- kort. Ég hváði og spurði hvort hann ætlaði að ná sér í sund- kort.“ Þess má til gamans geta að Egill er 53 ára. K alkúnninn hefur aldrei verið betri en akkúrat núna. Eina kvörtunin sem hefur borist okkur er sú að hann hafi ver- ið of safaríkur,“ segir Þórarinn Örn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, en í eldhúsi fyrirtækisins er boðið upp á kalkún yfir hátíðarnar. Athyglisvert er að verðið hefur staðið í stað síðustu fjögur árin, þrátt fyrir að neysluverð á mat hafi hækkað um 20 prósent. Kalkúnaskammtur- inn hefur alla tíð verið á 990 en ýmis- legt hefur verið lagt á sig til þess að halda þessu verði. „Þetta er fjórða árið sem við erum með kalkún. Fyrst keyptum við hann tilbúinn og niðurskorinn og keyptum fyllingu úti í bæ,“ segir Þórarinn. Um 500 kíló voru þá keypt inn af kjötinu. Vegna mikillar eftirspurnar var leik- urinn endurtekinn árið eftir. Verðið var þó búið að hækka svo IKEA- menn ákváðu að skera sjálfir kjötið til að stemma stigu við verðhækkun- inni. „Þannig náðum við verðinu að- eins niður,“ segir Þórarinn. Árið eftir hækkaði kalkúnninn enn, og því var frekari aðgerða þörf: „Þá ákváðum við að byrja að gera fyllinguna sjálfir.“ Í ár hafði svo kalkúnninn hækkað enn meira í verði. „Við ákváðum að flytja hann sjálf inn, hráan. Við krydduðum hann sjálf og elduðum,“ segir Þórarinn og niðurstaðan lét ekki bíða eftir sér: „Hann hefur aldrei ver- ið safaríkari,“ segir hann um kalkún- inn sem er enn á 990 krónur. Í ár voru um 3,8 tonn af kalkúni keypt. Þegar hafa selst um 17 þúsund skammtar. En hvað gerir kalkúninn svona safaríkan? „Hann er nú eiginlega smjörsoðinn,“ segir Þórarinn. „Við setjum bringurnar í plastpoka með smjöri og ýmsum kryddblöðum. Svo er bundið fyrir pokann og kalkúnn- inn soðinn í honum. Smjörið kemst ekkert í burtu og smýgur á endanum inn í kalkúninn.“ Tæp fjögur tonn af kalkún í IKEA n Leggja ýmislegt á sig til þess að halda verðinu í 990 krónum Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80jólablað 21.–27. dEsEmbEr 2012 148. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr. Í poka Þórarinn afhjúpar leyndarmálið á bak við safaríka kalkúninn í IKEA. Föndurlist óskar landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum viðskiptin. www.fondurlist.is - Sími: 553 1800 Það hefur aldrei verið auðveldara að spara Óskum öllum gleðilegra jóla, þökkum fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Minnum á flugeldatilboð á síðunni milli jóla og nýárs Ert þú að hlusta? Jólarásin.is Minnum á beinar útsendingar frá Njarðvíkurkirkju um jólin og áramótin beint á Jólarásinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.