Fréttablaðið - 09.12.2015, Blaðsíða 2
223
milljarða króna mun Glitnir
greiða ríkinu samhliða upp-
gjöri
ferðaþjónusta Samtökin 825
Þorparinn vilja gera Stokkseyri að
„rómantískasta bæ á Íslandi“ og þar
með auka aðdráttarafl bæjarins fyrir
ferðafólk.
825 Þorparinn eru samtök
atvinnurekenda á Stokkseyri og
áhugamanna um aukna ferðaþjón-
ustu og öflugra atvinnulíf í bænum.
„Ein hugmyndin lýtur að því að
skapa rómantíska dulúð í tengslum
við að dempa lýsingu í bænum og
láta lágstemmdari lýsingu gefa
húsum og híbýlum enn meiri
sjarma,“ segir í bréfi 825 Þorparinn
til bæjarstjórnar Árborgar. Því fylgja
undirskriftir yfir 130 manna sem
taka undir þá hugmynd samtak-
anna að slökkt verði á götulýsingu
á Stokkseyri milli klukkan 23 og 03.
„Að stytta tíma sem götulýsing
logar í tilraunaskyni er liður í
þeirri viðleitni að skapa róman-
tíska stemmingu sem marka myndi
skemmtilega sérstöðu til að kynna
og mun svo sannarlega vinda upp
á sig,“ segja bréfritarar sem kveða
þessa takmörkun á lýsingu bjóða
upp á fjölmarga möguleika í ferða-
þjónustu og að jólaskreytingar
Stokkseyringa myndu þess utan
njóta sína betur.
„Rómantík og kertaljós í frið-
sælum bæ við sjóinn yrði nokkuð
skemmtilegt frétta- og kynningar-
efni,“ spáir 825 Þorparinn. „Norður-
ljósaferðir njóta sívaxandi vinsælda
og er ekki ólíklegt að ferðamenn
myndu sækja Stokkseyri enn frekar
heim ef ljósmengun væri stillt í hóf
en í dag þá er sirka einn ljósastaur
á hverja tvo íbúa. Til viðbótar gæti
skapast grundvöllur fyrir stjörnu-
áhugamenn sem hér gætu fundið
sinn samastað.“
Þá benda samtökin á að Stokks-
eyri hafi nú þegar margvíslega sér-
stöðu, bæði jarðfræðilega og sögu-
lega. „Í bænum er einn vinsælasti
veitingastaður landsins auk þess
sem bærinn er þekktur fyrir fjölda
listamanna sem hér búa og hafa
mjög jákvætt og gott aðdráttarafl.“
Bæjarráð Árborgar tók vel í ósk
samtakanna og fól framkvæmda-
stjóra framkvæmda- og veitusviðs
að leita leiða til að útfæra stýringar
á götulýsingunni á Stokkseyri.
gar@frettabladid.is
Gera Stokkseyri að
rómantískasta bænum
Samtök atvinnurekenda og áhugafólks vilja efla aðdráttarafl Stokkseyrar með
því að slökkva á götulýsingu í þorpinu eftir klukkan ellefu á kvöldin. Yfir 130
manns skrifuðu undir bréf samtakanna sem fékk jákvæð viðbrögð í bæjarráði.
Samtökin 825 Þorparinn vinna „markvisst að því að gera Stokkseyri að rómantísk-
asta bæ á Íslandi“. Fréttablaðið/Heiða
Er ekki ólíklegt að
ferðamenn myndu
sækja Stokkseyri enn frekar
heim ef ljósmengun væri
stillt í hóf en í dag þá er sirka
einn ljósastaur á hverja tvo
íbúa.
825 Þorparinn í bréfi til bæjarstjórnar
Árborgar.
Breytileg átt, víða 3-10 metrar á sekúndu í
dag. Úrkomulítið víðast hvar, en norðlæg átt
og snjókoma eða él norðan til á Vestfjörðum
og á annesjum norðanlands seinnipartinn
og í kvöld. Frost 0 til 8 stig, kaldast inn til
landsins. sjá síðu 28
Veður Bækur og kjöt fyrirferðarmikil i búðarhillum
SKREYTUM HÚS
45% AFSLÁTTUR
SÁ ALLRA VINSÆLASTI
TIL JÓLA
Soffía Dögg hjá Skreytum
hús valdi litinn
Fæst einungis í Slippfélaginu
Borgartúni 22 Rvk. Dugguvogi 4 Rvk.
Gleráreyrum 2 Ak. Dalshrauni 11 Hfj.
S ími : 5 8 8 800 0
s l i pp f e l ag id . i s
FRÍAR
LITAPRUFUR
Það er engin tilviljun að
Skreytum hús liturinn okkar
er einn sá allra vinsælasti.
viðskipti Héraðsdómur Reykjavíkur
hefur samþykkt nauðasamningsfrum-
varp Glitnis. Steinunn Guðbjartsdótt-
ir, formaður slitastjórnar Glitnis, segir
að næst verði nauðasamningsfrum-
varpið tekið fyrir í Bandaríkjunum
þann 15. desember því slitameðferðin
sé viðurkennd þar í landi. Í kjölfarið
þurfi endanlegt samþykki Seðlabanka
Íslands á undanþágu frá lögum um
gjaldeyrishöft. Eftir það verði hægt
að greiða kröfuhöfum út í samræmi
við nauðasamninginn. Gangi allt að
óskum gæti það orðið fyrir áramót.
Stefnt er að því að greiða um 520
milljarða króna greiðslu til kröfuhafa.
Þeir sem eiga kröfur upp að 3,5 millj-
ónum króna fá þær greiddar að fullu.
Reiknað er með að ríflega 30 prósent
fáist upp í kröfur umfram þá upphæð.
Samhliða uppgjörinu mun Glitnir
greiða ríkinu jafnvirði 223 milljarða
króna. Þar munar mest um 95 pró-
senta eignarhlut slitabúsins í Glitni.
Nauðasamningur Kaupþings var
tekinn fyrir í Héraðsdómi Reykja-
víkur í gær en nauðasamningur gamla
Landsbankans verður tekinn fyrir 15.
desember. – ih
Greitt út
fyrir áramót
Páll eiríksson og Steinunn Guðbjarts-
dóttir kynntu nauðasamning Glitnis.
Fréttablaðið/anton
Bækur til að létta sér lundina Í dag eru fimmtán dagar til jóla og jólaörtröðin að hefjast. Árviss viðburður er jólabókaflóðið en fjölmargir Íslend-
ingar munu vafalaust gera sér náðugt aðfangadagskvöld með brakandi ferska bók úr pakka. Fréttablaðið/Pjetur
olíuborpallur.
Fréttablaðið/Marc MorriSon
viðskipti Hrávöruverð á olíu lækk-
aði í gær og er komið undir 40 doll-
ara, rúmlega fimm þúsund íslenskar
krónur, á tunnuna í fyrsta sinn í
næstum sjö ár. Í gær nam Brent
crude-verðið 39,91 dollara á tunnu,
rúmlega 5.000 íslenskum krónum,
og Western Texas Intermediate-
verðið nam 36,68 dollurum á tunn-
una, 4.700 íslenskum krónum. Ef
olíuverð fellur meira verður það
orðið jafn lágt og við aldamót. – sg
Olíuverð ekki
lægra í sjö ár
9 . d e s e m B e r 2 0 1 5 m i ð v i k u d a G u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð
0
8
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
9
B
-0
3
5
4
1
7
9
B
-0
2
1
8
1
7
9
B
-0
0
D
C
1
7
9
A
-F
F
A
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
6
4
s
_
8
_
1
2
_
2
0
1
5
C
M
Y
K