Fréttablaðið - 09.12.2015, Blaðsíða 60
Margir af röppur-
unuM í dag eru
MjóróMa. en þessi strákur
– hann er Með djúpa rödd,
fulla af bassa. Og hann
hendir fólki hreinlega til
Með röddinni. svO getur
hann rappað hraðar en
nOkkur annar. www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39
ÞAÐ
SKRIFAR
ENGINN
EINS OG
BRAGI
„Venjulegir hlutir verða mjög skrýtnir
hjá Braga og skrýtnir hlutir verða mjög
venjulegir … Undirfurðulegur húmor.“
Egill Helgason / Kiljan
„Bragi tekur mann í skemmtilegan leik.“
Sigurður G. Valgeirsson / Kiljan
„… fyndin bók og furðuleg … sniðug
á svo margan hátt ...“
Ingi Freyr Vilhjálmsson / Stundin
✶ ✶ ✶ ✶
„... í söguheimi Braga er ávallt stutt í
gráglettinn og góðlátlegan húmorinn
... skemmtilega skrítinn húmoristi.“
Magnús Guðmundsson / Fréttablaðið
✶ ✶ ✶ ✶
„Knöpp og stórskemmtileg skáldsaga …
afrek snjalls höfundar að segja frá …
á svo forvitnilegan hátt.“
Einar Falur Ingólfsson / Morgunblaðið
Rapparinn RA The Rugged Man er væntanlegur til landsins og mun troða upp um helgina í Iðnó. Ferill hans er mjög for
vitnilegur, því þrátt fyrir að hafa
verið að síðan 1992, hafa eingöngu
tvær breiðskífur hans verið gefnar
út. Hann hefur nokkrum sinnum
staðið í deilum við plötufyrirtækin
sín. Þrátt fyrir það hefur hann
unnið með mörgum af þekktustu
mönnum rappsenunnar, á borð
við Notorious B.I.G., DJ Premier og
Mobb Deep.
RA tekur ungan rappara með sér,
hinn 17 ára AFRO, en þeir kynnt
ust í gegnum rappkeppni sem RA
hélt í gegnum netið. Hann ákvað
þá að taka þennan strák, sem hann
telur vera undrabarn, með sér í
tónleikaferðalag og kynnti hann
fyrir goðsögnum rappheimsins.
Auk þess að rappa mun RA the
Rugged Man lýsa bardaga Gunnars
Nelson, sem verður varpað upp á
risaskjá á meðan hlé verður gert á
tónleikunum.
Afturhvarf til fortíðar
Þeir RA the Rugged Man og AFRO
sameinast í ást sinni á fortíð rapps
ins. Þeir leggja mikið upp úr flókn
um röðum rímorða og hröðu flæði
og telja gullöld rappsins hafa verið
fyrir um tveimur eða þremur ára
tugum. RA segir það alltaf koma sér
jafn mikið á óvart að ungur strákur
eins og AFRO hafi verið jafn djúpt
sokkinn í eldgamla rappara og raun
ber vitni.
RA heyrði AFRO fyrst rappa í
gegnum netið og heillaðist strax.
Rappkeppninni sem RA hélt var
í raun lokið samstundis, eftir að
AFRO skilaði sínu framlagi inn.
RA lýsti hann strax sigurvegara og
flaug með hann til New York til þess
að hitta menn á borð við upptöku
stjórann og taktsmiðinn DJ Premier.
AFRO segir að fyrir ungan strák,
sem hafi alist upp við að hlusta á
gamalt hiphop, hafi þetta verið eins
og í draumi.
Frjálst flæði
AFRO er þekktur fyrir frjálst
flæði, eða freestyle, eins og það
kallast á ensku, sem snýst um
að spinna rímur á staðnum.
Hann hefur meðal annars
komið fram í spjallþætti
Queen Latifah, þar sem hann
rappaði um allskyns hluti sem
hún var með í kassanum sínum.
RA The Rugged men er mjög
hrifinn af þessum unga rappara,
bæði tækni hans og líkamlegum
hæfileikum. „Margir af röppurunum
í dag eru mjóróma. En þessi strákur
– hann er með djúpa rödd, fulla af
bassa. Og hann hendir fólki hrein
lega til með röddinni. Svo getur
hann rappað hraðar en nokkur
annar,“ útskýrir reynsluboltinn.
Lýsir bardaganum
Sama kvöld og tónleikarnir fara
fram mun Gunnar Nelson fara í
búrið og taka þátt í einum stærsta
viðburði í sögu UFC. Bardaginn
verður sýndur í beinni útsendingu
og er ljóst að landsmenn munu hafa
mikinn áhuga á honum. Til þess að
enginn missi af neinu, verður gert
hlé á tónleikunum á meðan Gunnar
berst og mun RA lýsa bardaganum
af sviðinu. RA er þekktur áhugamað
ur um bardaga og mun leyfa rapp
kemur með sautján ára
undrabarn með sér
RA The Rugged Man lýsir tónleikum Gunnars Nelson á risatjaldi,
á milli þess sem hann rappar. Kemur fram með ungum
rappara sem á áhugaverða sögu.
RA the Rugged
Man hefur
verið í rappinu
í áratugi.
þyrstum áhorfendum að njóta vitn
eskju sinnar um bardagaíþróttir.
Tónleikarnir verða í Iðnó á laugar
daginn og hefjast klukkan 21
og standa fram eftir nóttu. Með
RA The Rugged Man og AFRO
kemur bandaríski rapparinn Mr.
Green fram. Auk þeirra kemur fram
fjöldi af íslenskum röppurum og
hljómsveitum, meðal annars Class
B, 7Berg, Shades of Reykjavík og
Mælginn. kjartanatli@frettabladid.is
A-F-R-O hefur vakið
mikla athygli.
9 . d e s e m b e r 2 0 1 5 m I Ð V I K U d A G U r40 L í f I Ð ∙ f r É T T A b L A Ð I Ð
0
8
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
9
B
-2
5
E
4
1
7
9
B
-2
4
A
8
1
7
9
B
-2
3
6
C
1
7
9
B
-2
2
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
6
4
s
_
8
_
1
2
_
2
0
1
5
C
M
Y
K