Fréttablaðið - 09.12.2015, Side 28
Ný stefnumótun í heilbrigðismálum var kynnt í upp-hafi árs 2014 undir heitinu Betri heil-brigðisþjónusta
2013-2017. Þar á meðal eru áform
um breytt fyrirkomulag á greiðsl-
um til heilsugæslustöðva og að
boðið verði upp á tvo möguleika á
rekstrarformi; einkareknar heilsu-
gæslustöðvar með samning við
ríkið og ríkisreknar stöðvar með
einn stjórnanda yfir hverri rekstrar-
einingu.
„Þetta eru breytingar í grunninn
á greiðslu- og gæðakerfi heilsu-
gæslunnar. Þannig að það verður
búinn til gagnagrunnur þar sem
verður miðlæg skráning á hverjum
og einum einstaklingi á heilsugæslu;
uppfærð í rauntíma,“ segir Oddur
Steinarsson, lækningaforstjóri
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Samkvæmt nýja kerfinu mun
fjármagn fylgja hverjum og einum
einstaklingi, þannig að ef skjól-
stæðingur færir sig af einni stöð yfir
á aðra þá flyst fjármagnið með.
Nýja kerfið í undirbúningi
Oddur segir að Sjúkratryggingar
séu um þessar mundir að smíða
skráningargagnagrunna og áætlað
sé að prufukeyrslur á þeim byrji
eftir áramót. Kerfið fari svo í gang
með vorinu.
Með breytingu á fyrirkomu-
laginu hér á Íslandi er meðal ann-
ars horft til kerfis sem Svíar kalla
„Vårdval“. Oddur segir að þetta
kerfi bæti aðgengið að heilsu-
gæslunni. „Það kemur inn ákveðin
samkeppni. Fjármunum verður
stýrt eftir metinni þörf, út frá aldri,
kyni, sjúkdómsbyrði, félagslegum
þáttum, gæðaþáttum og fleiru,“
segir Oddur og bætir við að það
sé aldurs- og kynkúrfa í grunninn.
Mest sé greitt fyrir einstaklinga á
fyrstu tveimur æviárunum en svo
lækki greiðslurnar. Þær hækki svo
aftur með aldri. Svo eru til dæmis
hærri greiðslur fyrir konur á barn-
eignaaldri vegna mæðraverndar.
Við ákvarðanir um greiðslu með
sjúklingum er síðan notaður svo-
kallaður ACG-heilsugæslugreininga-
flokkari, sem er þróaður hjá John
Hopkins háskólanum og notaður í
fimmtán löndum í heiminum í dag,
CNI-félagsþáttastuðull sem Svíar
nota og svo gæðastaðlar.
Býst við meiri samkeppni
„Greiðslumódelið verður þannig
að fjármagnið fylgir verkefnunum
og allir sitja við sama borð. Það
mun vonandi verða ákveðin sam-
keppni,“ segir Oddur. Oddur segir
að á öllu höfuðborgarsvæðinu séu
nú í heildina um 100 heimilislæknar
starfandi. Staðan sé þannig að það
þurfi að tvöfalda fjölda námslækna
í heimilislækningum. Að hans sögn
útskrifast um sex til átta heilsu-
gæslulæknar á hverju ári, en á næstu
tíu árum séu um 40 læknar að fara
á eftirlaun hjá Heilsugæslu höfuð-
borgarsvæðisins. Það þurfi því að
fjölga námslæknum töluvert til að
vinna á móti bæði þeim skorti sem
sé á landsvísu og þeim stóra hópi
sem fari á eftirlaun á næstu árum.
Samkvæmt nýlegri skýrslu OECD,
Health at Glance 2015, eru 16 pró-
sent lækna á Íslandi heimilislæknar.
En í ríkjum OECD er meðaltalið 29
prósent.
Þrjár nýjar stöðvar
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG,
spurði Kristján Þór Júlíusson heil-
brigðisráðherra út í stöðu heilsu-
gæslunnar á Alþingi á dögunum. Í
svari heilbrigðisráðherra við fyrir-
spurn Katrínar kemur fram að það
sé gert ráð fyrir þremur nýjum
einkareknum heilsugæslustöðum.
„Það sem hefur verið rætt um er að
þær verði reknar með svipuðu sniði
og Salastöðin og Lágmúli,“ segir
Oddur. Hann segir ekki liggja fyrir
á þessari stundu hvar þær stöðvar
yrðu. Hugsanlegt sé að þeir aðilar
sem sækja um að reka stöðvarnar
kæmu með tillögur að því.
„Það yrði byrjað á áhuga-
könnun, hvaða hópar séu til-
búnir í verkefnið,“ segir Oddur
en bætir því við að það verði vel-
ferðarráðuneytisins að ákveða
það. Heilsugæslan á höfuðborgar-
svæðinu komi ekki að því verkefni.
Oddur segist vonast til þess að
þetta nýja fyrirkomulag verði
til þess að auka áhuga íslenskra
heimilislækna á að starfa á Íslandi.
Bæði lækna sem búsettir eru hér-
lendis en eru í starfi erlendis og
íslenskra lækna sem hafi einfaldlega
flust út og lækna sem nýlega hafi
lokið sérnámi erlendis. „Vonandi
fáum við einhverja úr þessum hópi.
Það myndi strax þétta í raðirnar,“
segir hann.
Ekki tilbúnir í vinnu fyrir ríkið
Oddur segist telja að það séu
íslenskir læknar sem séu ekki
reiðubúnir til þess að vinna fyrir
hið opinbera en væru til í að vinna
sjálfstætt. Það þurfi að breyta
Fjármagnið fylgi einstaklingunum
Ráðgert er að breyta mikið greiðslukerfi í íslenskri heilsugæslu. Breytingar munu sjást strax á næsta ári. Lækningaforstjóri Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins segir að með þessu verði til aukin samkeppni. Ísland sé ekki samkeppnishæft við Norðurlöndin að óbreyttu.
Heilsugæslan í Lágmula er ein tveggja einkarekinna heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu. Þar starfar meðal annars Salóme Ásta Arnardóttir læknir. FréttABLAðið/GVA
Jón Hákon
Halldórsson
jonhakon@365.is
Það kemur inn
ákveðin samkeppni.
Fjármunum verður stýrt eftir
metinni þörf, út frá aldri,
kyni, sjúkdómsbyrði,
félagslegum þáttum, gæða-
þáttum og fleiru.
Það er í raun og
veru skrýtið hvernig
umræðan verður hérna á
Íslandi miðað við hvað er í
gangi á Norðurlöndunum.
Og jafnvel öfgayfirlýsingar.
Oddur Steinarsson
lækningaforstjóri á
Heilsugæslu höfuð-
borgarsvæðisins
kerfinu á Íslandi til þess að Íslend-
ingar geti verið samkeppnishæfir
við önnur Norðurlönd. „Þetta er í
boði á hinum Norðurlöndunum,“
segir Oddur og bætir við að kerfið í
Danmörku og Noregi byggi nánast
eingöngu á einkareknum heilsu-
gæslustöðvum. Jens Stoltenberg
hafi breytt kerfinu í Noregi í vinstri-
stjórn árið 2001. „Það er í raun og
veru skrítið hvernig umræðan verð-
ur hérna á Íslandi miðað við hvað
er í gangi á Norðurlöndunum. Og
jafnvel öfgayfirlýsingar,“ segir hann.
Oddur segir að helsti ávinningur-
inn fyrir íslenska ríkið af þessari
breytingu sé sá að í dag sé stórum
hluta af þeirri þjónustu sem ætti
heima í heilsugæslunni sinnt á
bráðamóttöku, annars staðar á spít-
ölum, og jafnframt á einkastofum
sérfræðilækna. „Að vera að sinna
þessu á bráðamóttökum og spítala
er mun kostnaðarsamara og það er
mikilvægt að sjúkrahúsið sinni því
sem það á að sinna og geri það vel,“
segir Oddur.
Margvíslegt eftirlit
Oddur segir að eftirlit með heilsu-
gæslustöðvunum í nýja kerfinu
yrði með margvíslegum hætti.
„Faglegt eftirlit er hjá Landlækni.
Síðan er velferðarráðuneytið og
Sjúkratryggingar. Þær koma inn í
þetta og munu hafa ákveðið eftirlit.
Síðan er hugmyndin að það verði
eining innan heilsugæslunnar sem
verði faglega leiðandi og myndi
leggja línurnar. Svo mun Sam-
keppniseftirlitið vonandi gæta að
því að það sé virk og sanngjörn
samkeppni. Það er inni í kerfinu í
Svíþjóð,“ segir Oddur.
Hvaða aðilar hafa komið að
vinnu við uppbyggingu þessa kerfis?
Oddur segir að vinna við breyt-
ingarnar hafi farið fram á vegum
velferðarráðuneytisins, fyrst undir
stjórn Hönnu Katrínar Friðriksson,
en svo Björns Zoëga, en jafnframt
með þátttöku annarra starfsmanna.
Þá hafi fulltrúi frá Landlækni tekið
þátt í vinnunni og starfsmenn
Sjúkratrygginga. Oddur hefur svo
verið ráðgefandi í vinnunni, en
hann starfaði lengi í Svíþjóð og
kynntist Vårdval-hugmyndafærð-
inni.
Margir leigulæknar starfandi
Oddur bendir á að ef Ísland sé
skoðað heilt yfir þá séu, meira og
minna, allir landshlutar með leigu-
lækna í einhverjum mæli í dag, sem
sinni viku og viku á hverjum stað.
9 . d e s e m b e r 2 0 1 5 m I Ð V I K U d A G U r6 markaðuriNN
0
8
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
4
K
_
N
Y
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
9
B
-2
F
C
4
1
7
9
B
-2
E
8
8
1
7
9
B
-2
D
4
C
1
7
9
B
-2
C
1
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
6
4
s
_
8
_
1
2
_
2
0
1
5
C
M
Y
K