Fréttablaðið - 09.12.2015, Side 24
Skjóðan
markaðurinn
Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5000 | Fax 512 5301
Umsjón Jón Hákon Halldórsson jonhakon@365.is
Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir | Forsíðumynd getty
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is
miðvikudagur 9. desember
seðlabanKi Íslands - Vaxtaákvörð-
unardagur
lánamál rÍKisins - Mánaðarlegar
markaðsupplýsingar
Fimmtudagur 10. desember
Hagstofa Íslands - Efnahagslegar
skammtímatölur í desember 2015
Föstudagur 11. desember
Hagstofa Íslands - Fjármál hins opin-
bera á 3. ársfjórðungi 2015.
lánamál rÍKisins - Útboð Ríkisvíxla.
Þriðjudagur 15. desember
Hagstofa Íslands - Afli erlendra ríkja
við Ísland 2013 og heimsaflinn.
Hagstofa Íslands - Fiskafli í nóvem-
ber 2015.
lánamál rÍKisins - Útboð Ríkisbréfa.
Fimmtudagur 17. desember
Hagstofa Íslands - Samræmd vísitala
neysluverðs í nóvember 2015.
ÞJóðsKrá Íslands - Vísitala íbúðaverðs
á höfuðborgarsvæðinu.
Föstudagur 18. desember
Hagstofa Íslands - Vísitala byggingar-
kostnaðar fyrir janúar 2016.
ÞJóðsKrá Íslands - Upplýsingar um
leiguverð íbúðarhúsnæðis.
dagatal viðskiptalífsinsÁ döfinni
allar markaðsupplýsingar
Vikan sem leið
30 milljóna króna sekt
lögð á arion banka
Fjármálaeftirlitið sektaði Arion
banka þar sem talið var að bankinn
hefði búið yfir innherjaupplýsingum
þegar hann seldi eigin hlutabréf í
Högum í febrúar 2014. Arion banki
var ósammála niðurstöðu Fjár-
málaeftirlitsins en sagðist ekki geta
sannað sakleysi sitt þar sem ekki
hefði verið farið að verklagsreglum
bankans við viðskiptin.
471 kaus með
breyttu skipulagi
Naumur meirihluti var fyrir breyt-
ingum á deiliskipulagi á iðnaðar-
svæðinu í Helguvík í íbúakosningu
í Reykjanesbæ. 471 íbúi kaus með
deiluskipulagsbreytingunum en 451
á móti en kjörsókn var 8,71 prósent.
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri
Reykjanesbæjar, hafði gefið út fyrir
fram að kosningin myndi ekki hafa
neina þýðingu.
98 milljarða sala á
stork
Eyrir Invest og aðrir hluthafar hafa
náð samkomulagi um sölu á hlut
sínum í Stork til Fluor Corporation
fyrir 695 milljónir evra, jafnvirði 98
milljarða króna. Hjá Stork starfa yfir 15
þúsund starfsmenn og námu tekjur
fyrirtækisins 211 milljörðum króna
í fyrra. Stærstu eigendur Eyris Invest
eru feðgarnir Þórður Magnússon, sem
á 20 prósenta hlut, og Árni Oddur
Þórðarson sem á 17 prósenta hlut.
dómsmál og dómstólar hafa
verið mjög til umræðu á undan-
förnum vikum og mánuðum. Fallið
hafa athyglisverðir dómar í kyn-
ferðisbrotamálum, hrunmálum og
verðtryggingarmálum bæði í héraðs-
dómi og Hæstarétti Íslands.
ÍslensKir dómstólar virðast gera
hóflegar kröfur til sönnunarbyrði
ákæruvalds í hrunmálum. Sama
máli gegnir um kynferðisbrotamálin
– svo fremi að þolandi sé karlmaður.
Sé þolandi kynferðisbrots kona leita
íslenskir dómarar logandi ljósi að
hverju því smáatriði, sem mögu-
lega getur varpað vafa á sekt meints
geranda. Sé þolandinn hins vegar
karlmaður er sakfellt, líkt og tíðkast í
hrunmálum.
Hæstiréttur Íslands gefur, að því
er virðist, lítið fyrir rétt sakborninga
í hrunmálum. Í einu máli sýknaði
héraðsdómur hina ákærðu og komst
þá Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu
að einn dómara hefði verið van-
hæfur vegna ummæla sem hann lét
falla um saksóknara eftir að dómur
var kveðinn upp af tilefni, sem
sömuleiðis kom upp eftir að dómur
var kveðinn upp.
Í öðru Hrunmáli kom í ljós að
einn dómarinn hafði misst eigur
sínar vegna viðskipta við þann
banka sem sakborningar í því máli
stjórnuðu. Sakborningarnir voru
sakfelldir og dæmdir í margra ára
fangelsi. Hæstiréttur fór sannkallaða
Krýsuvíkurleið til að komast að því
að þetta eignatjón ylli ekki vanhæfi
dómarans. Af þessu leiðir að velta
má fyrir sér hvort afstaða Hæstarétt-
ar til vanhæfis dómara grundvallist á
því hvort viðkomandi dómarar sak-
fella eða sýkna útrásarvíkinga, rétt
eins og hvort sekt í kynferðismálum
sé ákvörðuð eftir kynferði þolanda.
Í nýlegu verðtryggingarmáli komst
Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að
engu máli skipti þó að banki hefði
klárlega brotið gegn lagaskyldu
sinni um að upplýsa lántakanda um
kostnað við lántökuna. Hann gæti
samt innheimt lánið og hvern þann
kostnað sem hann kysi að fullu.
Neytendavernd virðist vera dóm-
urum við æðsta dómstól landsins
framandi hugtak.
tJáningarfrelsið er einn helgasti
réttur manna í réttarríkinu. Fjórum
sinnum hafa blaðamenn kært
íslenska ríkið til Mannréttindadóm-
stóls Evrópu vegna mannréttinda-
brota Hæstaréttar Íslands í málum
sem varða tjáningarfrelsið. Í öll
skiptin hefur Mannréttindadóm-
stóllinn dæmt gegn íslenska ríkinu.
nÚ Hefur Mannréttindadómstóll-
inn ákveðið að taka fyrir fimmta
málið gegn íslenska ríkinu vegna
brota íslenskra dómstóla og Hæsta-
réttar Íslands gegn tjáningarfrelsi
blaðamanns. Brotavilji æðsta dóm-
stóls landsins gegn mannréttindum
borgaranna er einbeittur þrátt fyrir
ítrekaðar umvandanir Mannrétt-
indadómstólsins.
Þetta er alvarlegt mál þar sem
varðstaða dómstóla um mannrétt-
indi er hornsteinn lýðræðislegs
réttarríkis. Þegar æðsti dómstóll
landsins traðkar ítrekað á heilögustu
mannréttindum borgaranna, sjálfu
tjáningarfrelsinu, er sjálft réttar-
ríkið í hættu. Séu dómstólar fúnir og
réttar kerfið rotið er vart lengur hægt
að tala um réttarríki.
rotið réttarkerfi
ógnar réttarríkinu
Gamli netrisinn Yahoo hefur ekki
átt sjö dagana sæla undanfarið
og er nú verið að skoða það að
selja grunnrekstur fyrirtækisins.
Reuters greindi frá því nýverið
að fjarskiptafyrirtækið Verizon
Communications sé að íhuga það
að kaupa grunnrekstur Yahoo,
þar á meðal tölvupósthlutann,
frétta- og íþróttasíður, ásamt
auglýsingatækni fyrirtækisins.
Stjórnin hefur þó enn ekki til-
kynnt um neina ákvörðun um sölu
og er framtíð fyrirtækisins því enn
óljós.
Yahoo hefur átt erfitt uppdráttar
undanfarin árin. Melissa Mayer,
ung framakona og fyrrverandi
starfsmaður Google, var ráðin for-
stjóri árið 2012 í von um að henni
myndi takast að koma starfsem-
inni á réttan kjöl. Þær vonir hafa
hins vegar ekki ræst. Gengi hluta-
bréfa í Yahoo hefur lækkað um 31
prósent það sem af er ári.
Stjórn og helstu hluthafar Yahoo
komu saman í síðustu viku til að ræða
framtíð fyrirtækisins og funduðu í
þrjá daga. Meðal þess sem var rætt á
fundinum var sala á grunnrekstri fyr-
irtækisins, þar á meðal Tumblr, sem
hefur átt í rekstrar erfiðleikum. Talið
er að verðmæti grunnrekstursins
nemi 4,6 milljörðum Bandaríkja-
dala, jafnvirði tæplega 600 millj-
örðum íslenskra króna.
Meðal áhugasamra kaupenda eru
fjarskiptafyrirtækið Verizon, sem
keypti AOL síðasta sumar. Ef salan
gengur eftir er óvíst hvort Mayer
verði áfram við stýrið. En ef henni
verður sagt upp störfum vegna
sölu fyrirtækisins mun hún fá allt
að 110 milljónir dollara, jafnvirði
14,2 milljarða íslenskra króna, í
starfslokasamning. Hún á rétt á að
minnsta kosti 25,8 milljónum doll-
ara samkvæmt starfslokasamningi
ef hún er rekin af stjórninni áður en
sala fer fram.
Yahoo var netrisi á tíunda ára-
tugnum og einn helsti keppinautur
Google. Fyrirtækinu var farið að
ganga illa þegar Mayer tók við, bæði
vegna taps á auglýsingamarkaði í
samkeppninni við Google og minni
áhuga á fréttasíðum Yahoo þegar
fréttaveitur á Facebook fóru að verða
helsta fréttasíða notenda.
Sérfræðingar óttast nú að ekki verði
aftur snúið í verri afkomu fyrirtækis-
ins. Því er spáð að hagnaður ársins
muni verða helmingur af hagnaði
ársins 2012, þegar Mayer tók við.
saeunn@frettabladid.is
Mikil óvissa ríkir um
framtíðina hjá Yahoo
Rekstur Yahoo gengur illa. Vonir um að Melissa Mayer sneri við blaðinu hafa
ekki ræst. Gert er ráð fyrir helmingi minni hagnaði í ár en var árið 2012.
Miklar vonir voru bundnar við það að Melissu Mayer tækist að snúa við rekstri Yahoo. Fréttablaðið/GettY
Gengi hlutabréfa í Yahoo
hefur lækkað um 31 prósent
það sem af er ári. Því er spáð
að hagnaður ársins muni verða
helmingur af hagnaði ársins
2012 þegar mayer tók við.
9 . d e s e m b e r 2 0 1 5 m i ð V i K u d a g u r2 markaðurinn
0
8
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
9
B
-4
8
7
4
1
7
9
B
-4
7
3
8
1
7
9
B
-4
5
F
C
1
7
9
B
-4
4
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
6
4
s
_
8
_
1
2
_
2
0
1
5
C
M
Y
K