Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Side 64

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Side 64
Samstaða um fátækt! Vigdís ekki með gervijólatré n Fleiri Framsóknarmenn setja upp gervijólatré um hátíðarnar, en stuðningsmenn annarra flokka,- samkvæmt könnun MMR. Það gerir Vigdís Hauksdóttir þing- maður flokksins hins vegar ekki. Nokkrum dögum áður en könnun- in var birt sagði hún vinum sínum á samskiptasíðunni Facebook frá því að hún væri búinn að setja upp furutré. „Ég bara sver það hvað furan okkar er falleg – með köngl- um,“ skrifaði hún. Það þarf svo sem ekki að koma á óvart að Víg- dís velji sér lifandi tré en hún starfaði um árabil sem blómaskreyt- ir áður en hún settist aftur á skólabekk og nam lögfræði. Engin jólakort frá Samstöðu n „Nú er því miður staðan sú að kostnaðurinn við að senda jóla- kort er orðinn það hár að við neyðumst til að sleppa því þetta árið,“ segir Birgir Örn Guðjóns- son, formaður stjórnar Sam- stöðu, flokks lýðræðis og vel- ferðar. Flokkurinn mun því ekki senda út jólakort í ár. „Ég vona að ég geti óskað sem flestum gleði- legra jóla í persónu og ykkur hin- um munum við fjölskyldan senda jólakveðju á einhvern hátt. Mér þykir þetta afskaplega sorglegt og ég vona svo sannarlega að aðstæður verði breyttar að ári liðnu.“ Samstaða hyggur á fram- boð í öllum kjördæmum landsins í næstu alþingiskosningum, en að sögn forsvars- manna flokksins er hann hvorki til vinstri né hægri, heldur er um „nýja hugsun í stjórnmálum“ að ræða. Egill Helga farinn að eldast n Svo virðist sem aldurinn sé far- inn að færast yfir þáttastjórnand- ann og samfélagsrýninn Egil Helga- son. „Nú er ég að verða gamall,“ segir Egill í nýlegri stöðu- uppfærslu á Facebook en samkvæmt því sem þar kemur fram virð- ist hann vera farinn að heyra illa. „Ung- ur maður sagði við mig áðan að hann ætlaði að fara upp í Kringlu og ná sér í sim- kort. Ég hváði og spurði hvort hann ætlaði að ná sér í sund- kort.“ Þess má til gamans geta að Egill er 53 ára. K alkúnninn hefur aldrei verið betri en akkúrat núna. Eina kvörtunin sem hefur borist okkur er sú að hann hafi ver- ið of safaríkur,“ segir Þórarinn Örn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, en í eldhúsi fyrirtækisins er boðið upp á kalkún yfir hátíðarnar. Athyglisvert er að verðið hefur staðið í stað síðustu fjögur árin, þrátt fyrir að neysluverð á mat hafi hækkað um 20 prósent. Kalkúnaskammtur- inn hefur alla tíð verið á 990 en ýmis- legt hefur verið lagt á sig til þess að halda þessu verði. „Þetta er fjórða árið sem við erum með kalkún. Fyrst keyptum við hann tilbúinn og niðurskorinn og keyptum fyllingu úti í bæ,“ segir Þórarinn. Um 500 kíló voru þá keypt inn af kjötinu. Vegna mikillar eftirspurnar var leik- urinn endurtekinn árið eftir. Verðið var þó búið að hækka svo IKEA- menn ákváðu að skera sjálfir kjötið til að stemma stigu við verðhækkun- inni. „Þannig náðum við verðinu að- eins niður,“ segir Þórarinn. Árið eftir hækkaði kalkúnninn enn, og því var frekari aðgerða þörf: „Þá ákváðum við að byrja að gera fyllinguna sjálfir.“ Í ár hafði svo kalkúnninn hækkað enn meira í verði. „Við ákváðum að flytja hann sjálf inn, hráan. Við krydduðum hann sjálf og elduðum,“ segir Þórarinn og niðurstaðan lét ekki bíða eftir sér: „Hann hefur aldrei ver- ið safaríkari,“ segir hann um kalkún- inn sem er enn á 990 krónur. Í ár voru um 3,8 tonn af kalkúni keypt. Þegar hafa selst um 17 þúsund skammtar. En hvað gerir kalkúninn svona safaríkan? „Hann er nú eiginlega smjörsoðinn,“ segir Þórarinn. „Við setjum bringurnar í plastpoka með smjöri og ýmsum kryddblöðum. Svo er bundið fyrir pokann og kalkúnn- inn soðinn í honum. Smjörið kemst ekkert í burtu og smýgur á endanum inn í kalkúninn.“ Tæp fjögur tonn af kalkún í IKEA n Leggja ýmislegt á sig til þess að halda verðinu í 990 krónum Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80jólablað 21.–27. dEsEmbEr 2012 148. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr. Í poka Þórarinn afhjúpar leyndarmálið á bak við safaríka kalkúninn í IKEA. Föndurlist óskar landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum viðskiptin. www.fondurlist.is - Sími: 553 1800 Það hefur aldrei verið auðveldara að spara Óskum öllum gleðilegra jóla, þökkum fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Minnum á flugeldatilboð á síðunni milli jóla og nýárs Ert þú að hlusta? Jólarásin.is Minnum á beinar útsendingar frá Njarðvíkurkirkju um jólin og áramótin beint á Jólarásinni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.